Vill fá Guggugulan sem hvarf á Akureyri aftur heim til Ísafjarðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 07:00 Guggugula málningin var blönduð með aðstoð skipamálara á Ísafirði sem tryggði að Guðbjörgin héldist gul. Vísir/Samsett Myndlistarmaðurinn og Ísfirðingurinn Gunnar Jónsson lýsir eftir verki sínu, Guggugulum, sem hvarf á Akureyri þegar það var þar til sýnis árið 2016. Verkið er ljósmynd af málningu, Guggugulum, málningarlitnum sem þjóðþekkta skipið Guggan var máluð með. Guðbjörgin ÍS, eða Guggan, var eitt mesta aflaskip Vestfjarða en seld Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, árið 1997. Við söluna var því lofað að Guggan yrði áfram gerð út frá Ísafirði, héldi gula litnum og nafninu ÍS. Tveimur árum síðar var hún hins vegar seld til Þýskalands. Hinn Ísfirski Guggugulur týndur á Akureyri Nítján árum síðar, árið 2016, hélt Ísfirðingurinn Gunnar Jónsson myndlistarsýningu á Akureyri, heimabæ Samherja, í Boxinu - sal myndlistarfélagsins í bænum. Myndin Guggugulur var partur af sýningunni og verkinu Flaggskipi sem Gunnar segir hafa verið óð; fortíðarþrá til gulu Guggunnar. „Ég lét blanda fyrir mig í skipalakki þennan Guggugula og tók mynd af því,“ segir Gunnar en hann fékk til liðs við sig skipamálarann á Ísafirði sem hafði séð um að halda hinum einkennandi gula lit við á Guggunni. Gunnar Jónsson myndlistarmaður.Gunnar Jónsson „Svo fór ég aftur vestur, ég bý á Ísafirði, en svo var sýningin búin og svo hvarf myndin. Einhvers staðar á Akureyri er þessi mynd.“ Ekki vongóður um að Guggugulur skili sér heim Hann segist ekki vongóður um að myndin Guggugulur skili sér aftur heim til Ísafjarðar. „Þeir virðast ekki vilja tala mikið um þetta norðanmennirnir,“ segir Gunnar og hlær. Hann segist ekki viss hvort myndin hafi týnst eða hvort einhver fingralangur Akureyringur hafi nappað henni. „Það væri auðvitað best ef einhver tók hana en sama hvort hún var tekin eða ekki þá er hún týnd á Akureyri.“ Verk Gunnars Jónssonar, Guggugulur, sem hvarf á Akureyri.Gunnar Jónsson Gunnar var mjög ungur þegar Guðbjörgin var seld frá Ísafirði. Hann segir söguna þó liggja þungt á mörgum Ísfirðingum. „Þetta var uppsprettan að þessu verki, orðin um að Guggan yrði alltaf gul. Eins og það hafi verið aðalatriðið en í því er einhver fegurð. Ég var bara lítill þegar þetta gerðist en ég kannast við þetta,“ segir Gunnar. Hann kallar eftir því að verkinu verði skilað heim til Ísafjarðar. „Ef einhver hefur vitneskju um myndina þá má hann hafa samband við mig.“ Hér má sjá eitt af verkum Gunnars úr sýningunni Flaggskipi. Þarna er Guggan, eða í það minnsta smækkuð útgáfa af henni, í sundlauginni á Flateyri og bæjarbúi horfir á hana með söknuð í augum.Gunnar Jónsson Þorbjörgin sneri við í firðinum í stað þess að landa Gunnar lýsti eftir myndinni á Facebook í tilefni af lokaþætti Verbúðarinnar, sem sýndur var á RÚV á sunnudag. Margir hafa leitt að því líkur að Þorbjörgin, togarinn sem HG Sæfang, sem er í eigu söguhetjanna, gerir út sé byggð á Guðbjörginni. Enda er Þorbjörgin skærgul á litinn, eða Guggugul. Vísunin blasir reyndar við. Í lokaþættinum skipta eigendur HG Sæfangs fyrirtækinu upp í útgerð og fiskvinnslu og var útgerðin seld til Akureyringsins Gunnars Más, sem margir telja (augljóslega) eiga sér fyrirmynd í Þorsteini Má forstjóra Samherja. Gunnar Már lofar bæjarbúum því að Þorbjörgin muni landa áfram í plássinu um ókomna tíð en þegar hún á að koma í höfn og landa snýr hún við í firðinum og siglir burt. Atriðið má sjá í klipparanum hér að neðan. Klippa: Verbúðin - Þorbjörgin snýr við „Guggan verður áfram gul“ Atriðið á sér augljósa samsvörun í brottför Guggunnar frá Ísafirði. Guggan var í eigu Hrannar hf. á Ísafirði sem sameinaðist Samherja á Akureyri árið 1997. Greint er frá kaupunum í dagblaði Bæjarins besta, sem gefið var út 15. janúar 1997. Fram kemur í frétt blaðsins að Þorsteinn Már hafi „meira að segja lýst því yfir afdráttarlaust: „Guggan verður áfram gul og verður gerð út frá Ísafirði.“ Margir hafi dregið, samkvæmt fréttinni, það í efa að sú yfirlýsing héldi og talið að skipið yrði í nánustu framtíð gert út frá Akureyri. Rætt var við fjóra bæjarbúa í tilefni sölunnar og litu allir þeir söluna neikvæðum augum. Bæjarbúar treystu ekki yfirlýsingum Samherjamanna „Ég held að þetta hafi engin áhrif á atvinnulífið hér vegna þess að aflinn sem Guðbjörg hefur komið með á land hefur skapað sáralitla vinnu. Ég ætla samt að vona að yfirlýsing Samherjamanna, þess efnis að skipið verði hér, standist fram í lengstu lög,“ er haft eftir pípulagningameistaranum Alfreð Erlingssyni. Guðbjörgin ÍS-46 var seld til Samherja árið 1997. Guðbjörgin á myndinni er ekki sú sem seld var Samherja heldur sú sem var á undan. Mynd af þeirri Guggu fannst ekki við gerð fréttarinnar. Ljósmyndari er óþekktur.Aflafréttir.is Snorri Sturluson sjómaður sagði söluna sýna galla kvótakerfisins: „Mér finnst þetta sýna best hvað kvótakerfið er mikið rugl. Þetta er bara vettvangur auðvaldsins til að flytja til atvinnu fólksins í landinu. Atvinnan á að sjálfsögðu að vera hérna þar sem fólk hefur unnið kynslóð fram af kynslóð við að færa björg í bú.“ Sigurður Th. Ingvarsson starfsmaður Ísafjarðarhafnar var heldur ekki hrifinn af breytingunni: „Ég er smeykur við að þegar fram líða stundir muni kvótinn fara úr bænum þótt menn segi annað í dag.“ Kristján Þór Júlíusson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra var bæjarstjóri á Ísafirði og stjórnarformaður Samherja þegar útgerðin Hrönn og Samherji sameinuðust árið 1997.Vísir/Vilhelm „Mér finnst þetta fyrst og fremst bara sorglegt. Ég trúi ekki fyrr en á reynir að skipið leggi upp hér,“ var haft eftir Ásthildi Cesil Þórðardóttur garðyrkjustjóra. Á þeim tíma þegar gengið var frá sameiningu Hrannar og Samherja var Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn, bæjarstjóri á Ísafirði og stjórnarformaður Samherja. Samkomulag um útgerð Guggunnar frá Ísafirði reyndist skriflegt Þorsteinn Már svaraði í fréttinni áhyggjum Ísfirðinga um að kvótinn og skipið færu á brott úr bænum. „Ég held að tíminn verði að leiða þetta í ljós. Við fórum m.a. inn í fyrirtæki á Dalvík og sögðumst ætla að fara þar inn til að efla starfsemina. Það hefur gengið eftir og sama má segja um starfsemina á Eskifirði. Í sambandi við Ísafjörð, þá held ég að við látum bara verkin tala þar. Ég held að í sjálfu sér geti menn lítið gert til að lægja þessar öldur,“ sagði Þorsteinn í janúar 1997. Hilmar Guðjónsson leikari fór með hlutverk Gunnars Más, útgerðarmanns á Akureyri, í Verbúðinni.Skjáskot Samkomulag um að Guggan yrði áfram á Ísafirði var þó ekki aðeins munnlegt heldur undirrituðu Þorsteinn Már og Ásgeir Guðbjartsson, einn eigenda Hrannar, 7. janúar 1997 undir sérstaka yfirlýsingu sem fól í sér samkomulag þess efnis að úgerð Guðbjargar yrði óbreytt frá því sem verið hafði á Ísafirði. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Vestfjarðakjördæmis og Norðvesturkjördæmis, deildi mynd af samningnum á Facebook á sunnudag og skrifar: „Guðbjörgin verður áfram gul, hún verður áfram ÍS og hún verður áfram gerð út frá Ísafirði. Þetta var sagt í útvarpi á sínum tíma. Löngu seinna kom í ljós að loforðið var líka skriflegt. “ Þegar Guðbjörgin var seld til Þýskalands hafði hún ekki landað í heilt ár á Ísafirði, eins og fram kom í Morgunblaðinu 7. febrúar 1999. „Guðbjörgin var farin frá Ísafirði svo maður kippir sér svo sem ekki mikið upp við þessar fréttir. Þetta er hins vegar stórt og fallegt skip og óneitanlega er eftirsjá að því,“ sagði Sigðurður R. Ólafsson, þáverandi formaður Sjómannafélags Ísfirðinga, í viðtali við Morgunblaðið. „Samherjamenn gáfu út það loforð að þeir myndu halda þessu skipi úti héðan, en við það hefur ekki verið staðið,“ sagði hann; að Guðbjörgin hefði þá, í febrúar 1999, varla komið inn á Ísafjörð í heilt ár. Hafnarsjóður Ísafjarðarhafnar væri því með sölunni til Þýskalands ekki að tapa tekjum, þær hefðu tapast strax við söluna til Samherja. Akureyri Ísafjarðarbær Myndlist Bíó og sjónvarp Sjávarútvegur Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Guðbjörgin ÍS, eða Guggan, var eitt mesta aflaskip Vestfjarða en seld Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, árið 1997. Við söluna var því lofað að Guggan yrði áfram gerð út frá Ísafirði, héldi gula litnum og nafninu ÍS. Tveimur árum síðar var hún hins vegar seld til Þýskalands. Hinn Ísfirski Guggugulur týndur á Akureyri Nítján árum síðar, árið 2016, hélt Ísfirðingurinn Gunnar Jónsson myndlistarsýningu á Akureyri, heimabæ Samherja, í Boxinu - sal myndlistarfélagsins í bænum. Myndin Guggugulur var partur af sýningunni og verkinu Flaggskipi sem Gunnar segir hafa verið óð; fortíðarþrá til gulu Guggunnar. „Ég lét blanda fyrir mig í skipalakki þennan Guggugula og tók mynd af því,“ segir Gunnar en hann fékk til liðs við sig skipamálarann á Ísafirði sem hafði séð um að halda hinum einkennandi gula lit við á Guggunni. Gunnar Jónsson myndlistarmaður.Gunnar Jónsson „Svo fór ég aftur vestur, ég bý á Ísafirði, en svo var sýningin búin og svo hvarf myndin. Einhvers staðar á Akureyri er þessi mynd.“ Ekki vongóður um að Guggugulur skili sér heim Hann segist ekki vongóður um að myndin Guggugulur skili sér aftur heim til Ísafjarðar. „Þeir virðast ekki vilja tala mikið um þetta norðanmennirnir,“ segir Gunnar og hlær. Hann segist ekki viss hvort myndin hafi týnst eða hvort einhver fingralangur Akureyringur hafi nappað henni. „Það væri auðvitað best ef einhver tók hana en sama hvort hún var tekin eða ekki þá er hún týnd á Akureyri.“ Verk Gunnars Jónssonar, Guggugulur, sem hvarf á Akureyri.Gunnar Jónsson Gunnar var mjög ungur þegar Guðbjörgin var seld frá Ísafirði. Hann segir söguna þó liggja þungt á mörgum Ísfirðingum. „Þetta var uppsprettan að þessu verki, orðin um að Guggan yrði alltaf gul. Eins og það hafi verið aðalatriðið en í því er einhver fegurð. Ég var bara lítill þegar þetta gerðist en ég kannast við þetta,“ segir Gunnar. Hann kallar eftir því að verkinu verði skilað heim til Ísafjarðar. „Ef einhver hefur vitneskju um myndina þá má hann hafa samband við mig.“ Hér má sjá eitt af verkum Gunnars úr sýningunni Flaggskipi. Þarna er Guggan, eða í það minnsta smækkuð útgáfa af henni, í sundlauginni á Flateyri og bæjarbúi horfir á hana með söknuð í augum.Gunnar Jónsson Þorbjörgin sneri við í firðinum í stað þess að landa Gunnar lýsti eftir myndinni á Facebook í tilefni af lokaþætti Verbúðarinnar, sem sýndur var á RÚV á sunnudag. Margir hafa leitt að því líkur að Þorbjörgin, togarinn sem HG Sæfang, sem er í eigu söguhetjanna, gerir út sé byggð á Guðbjörginni. Enda er Þorbjörgin skærgul á litinn, eða Guggugul. Vísunin blasir reyndar við. Í lokaþættinum skipta eigendur HG Sæfangs fyrirtækinu upp í útgerð og fiskvinnslu og var útgerðin seld til Akureyringsins Gunnars Más, sem margir telja (augljóslega) eiga sér fyrirmynd í Þorsteini Má forstjóra Samherja. Gunnar Már lofar bæjarbúum því að Þorbjörgin muni landa áfram í plássinu um ókomna tíð en þegar hún á að koma í höfn og landa snýr hún við í firðinum og siglir burt. Atriðið má sjá í klipparanum hér að neðan. Klippa: Verbúðin - Þorbjörgin snýr við „Guggan verður áfram gul“ Atriðið á sér augljósa samsvörun í brottför Guggunnar frá Ísafirði. Guggan var í eigu Hrannar hf. á Ísafirði sem sameinaðist Samherja á Akureyri árið 1997. Greint er frá kaupunum í dagblaði Bæjarins besta, sem gefið var út 15. janúar 1997. Fram kemur í frétt blaðsins að Þorsteinn Már hafi „meira að segja lýst því yfir afdráttarlaust: „Guggan verður áfram gul og verður gerð út frá Ísafirði.“ Margir hafi dregið, samkvæmt fréttinni, það í efa að sú yfirlýsing héldi og talið að skipið yrði í nánustu framtíð gert út frá Akureyri. Rætt var við fjóra bæjarbúa í tilefni sölunnar og litu allir þeir söluna neikvæðum augum. Bæjarbúar treystu ekki yfirlýsingum Samherjamanna „Ég held að þetta hafi engin áhrif á atvinnulífið hér vegna þess að aflinn sem Guðbjörg hefur komið með á land hefur skapað sáralitla vinnu. Ég ætla samt að vona að yfirlýsing Samherjamanna, þess efnis að skipið verði hér, standist fram í lengstu lög,“ er haft eftir pípulagningameistaranum Alfreð Erlingssyni. Guðbjörgin ÍS-46 var seld til Samherja árið 1997. Guðbjörgin á myndinni er ekki sú sem seld var Samherja heldur sú sem var á undan. Mynd af þeirri Guggu fannst ekki við gerð fréttarinnar. Ljósmyndari er óþekktur.Aflafréttir.is Snorri Sturluson sjómaður sagði söluna sýna galla kvótakerfisins: „Mér finnst þetta sýna best hvað kvótakerfið er mikið rugl. Þetta er bara vettvangur auðvaldsins til að flytja til atvinnu fólksins í landinu. Atvinnan á að sjálfsögðu að vera hérna þar sem fólk hefur unnið kynslóð fram af kynslóð við að færa björg í bú.“ Sigurður Th. Ingvarsson starfsmaður Ísafjarðarhafnar var heldur ekki hrifinn af breytingunni: „Ég er smeykur við að þegar fram líða stundir muni kvótinn fara úr bænum þótt menn segi annað í dag.“ Kristján Þór Júlíusson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra var bæjarstjóri á Ísafirði og stjórnarformaður Samherja þegar útgerðin Hrönn og Samherji sameinuðust árið 1997.Vísir/Vilhelm „Mér finnst þetta fyrst og fremst bara sorglegt. Ég trúi ekki fyrr en á reynir að skipið leggi upp hér,“ var haft eftir Ásthildi Cesil Þórðardóttur garðyrkjustjóra. Á þeim tíma þegar gengið var frá sameiningu Hrannar og Samherja var Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn, bæjarstjóri á Ísafirði og stjórnarformaður Samherja. Samkomulag um útgerð Guggunnar frá Ísafirði reyndist skriflegt Þorsteinn Már svaraði í fréttinni áhyggjum Ísfirðinga um að kvótinn og skipið færu á brott úr bænum. „Ég held að tíminn verði að leiða þetta í ljós. Við fórum m.a. inn í fyrirtæki á Dalvík og sögðumst ætla að fara þar inn til að efla starfsemina. Það hefur gengið eftir og sama má segja um starfsemina á Eskifirði. Í sambandi við Ísafjörð, þá held ég að við látum bara verkin tala þar. Ég held að í sjálfu sér geti menn lítið gert til að lægja þessar öldur,“ sagði Þorsteinn í janúar 1997. Hilmar Guðjónsson leikari fór með hlutverk Gunnars Más, útgerðarmanns á Akureyri, í Verbúðinni.Skjáskot Samkomulag um að Guggan yrði áfram á Ísafirði var þó ekki aðeins munnlegt heldur undirrituðu Þorsteinn Már og Ásgeir Guðbjartsson, einn eigenda Hrannar, 7. janúar 1997 undir sérstaka yfirlýsingu sem fól í sér samkomulag þess efnis að úgerð Guðbjargar yrði óbreytt frá því sem verið hafði á Ísafirði. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Vestfjarðakjördæmis og Norðvesturkjördæmis, deildi mynd af samningnum á Facebook á sunnudag og skrifar: „Guðbjörgin verður áfram gul, hún verður áfram ÍS og hún verður áfram gerð út frá Ísafirði. Þetta var sagt í útvarpi á sínum tíma. Löngu seinna kom í ljós að loforðið var líka skriflegt. “ Þegar Guðbjörgin var seld til Þýskalands hafði hún ekki landað í heilt ár á Ísafirði, eins og fram kom í Morgunblaðinu 7. febrúar 1999. „Guðbjörgin var farin frá Ísafirði svo maður kippir sér svo sem ekki mikið upp við þessar fréttir. Þetta er hins vegar stórt og fallegt skip og óneitanlega er eftirsjá að því,“ sagði Sigðurður R. Ólafsson, þáverandi formaður Sjómannafélags Ísfirðinga, í viðtali við Morgunblaðið. „Samherjamenn gáfu út það loforð að þeir myndu halda þessu skipi úti héðan, en við það hefur ekki verið staðið,“ sagði hann; að Guðbjörgin hefði þá, í febrúar 1999, varla komið inn á Ísafjörð í heilt ár. Hafnarsjóður Ísafjarðarhafnar væri því með sölunni til Þýskalands ekki að tapa tekjum, þær hefðu tapast strax við söluna til Samherja.
Akureyri Ísafjarðarbær Myndlist Bíó og sjónvarp Sjávarútvegur Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira