Íslenski boltinn

Kaj Leo í Bartalsstovu samdi við Skagamenn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kaj Leo í Bartalsstovu í leik með Valsmönnum síðasta sumar.
Kaj Leo í Bartalsstovu í leik með Valsmönnum síðasta sumar. Vísir/Bára Dröfn

Kaj Leo í Bartalsstovu er búinn að finna sér nýtt félag fyrir komandi Íslandsmót í knattspyrnu.

Skagamenn tilkynntu í dag að Færeyingurinn hafi gert tveggja ára samning við ÍA. Hann hafði verið að leita sér að nýju félagi hér á landi og skoraði meðal annars frábært mark á dögunum í æfingarleik með Íslandsmeisturum Víkinga.

Kaj Leo hefur spilað á Íslandi frá árinu 2016. Fyrst með FH, þá í tvö ár með ÍBV og svo undanfarin þrjú ár með Valsmönnum.

Hann er þrítugur kantmaður sem hefur spilað 26 landsleiki fyrir Færeyjar.

Kaj Leo er með 9 mörk og 19 stoðsendingar í 96 leikjum í efstu deild á Íslandi og 6 mörk í 13 bikarleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×