Bergur Þorri slasaðist sjálfur tvítugur og hlaut varanlegan mænuskaða. Í nýjassta þættinum af Spjallið með Góðvild talar hann meðal annars um það hvernig hann hefur nokkrum sinnum þurft að taka slaginn varðandi bifreiðastyrkina.
„Það er rosalegt ójafnvægi í því kerfi.“
Að hans mati duga styrkirnir ekki upp í nýjan bíl, hvað þá umhverfisvænan bíl.
„Það er svolítið búið að gefa þau skilaboð að hreyfihamlaðir eigi bara að vera á gömlum bílum. Það er svolítið búið að eyðileggja þetta kerfi, því þetta dugði fyrir fínum bílum í gamla daga. Síðan hefur þetta bara rýrnað í verðgildi“
Bergur segir mikið ójafnvægi á milli einstaklinga. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi tvisvar í mánuði en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum.
Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu.
Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.