Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Eiður Þór Árnason og Árni Sæberg skrifa 15. febrúar 2022 22:55 Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, voru sigurreif á Bryggjunni Brugghúsi í kvöld. Vísir/Tumi Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. Þrír listar voru í framboði: A-listi uppstillinganefndar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur sem formannsefni, B-listi með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í forsvari og C-listi Guðmundar Jónatans Baldurssonar. Tekur Sólveig Anna við Agnieszku Ewa Ziółkowska, settum formanni, á aðalfundi félagsins. A-listi hlaut 37 prósent atkvæða, B-listi 52 prósent atkvæða og C-listi hlaut 8 prósent atkvæða. Tvö prósent tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 25.842 en atkvæði greiddu 3.900. Kjörsókn var því 15,09 prósent. Að sögn Baráttulistans var kjörsókn talsvert meiri en í stjórnar- og formannskosningum árið 2018, sem voru fyrstu slíku kosningarnar í Eflingu. 45% fleiri hafi nú tekið þátt í kosningunum. Svekkt en virðir niðurstöðuna Ólöf Helga segist í samtali við Vísi vera vonsvikin yfir úrslitum kvöldsins en að hún virði að sjálfsögðu vilja félagsmanna. Hún telur að draga megi lærdóm af átökum síðustu vikna innan Eflingar. Þá segir hún mikilvægt að félagsmenn veiti stjórn Eflingar meira aðhald nú en áður. Á listanum með Sólveigu Önnu voru Innocentia F. Friðgeirsson, matráður á Landspítala, Ísak Jónsson tæknimaður, Guðbjörg María Jósepsdóttir leikskólaleiðbeinandi, Kolbrún Valvesdóttir, starfsmaður heimaþjónustu hjá borginni, Michael Bragi Whalley leikskólaleiðbeinandi, Olga Leonsdóttir, starfsmaður á hjúkrunarheimili og Sæþór Benjamín Randalsson, starfsmaður á barnavistheimili. Öll taka þau sæti í stjórn Eflingar. Skoðunarmenn reikninga verða Barbara Sawka og Magnús Freyr Magnússon. Valtýr Björn Thors verður varamaður. Hatrömm kosningabarátta Í sigurræðu sinni í kvöld sagði Sólveig Anna að hún hafi aldrei orðið vitni af jafn hatrammri kosningabaráttu, og vísaði þá til andstæðinga sinna. „En okkur tókst þetta og við erum búin að vinna sigur í þessum kosningum. Ég vil að við tökum smá tíma til að meðtaka það að eftir allt sem á hefur gengið, allan þann trylling sem á hefur gengið, þá tókst okkur að fá samþykki félagsfólks Eflingar fyrir því að við á Baráttulistanum eigum að fá að stýra efnahagslegri réttlætisbaráttu verka- og láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði hún við mikinn fögnuð. Ólöf Helga (önnur frá vinstri) og meðlimir A-listans áður en úrslit voru kynnt. Engir fulltrúar frá öðrum listum mættu á skrifstofu Eflingar.Vísir/Árni Fram kemur í tilkynningu frá Baráttulistanum að kosningabaráttunnar verði minnst fyrir það „hve hún einkenndist af hálfu andstæðinga Baráttulistans af grófum árásum á persónu Sólveigar Önnu Jónsdóttur og samstarfsfólks hennar þar sem nafnlausum róg og ósannindum var ítrekað lekið í fjölmiðla.“ „Einnig verður kosningabaráttunnar minnst fyrir ítrekaðar tilraunir starfsfólks verkalýðshreyfingarinnar, bæði Eflingar og aðildarfélaga Alþýðusambandsins, til að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna.“ Þá segir að Baráttulistinn hafi lagt áherslu á fjölda, samstöðu og sýnileika Eflingarfélaga. Þá hafi skortur á aðhaldi og lýðræði í lífeyrissjóðakerfinu verið gagnrýndur, sjónum beint að endurvakningu SALEK og lagt til að gaumgæfa mikil útgjöld Eflingar til Alþýðusambandsins. „Eflingarfélagar hafa með þessum kosningum staðfest stuðning sinn við stefnumál Baráttulistans og lýst yfir trausti til Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem leiðtoga í íslenskri verkalýðsbaráttu. Þeir hafa jafnframt hafnað tilraunum andstæðinga verka- og láglaunafólks til að afvegaleiða endurreisn verkalýðshreyfingarinnar. Sú endurreisn hefur fengið ómetanlegan byr í seglin,“ segir í yfirlýsingu Baráttulistans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þrír listar voru í framboði: A-listi uppstillinganefndar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur sem formannsefni, B-listi með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í forsvari og C-listi Guðmundar Jónatans Baldurssonar. Tekur Sólveig Anna við Agnieszku Ewa Ziółkowska, settum formanni, á aðalfundi félagsins. A-listi hlaut 37 prósent atkvæða, B-listi 52 prósent atkvæða og C-listi hlaut 8 prósent atkvæða. Tvö prósent tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 25.842 en atkvæði greiddu 3.900. Kjörsókn var því 15,09 prósent. Að sögn Baráttulistans var kjörsókn talsvert meiri en í stjórnar- og formannskosningum árið 2018, sem voru fyrstu slíku kosningarnar í Eflingu. 45% fleiri hafi nú tekið þátt í kosningunum. Svekkt en virðir niðurstöðuna Ólöf Helga segist í samtali við Vísi vera vonsvikin yfir úrslitum kvöldsins en að hún virði að sjálfsögðu vilja félagsmanna. Hún telur að draga megi lærdóm af átökum síðustu vikna innan Eflingar. Þá segir hún mikilvægt að félagsmenn veiti stjórn Eflingar meira aðhald nú en áður. Á listanum með Sólveigu Önnu voru Innocentia F. Friðgeirsson, matráður á Landspítala, Ísak Jónsson tæknimaður, Guðbjörg María Jósepsdóttir leikskólaleiðbeinandi, Kolbrún Valvesdóttir, starfsmaður heimaþjónustu hjá borginni, Michael Bragi Whalley leikskólaleiðbeinandi, Olga Leonsdóttir, starfsmaður á hjúkrunarheimili og Sæþór Benjamín Randalsson, starfsmaður á barnavistheimili. Öll taka þau sæti í stjórn Eflingar. Skoðunarmenn reikninga verða Barbara Sawka og Magnús Freyr Magnússon. Valtýr Björn Thors verður varamaður. Hatrömm kosningabarátta Í sigurræðu sinni í kvöld sagði Sólveig Anna að hún hafi aldrei orðið vitni af jafn hatrammri kosningabaráttu, og vísaði þá til andstæðinga sinna. „En okkur tókst þetta og við erum búin að vinna sigur í þessum kosningum. Ég vil að við tökum smá tíma til að meðtaka það að eftir allt sem á hefur gengið, allan þann trylling sem á hefur gengið, þá tókst okkur að fá samþykki félagsfólks Eflingar fyrir því að við á Baráttulistanum eigum að fá að stýra efnahagslegri réttlætisbaráttu verka- og láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði hún við mikinn fögnuð. Ólöf Helga (önnur frá vinstri) og meðlimir A-listans áður en úrslit voru kynnt. Engir fulltrúar frá öðrum listum mættu á skrifstofu Eflingar.Vísir/Árni Fram kemur í tilkynningu frá Baráttulistanum að kosningabaráttunnar verði minnst fyrir það „hve hún einkenndist af hálfu andstæðinga Baráttulistans af grófum árásum á persónu Sólveigar Önnu Jónsdóttur og samstarfsfólks hennar þar sem nafnlausum róg og ósannindum var ítrekað lekið í fjölmiðla.“ „Einnig verður kosningabaráttunnar minnst fyrir ítrekaðar tilraunir starfsfólks verkalýðshreyfingarinnar, bæði Eflingar og aðildarfélaga Alþýðusambandsins, til að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna.“ Þá segir að Baráttulistinn hafi lagt áherslu á fjölda, samstöðu og sýnileika Eflingarfélaga. Þá hafi skortur á aðhaldi og lýðræði í lífeyrissjóðakerfinu verið gagnrýndur, sjónum beint að endurvakningu SALEK og lagt til að gaumgæfa mikil útgjöld Eflingar til Alþýðusambandsins. „Eflingarfélagar hafa með þessum kosningum staðfest stuðning sinn við stefnumál Baráttulistans og lýst yfir trausti til Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem leiðtoga í íslenskri verkalýðsbaráttu. Þeir hafa jafnframt hafnað tilraunum andstæðinga verka- og láglaunafólks til að afvegaleiða endurreisn verkalýðshreyfingarinnar. Sú endurreisn hefur fengið ómetanlegan byr í seglin,“ segir í yfirlýsingu Baráttulistans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna segir af sér vegna vantraustsyfirlýsingar Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt stjórn Eflingar um afsögn sína sem formaður félagsins. Afsögnin kemur í kjölfar vantraustsyfirlýsingar sem starfsfólk Eflingar sendi Sólveigu Önnu, félaginu og fjölmiðlum á föstudag. 31. október 2021 23:56 Ólöf Helga fremst á lista Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, er formaður á lista sem uppstillinganefnd Eflingar lagði fram í dag og stjórn félagsins samþykkti á fundi sínum. 13. janúar 2022 17:56 Sólveig Anna býður sig fram til formanns Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, býður sig fram til formanns að nýju. Sólveig mun fara fyrir framboðslistanum Baráttulistinn, sem tilkynntur hefur verið til kjörstjórnar Eflingar. 28. janúar 2022 08:02 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Sólveig Anna segir af sér vegna vantraustsyfirlýsingar Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt stjórn Eflingar um afsögn sína sem formaður félagsins. Afsögnin kemur í kjölfar vantraustsyfirlýsingar sem starfsfólk Eflingar sendi Sólveigu Önnu, félaginu og fjölmiðlum á föstudag. 31. október 2021 23:56
Ólöf Helga fremst á lista Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, er formaður á lista sem uppstillinganefnd Eflingar lagði fram í dag og stjórn félagsins samþykkti á fundi sínum. 13. janúar 2022 17:56
Sólveig Anna býður sig fram til formanns Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, býður sig fram til formanns að nýju. Sólveig mun fara fyrir framboðslistanum Baráttulistinn, sem tilkynntur hefur verið til kjörstjórnar Eflingar. 28. janúar 2022 08:02
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent