Byrlunar- og símastuldarmálið Páll leitar til ríkissaksóknara Páll Steingrímsson fyrrverandi skipstjóri hjá Samherja hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun Lögreglunnar á Norðurlandi að fella niður rannsókn á meintri byrlun, afritun á upplýsingum úr síma og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, staðfestir kæruna við Ríkisútvarpið. Innlent 25.10.2024 11:48 Skoða hvort lög hafi verið brotin við rannsókn lögreglu Lögmaður Blaðamannafélgsins, vegna rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun- og símastuldi, segir tjáningarfrelsi blaðamanna undir í málinu. Hvaða blaðamaður sem er hefði getað orðið fyrir því að lenda á sakamannabekk, fyrir það eitt að sinna vinnunni sinni. Félagið skoðar nú hvort lögregla hafi brotið lög. Innlent 25.10.2024 07:03 „Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. Innlent 17.10.2024 07:02 Pallborðið: Rannsókn lögreglunnar á meintri byrlun og símastuldi Þrjár vikur eru síðan lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti að hún hefði fellt niður rannsókn á meintri byrlun skipstjórans Páls Steingrímssonar, afritun gagna af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni. Innlent 16.10.2024 10:38 Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. Innlent 15.10.2024 10:49 Lögmaður eiginkonunnar fyrrverandi segir lögreglu ljúga Lögmaður fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar skipstjóra, sem var til rannsóknar grunuð um að hafa byrlað Páli, afritað upplýsingar á síma hans og dreift kynferðislegu efni, segir lögreglu hreinlega ljúga í Facebook-færslu um málið. Hann kallar eftir opinberri rannsókn á vinnubrögðum lögreglu í málinu. Innlent 3.10.2024 22:57 Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. Innlent 3.10.2024 06:52 Samherjaskipstjórinn segir málinu ekki lokið Skipstjóri hjá Samherja segir að síðasta orðið hafi ekki verið sagt í máli sem varðar byrlun og stuldi á síma hans þrátt fyrir að lögreglan hafi fellt rannsókn á því niður. Hann sakar blaðamenn um blekkingar og að afvegaleiða rannsóknina. Innlent 26.9.2024 21:15 Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. Innlent 26.9.2024 20:31 Fagnar niðurstöðunni en lýsir yfir þungum áhyggjum Blaðamannafélag Íslands fagnar því að margra ára rannsókn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra á hendur sex blaðamönnum sé nú lokið. Samt sem áður lýsir félagið yfir þungum áhyggjum af því að Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra skuli um margra ára skeið hafa haft blaðamenn til rannsóknar fyrir að sinna starfi sínu. Innlent 26.9.2024 16:47 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. Innlent 26.9.2024 16:36 Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. Innlent 26.9.2024 12:26 Arnar með stöðu sakbornings og boðaður í skýrslutöku „Ég veit ekki alveg hvað hún vildi vita. Hún náttúrulega bara heldur áfram með það að reyna að fá okkur blaðamenn til að brjóta lög, því eins og þú veist þá gefum við ekki upp heimildarmenn.“ Innlent 18.9.2024 10:19 Héraðsdómur ruddur vegna fjölskyldutengsla og fyrri starfa dómara Landsréttur hefur rutt allan Héraðsdóm Reykjavíkur í máli Örnu McClure, yfirlögfræðings Samherja. Hún krefst þess að rannsókn Héraðssaksóknara á Samherjamálinu svokallaða verði felld niður hvað hana varðar. Hún hefur verið með réttarstöðu sakbornings í tæp fjögur ár. Innlent 28.5.2024 17:20 „Þetta eru ærumeiðingar, Gunnar Ingi!“ „Þetta eru ærumeiðingar, Gunnar Ingi!“ hrópaði Páll skipstjóri Steingrímsson að Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns. Dómari þurfti að sussa á Pál svo málflutningur gæti haldið áfram. Innlent 20.3.2024 06:01 Um sögnina „ að pála“ Þetta er greinarstúfur um sögnina „pála“, að pála e.h. eða „ pálast“ á einhverjum. Skoðun 19.2.2024 14:48 Rannsókn á meintum hótunum Páls skipstjóra blásin af Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur fellt niður kæru tveggja blaðamanna Heimildarinnar og útvarpsstjóra á hendur Páli Steingrímssyni skipstjóra hjá Samherja fyrir hótun sumarið 2022. Blaðamennirnir lásu hótun út úr orðum Páls í tölvupósti til þeirra að hann þyrfti að grípa til annarra ráða til að stoppa þá. Innlent 6.1.2024 07:01 Háskóli alþýðunnar, vettvangur heilbrigðra skoðanaskipta, verkstæði fjölbreyttra framkvæmda og staður stórra drauma Það kom mér ekki á óvart að útvarpsstjóri stakk nýjustu tíðindunum um Ríkisútvarpið undir stólinn í gamlársdagsávarpi sínu en reyndi þess í stað að telja fólki trú um að stofnunin sem hann stýrir sé mikilvæg okkur almenningi og ekki bara það, heldur „RÚV okkar allra, fyrir þig.“ Skoðun 4.1.2024 13:01 Símastulds- og byrlunarmál í saltpækli fyrir norðan Að sögn Eyþórs Þorbergssonar varasaksóknara hjá lögregluembættinu á Norðurlandi eystra verður ekkert að frétta af rannsókn á máli sem tengist meintri byrlun og símastuldi af Páli Steingrímssyni skipstjóra fyrr en í allra fyrsta lagi í haust. Málið liggur því í saltpækli þó langt sé síðan það kom upp. Innlent 16.6.2023 15:40 Lýsa yfir áhyggjum af vegferð lögreglunnar Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur samþykkt ályktun þar sem hún fordæmir að enn einn blaðamaðurinn hafi hlotið stöðu sakbornings í tengslum við Samherjamálið svokallaða. Innlent 20.3.2023 18:29 Ingi Freyr með stöðu sakbornings Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður Heimildarinnar, hefur fengið stöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar fjölmiðla um „skæruliðadeild“ Samherja. Innlent 16.3.2023 11:03 Þóra aftur kölluð í yfirheyrslu Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks á Ríkisútvarpinu, var yfirheyrð af lögreglu á þriðjudag í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar fjölmiðla um „skæruliðadeild“ Samherja. Innlent 16.3.2023 06:27 Grunur um lyfjabyrlun og samúðin með brotaþolum Aðfaranótt 4. maí 2021 var skipstjóri á Akureyri, Páll Steingrímsson, fluttur á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri. Hann var síðan fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann lá á gjörgæslu, dögum saman. Á meðan hann lá milli heims og helju í öndurnarvél var símanum hans stolið og hann afhentur blaðamanni. Undirrituð er réttargæslumaður Páls, sem hefur enn ekki náð sér af þessum veikindum. Skoðun 1.3.2023 14:01 Segir móðgun við heilbrigða skynsemi að draga orð sín til baka Í morgun var aðalmeðferð í meiðyrðamáli blaðamanna Heimildarinnar, áður Kjarnans, þeirra Þórðar Snæs Júlíussonar og Arnars Þórs Ingólfssonar á hendur Páli Vilhjálmssyni. Innlent 27.2.2023 15:31 Vilja álit umboðsmanns á yfirheyrslum blaðamanna Blaðamannafélag Íslands hefur sent umboðsmanni Alþingis rökstutt erindi þar sem hann er hvattur til að hefja frumkvæðisathugun á rannsókn og embættisfærslum lögreglustjóraembættisins á Norðurlandi eystra vegna málatilbúnaðar þess gegn fjórum blaðamönnum. Innlent 2.11.2022 17:28 Lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinist að fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinast að frjálsum fjölmiðlum sem fjalla um viðkvæm samfélagsmál. Hún minnir á að hún hafi látið verkin tala þegar kemur að lagasetningu um vernd heimildarmanna fjölmiðla. Innlent 22.9.2022 13:16 Formaður BÍ segist ekkert botna í því hvað Bjarna gangi til Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ), segist ekki vita hvað Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, gangi til með að vilja blanda sér mál sem snýr að rannsókn lögreglu á fjórum blaðamönnum. Afstaða hans standist enga skoðun. Innlent 21.9.2022 12:20 „Kannski mættu þeir sem fjölluðu um málið læra eitthvað“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra svarar ummælum Þórðar Snæs Júlíussonar og segist furða sig á skrifum Þórðar. Hann segist hvorki vera í liði með lögreglunni né blaðamönnum heldur lögum landsins. Innlent 20.9.2022 17:59 MDE skeri úr um lögmæti aðgerða lögreglunnar á Norðurlandi eystra Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur falið Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum, að óska eftir því að Mannréttindadómstóll Evrópu skeri úr um lögmæti framgöngu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Innlent 20.9.2022 17:30 Þórður Snær segir rannsókn Páleyjar ráðast af hagsmunum Samherja Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur birt aðsenda grein á fréttavef sínum, þar sem hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur Páley Borgþórsdóttur og lögregluembættinu á Norðurlandi eystra. Innlent 20.9.2022 12:13 « ‹ 1 2 ›
Páll leitar til ríkissaksóknara Páll Steingrímsson fyrrverandi skipstjóri hjá Samherja hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun Lögreglunnar á Norðurlandi að fella niður rannsókn á meintri byrlun, afritun á upplýsingum úr síma og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, staðfestir kæruna við Ríkisútvarpið. Innlent 25.10.2024 11:48
Skoða hvort lög hafi verið brotin við rannsókn lögreglu Lögmaður Blaðamannafélgsins, vegna rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun- og símastuldi, segir tjáningarfrelsi blaðamanna undir í málinu. Hvaða blaðamaður sem er hefði getað orðið fyrir því að lenda á sakamannabekk, fyrir það eitt að sinna vinnunni sinni. Félagið skoðar nú hvort lögregla hafi brotið lög. Innlent 25.10.2024 07:03
„Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. Innlent 17.10.2024 07:02
Pallborðið: Rannsókn lögreglunnar á meintri byrlun og símastuldi Þrjár vikur eru síðan lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti að hún hefði fellt niður rannsókn á meintri byrlun skipstjórans Páls Steingrímssonar, afritun gagna af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni. Innlent 16.10.2024 10:38
Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. Innlent 15.10.2024 10:49
Lögmaður eiginkonunnar fyrrverandi segir lögreglu ljúga Lögmaður fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar skipstjóra, sem var til rannsóknar grunuð um að hafa byrlað Páli, afritað upplýsingar á síma hans og dreift kynferðislegu efni, segir lögreglu hreinlega ljúga í Facebook-færslu um málið. Hann kallar eftir opinberri rannsókn á vinnubrögðum lögreglu í málinu. Innlent 3.10.2024 22:57
Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. Innlent 3.10.2024 06:52
Samherjaskipstjórinn segir málinu ekki lokið Skipstjóri hjá Samherja segir að síðasta orðið hafi ekki verið sagt í máli sem varðar byrlun og stuldi á síma hans þrátt fyrir að lögreglan hafi fellt rannsókn á því niður. Hann sakar blaðamenn um blekkingar og að afvegaleiða rannsóknina. Innlent 26.9.2024 21:15
Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. Innlent 26.9.2024 20:31
Fagnar niðurstöðunni en lýsir yfir þungum áhyggjum Blaðamannafélag Íslands fagnar því að margra ára rannsókn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra á hendur sex blaðamönnum sé nú lokið. Samt sem áður lýsir félagið yfir þungum áhyggjum af því að Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra skuli um margra ára skeið hafa haft blaðamenn til rannsóknar fyrir að sinna starfi sínu. Innlent 26.9.2024 16:47
„Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. Innlent 26.9.2024 16:36
Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. Innlent 26.9.2024 12:26
Arnar með stöðu sakbornings og boðaður í skýrslutöku „Ég veit ekki alveg hvað hún vildi vita. Hún náttúrulega bara heldur áfram með það að reyna að fá okkur blaðamenn til að brjóta lög, því eins og þú veist þá gefum við ekki upp heimildarmenn.“ Innlent 18.9.2024 10:19
Héraðsdómur ruddur vegna fjölskyldutengsla og fyrri starfa dómara Landsréttur hefur rutt allan Héraðsdóm Reykjavíkur í máli Örnu McClure, yfirlögfræðings Samherja. Hún krefst þess að rannsókn Héraðssaksóknara á Samherjamálinu svokallaða verði felld niður hvað hana varðar. Hún hefur verið með réttarstöðu sakbornings í tæp fjögur ár. Innlent 28.5.2024 17:20
„Þetta eru ærumeiðingar, Gunnar Ingi!“ „Þetta eru ærumeiðingar, Gunnar Ingi!“ hrópaði Páll skipstjóri Steingrímsson að Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns. Dómari þurfti að sussa á Pál svo málflutningur gæti haldið áfram. Innlent 20.3.2024 06:01
Um sögnina „ að pála“ Þetta er greinarstúfur um sögnina „pála“, að pála e.h. eða „ pálast“ á einhverjum. Skoðun 19.2.2024 14:48
Rannsókn á meintum hótunum Páls skipstjóra blásin af Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur fellt niður kæru tveggja blaðamanna Heimildarinnar og útvarpsstjóra á hendur Páli Steingrímssyni skipstjóra hjá Samherja fyrir hótun sumarið 2022. Blaðamennirnir lásu hótun út úr orðum Páls í tölvupósti til þeirra að hann þyrfti að grípa til annarra ráða til að stoppa þá. Innlent 6.1.2024 07:01
Háskóli alþýðunnar, vettvangur heilbrigðra skoðanaskipta, verkstæði fjölbreyttra framkvæmda og staður stórra drauma Það kom mér ekki á óvart að útvarpsstjóri stakk nýjustu tíðindunum um Ríkisútvarpið undir stólinn í gamlársdagsávarpi sínu en reyndi þess í stað að telja fólki trú um að stofnunin sem hann stýrir sé mikilvæg okkur almenningi og ekki bara það, heldur „RÚV okkar allra, fyrir þig.“ Skoðun 4.1.2024 13:01
Símastulds- og byrlunarmál í saltpækli fyrir norðan Að sögn Eyþórs Þorbergssonar varasaksóknara hjá lögregluembættinu á Norðurlandi eystra verður ekkert að frétta af rannsókn á máli sem tengist meintri byrlun og símastuldi af Páli Steingrímssyni skipstjóra fyrr en í allra fyrsta lagi í haust. Málið liggur því í saltpækli þó langt sé síðan það kom upp. Innlent 16.6.2023 15:40
Lýsa yfir áhyggjum af vegferð lögreglunnar Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur samþykkt ályktun þar sem hún fordæmir að enn einn blaðamaðurinn hafi hlotið stöðu sakbornings í tengslum við Samherjamálið svokallaða. Innlent 20.3.2023 18:29
Ingi Freyr með stöðu sakbornings Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður Heimildarinnar, hefur fengið stöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar fjölmiðla um „skæruliðadeild“ Samherja. Innlent 16.3.2023 11:03
Þóra aftur kölluð í yfirheyrslu Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks á Ríkisútvarpinu, var yfirheyrð af lögreglu á þriðjudag í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar fjölmiðla um „skæruliðadeild“ Samherja. Innlent 16.3.2023 06:27
Grunur um lyfjabyrlun og samúðin með brotaþolum Aðfaranótt 4. maí 2021 var skipstjóri á Akureyri, Páll Steingrímsson, fluttur á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri. Hann var síðan fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann lá á gjörgæslu, dögum saman. Á meðan hann lá milli heims og helju í öndurnarvél var símanum hans stolið og hann afhentur blaðamanni. Undirrituð er réttargæslumaður Páls, sem hefur enn ekki náð sér af þessum veikindum. Skoðun 1.3.2023 14:01
Segir móðgun við heilbrigða skynsemi að draga orð sín til baka Í morgun var aðalmeðferð í meiðyrðamáli blaðamanna Heimildarinnar, áður Kjarnans, þeirra Þórðar Snæs Júlíussonar og Arnars Þórs Ingólfssonar á hendur Páli Vilhjálmssyni. Innlent 27.2.2023 15:31
Vilja álit umboðsmanns á yfirheyrslum blaðamanna Blaðamannafélag Íslands hefur sent umboðsmanni Alþingis rökstutt erindi þar sem hann er hvattur til að hefja frumkvæðisathugun á rannsókn og embættisfærslum lögreglustjóraembættisins á Norðurlandi eystra vegna málatilbúnaðar þess gegn fjórum blaðamönnum. Innlent 2.11.2022 17:28
Lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinist að fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinast að frjálsum fjölmiðlum sem fjalla um viðkvæm samfélagsmál. Hún minnir á að hún hafi látið verkin tala þegar kemur að lagasetningu um vernd heimildarmanna fjölmiðla. Innlent 22.9.2022 13:16
Formaður BÍ segist ekkert botna í því hvað Bjarna gangi til Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ), segist ekki vita hvað Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, gangi til með að vilja blanda sér mál sem snýr að rannsókn lögreglu á fjórum blaðamönnum. Afstaða hans standist enga skoðun. Innlent 21.9.2022 12:20
„Kannski mættu þeir sem fjölluðu um málið læra eitthvað“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra svarar ummælum Þórðar Snæs Júlíussonar og segist furða sig á skrifum Þórðar. Hann segist hvorki vera í liði með lögreglunni né blaðamönnum heldur lögum landsins. Innlent 20.9.2022 17:59
MDE skeri úr um lögmæti aðgerða lögreglunnar á Norðurlandi eystra Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur falið Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum, að óska eftir því að Mannréttindadómstóll Evrópu skeri úr um lögmæti framgöngu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Innlent 20.9.2022 17:30
Þórður Snær segir rannsókn Páleyjar ráðast af hagsmunum Samherja Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur birt aðsenda grein á fréttavef sínum, þar sem hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur Páley Borgþórsdóttur og lögregluembættinu á Norðurlandi eystra. Innlent 20.9.2022 12:13
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent