Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Jakob Bjarnar skrifar 16. febrúar 2022 11:31 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur svarað Þórði Snæ á Twitter og segist hvergi hafa gefið það í skyn að Þórður Snær hafi gert af sér: „Nýtt fyrir mér að þjófnaður komi mögulega við sögu og er annað brot þú segir að þér sé gefið að sök.“ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. Vísir sagði í gær af viðhorfum Bjarna til þess að Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, hafi kallað til yfirheyrslu fjóra blaðamenn. Hann telur ekkert óeðlilegt við það. Þórður Snær stingur niður penna á Twitter af þessu tilefni og ljóst er að hann telur illa að sér vegið af hálfu Bjarna. „Það er óvenjuleg upplifun að formaður flokks/ráðherra og dagblað taki sig saman og gefi í skyn að maður sé mögulega þjófur. Glæpamaður. Fjármálaráðherra til upplýsingar þá veit ég hvað mér er gefið að sök. Ég spurði. Lögregla staðfesti það i yfirlýsingu: Að skrifa fréttir.“ Það er óvenjuleg upplifun að formaður flokks/ráðherra og dagblað taki sig saman og gefi í skyn að maður sé mögulega þjófur. Glæpamaður. Fjármálaráðherra til upplýsingar þá veit ég hvað mér er gefið að sök. Ég spurði. Lögregla staðfesti það i yfirlýsingu: Að skrifa fréttir. pic.twitter.com/okreGU3Hvd— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) February 16, 2022 Bjarni hefur nú svarað þessum orðum Þórðar og telur ritstjórann fara offari í túlkun á orðum sínum. „Ég skrifa í eigin nafni og án samstarfs við aðra,“ segir Bjarni í svari og vill meina að hann sé ekki að misnota stöðu sína. Þá hafnar hann því að hann sé að þjófkenna Þórð. „Hvergi sagt eða gefið í skyn að þú hafir gert eitthvað af þér. Hvort tveggja rangt. Málið er til rannsóknar. Það er aðalatriðið. Nýtt fyrir mér að þjófnaður komi mögulega við sögu og er annað brot þú segir að þér sé gefið að sök,“ segir Bjarni. Málið snýst um brot gegn friðhelgi einkalífsins Mikil umræða geisar nú um þennan þátt málsins, lögreglurannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja og að á gögnum þaðan byggist fréttaflutningur Kjarnans og Stundarinnar á hinni svokölluðu Skrímsladeild Samherja sem lagðist í ófrægingarherferð í kjölfar Samherjamálsins. Lögregluembættið á Norðurlandi eystra sendi frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fyrirspurna í vikunni: „Í tilefni af umræðu í fjölmiðlum um rannsókn máls hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vill embættið koma eftirfarandi á framfæri. Embættið er með brot gegn friðhelgi einkalífs til rannsóknar og er málið í hefðbundnum farvegi. Liður í rannsóknum sakamála er að fram fari skýrslutökur af aðilum og vitnum í því skyni að upplýsa mál. Vegna rannsóknarhagsmuna mun embættið ekki veita frekari upplýsingar um málið.“ Að hafa réttarstöðu sakbornings Fjórmenningarnir; Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum, Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Arnar Þór Ingólfsson á Kjarnanum og svo Þóra Arnórsdóttir á RÚV, hafa réttarstöðu sakbornings í málinu. Gísli Tryggvason, landsréttarlögmaður með mikla reynslu af sakamálum, segir það fræðilega og almennt geta talist betra að hafa réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í stað þess að vera vitni - af tveimur ástæðum. „Í fyrsta lagi þarf maður þá ekki að tjá sig. Það er vitnaskylda á Íslandi og vitni þurfa að tjá sig, en sakborningum er ekki skylt að tjá sig. Hin ástæðan er sú að ef maður sem er í skýrslutöku hjá lögreglu eða dómstóli segir ósatt, til dæmis viljandi, þá verður sakborningi ekki refsað fyrir að segja ósatt um sakarefni. Það er hins vegar refsivert ef maður er vitni,“ segir Gísli í samtali við fréttastofu. 11:50 Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglumál Samfélagsmiðlar Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Staðhæfingar Páls koma Páleyju spánskt fyrir sjónir Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari fullyrðir að rannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja sem og hvort og hvernig hafi verið eitrað fyrir skipstjóranum sé langt komin og niðurstaða liggi fyrir í drögum. 19. nóvember 2021 11:16 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Vísir sagði í gær af viðhorfum Bjarna til þess að Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, hafi kallað til yfirheyrslu fjóra blaðamenn. Hann telur ekkert óeðlilegt við það. Þórður Snær stingur niður penna á Twitter af þessu tilefni og ljóst er að hann telur illa að sér vegið af hálfu Bjarna. „Það er óvenjuleg upplifun að formaður flokks/ráðherra og dagblað taki sig saman og gefi í skyn að maður sé mögulega þjófur. Glæpamaður. Fjármálaráðherra til upplýsingar þá veit ég hvað mér er gefið að sök. Ég spurði. Lögregla staðfesti það i yfirlýsingu: Að skrifa fréttir.“ Það er óvenjuleg upplifun að formaður flokks/ráðherra og dagblað taki sig saman og gefi í skyn að maður sé mögulega þjófur. Glæpamaður. Fjármálaráðherra til upplýsingar þá veit ég hvað mér er gefið að sök. Ég spurði. Lögregla staðfesti það i yfirlýsingu: Að skrifa fréttir. pic.twitter.com/okreGU3Hvd— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) February 16, 2022 Bjarni hefur nú svarað þessum orðum Þórðar og telur ritstjórann fara offari í túlkun á orðum sínum. „Ég skrifa í eigin nafni og án samstarfs við aðra,“ segir Bjarni í svari og vill meina að hann sé ekki að misnota stöðu sína. Þá hafnar hann því að hann sé að þjófkenna Þórð. „Hvergi sagt eða gefið í skyn að þú hafir gert eitthvað af þér. Hvort tveggja rangt. Málið er til rannsóknar. Það er aðalatriðið. Nýtt fyrir mér að þjófnaður komi mögulega við sögu og er annað brot þú segir að þér sé gefið að sök,“ segir Bjarni. Málið snýst um brot gegn friðhelgi einkalífsins Mikil umræða geisar nú um þennan þátt málsins, lögreglurannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja og að á gögnum þaðan byggist fréttaflutningur Kjarnans og Stundarinnar á hinni svokölluðu Skrímsladeild Samherja sem lagðist í ófrægingarherferð í kjölfar Samherjamálsins. Lögregluembættið á Norðurlandi eystra sendi frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fyrirspurna í vikunni: „Í tilefni af umræðu í fjölmiðlum um rannsókn máls hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vill embættið koma eftirfarandi á framfæri. Embættið er með brot gegn friðhelgi einkalífs til rannsóknar og er málið í hefðbundnum farvegi. Liður í rannsóknum sakamála er að fram fari skýrslutökur af aðilum og vitnum í því skyni að upplýsa mál. Vegna rannsóknarhagsmuna mun embættið ekki veita frekari upplýsingar um málið.“ Að hafa réttarstöðu sakbornings Fjórmenningarnir; Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum, Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Arnar Þór Ingólfsson á Kjarnanum og svo Þóra Arnórsdóttir á RÚV, hafa réttarstöðu sakbornings í málinu. Gísli Tryggvason, landsréttarlögmaður með mikla reynslu af sakamálum, segir það fræðilega og almennt geta talist betra að hafa réttarstöðu grunaðs eða sakbornings í stað þess að vera vitni - af tveimur ástæðum. „Í fyrsta lagi þarf maður þá ekki að tjá sig. Það er vitnaskylda á Íslandi og vitni þurfa að tjá sig, en sakborningum er ekki skylt að tjá sig. Hin ástæðan er sú að ef maður sem er í skýrslutöku hjá lögreglu eða dómstóli segir ósatt, til dæmis viljandi, þá verður sakborningi ekki refsað fyrir að segja ósatt um sakarefni. Það er hins vegar refsivert ef maður er vitni,“ segir Gísli í samtali við fréttastofu. 11:50 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglumál Samfélagsmiðlar Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir Staðhæfingar Páls koma Páleyju spánskt fyrir sjónir Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari fullyrðir að rannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja sem og hvort og hvernig hafi verið eitrað fyrir skipstjóranum sé langt komin og niðurstaða liggi fyrir í drögum. 19. nóvember 2021 11:16 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Staðhæfingar Páls koma Páleyju spánskt fyrir sjónir Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari fullyrðir að rannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja sem og hvort og hvernig hafi verið eitrað fyrir skipstjóranum sé langt komin og niðurstaða liggi fyrir í drögum. 19. nóvember 2021 11:16