Heilsugæslan tilbúin í slaginn: „Við ætlum að rúlla þessu upp“ Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 16. febrúar 2022 23:11 Brátt heyrir það sögunni til að sjúklingar í einangrun mæti í athugun hjá göngudeildinni á Birkiborg. Landspítalinn/Þorkell Sóttvarnalæknir telur að faraldur kórónuveirunnar fjari út á næstu vikum. Verið er að loka Covid-göngudeild Landspítalans og fela heilsugæslunni verkefni deildarinnar. Í gamalli leikskólabyggingu við Landspítalann í Fossvogi hefur mikill hluti daglegrar umönnunar Covid-veikra farið fram, en nú er komið að tímamótum. Nú á að loka deildinni - í skrefum á næstu vikum. Sýnt var frá starfseminni á lokametrunum í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Ég er að upplifa ákveðinn létti þessa dagana. Mér finnst þetta vera, ekki endilega dagurinn í dag, en undanfarnir dagar og það sem er fram undan finnst mér vera mjög jákvætt og góðar fréttir, að við séum að fara út úr þessari vinnu,“ segir Sólveig Sverrisdóttir deildarstjóri göngudeildarinnar. „Covid-veikindin eru miklu minni en þau voru, þannig að það er svona að fjara út svolítið,“ segir Sólveig. Heilsugæslan tekur nú við verkefnum göngudeildarinnar - að vera í sambandi við sjúklingana - en fárveikt fólk kemur vitaskuld áfram á sjúkrahús. „Ef einhver þarf að hitta lækni og ekki er hægt að leysa það í gegnum fjarþjónustu verður það áfram gert hér. En síðan í framhaldinu er því spáð alla vega að þetta verði bara eins og hver önnur flensuvertíð,“ segir Sólveig. Sóttvarnalæknir bindur vonir við að þjóðin sé á góðri leið inn í hjarðónæmisástand og telur ekki óvarlegt að ætla að um helmingur þjóðarinnar sé búinn að sýkjast og jafnvel gott betur. „Við getum áfram fengið svona einstaklingsbundnar sýkingar en við erum svona að bíða eftir að það fari að slökkva í þessu, sem ætti kannski að gerast á næstu tveimur vikum eða eitthvað svoleiðis,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist reiðubúin að taka á móti verkefnum göngudeildarinnar. Hún telur að verkefnin verði þó töluvert fleiri en gengur og gerist með hina hefðbundnu haustflensu: „Þetta verður ansi mikið og það eru margir mjög veikir af þessari pest, en sem betur fer eru margir sem sleppa vel, enda vel varðir.“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að starfsmenn séu klárir í slaginn.Stöð 2 Sigríður Dóra telur að margir hafi nú þegar heimsótt heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu smitað enda smit orðið töluvert útbreitt í samfélaginu. Fólk með einkenni sé þó hvatt til að leita sér ráðlegginga áður en leitað er til læknis á hefðbundinni heilsugæslu. „Við viljum að fólk hafi samband áður, fái símaráð hjá upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar eða 1700, netspjalli Heilsuveru og fái ráð. Ekki koma hingað beint,“ segir Sigríður Dóra. Þið treystið ykkur í þetta? „Já, við höfum tekist á við annað eins. Við munum finna fyrir þessu en við ætlum alveg að rúlla þessu upp.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Tengdar fréttir Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir. 16. febrúar 2022 09:41 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í gamalli leikskólabyggingu við Landspítalann í Fossvogi hefur mikill hluti daglegrar umönnunar Covid-veikra farið fram, en nú er komið að tímamótum. Nú á að loka deildinni - í skrefum á næstu vikum. Sýnt var frá starfseminni á lokametrunum í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Ég er að upplifa ákveðinn létti þessa dagana. Mér finnst þetta vera, ekki endilega dagurinn í dag, en undanfarnir dagar og það sem er fram undan finnst mér vera mjög jákvætt og góðar fréttir, að við séum að fara út úr þessari vinnu,“ segir Sólveig Sverrisdóttir deildarstjóri göngudeildarinnar. „Covid-veikindin eru miklu minni en þau voru, þannig að það er svona að fjara út svolítið,“ segir Sólveig. Heilsugæslan tekur nú við verkefnum göngudeildarinnar - að vera í sambandi við sjúklingana - en fárveikt fólk kemur vitaskuld áfram á sjúkrahús. „Ef einhver þarf að hitta lækni og ekki er hægt að leysa það í gegnum fjarþjónustu verður það áfram gert hér. En síðan í framhaldinu er því spáð alla vega að þetta verði bara eins og hver önnur flensuvertíð,“ segir Sólveig. Sóttvarnalæknir bindur vonir við að þjóðin sé á góðri leið inn í hjarðónæmisástand og telur ekki óvarlegt að ætla að um helmingur þjóðarinnar sé búinn að sýkjast og jafnvel gott betur. „Við getum áfram fengið svona einstaklingsbundnar sýkingar en við erum svona að bíða eftir að það fari að slökkva í þessu, sem ætti kannski að gerast á næstu tveimur vikum eða eitthvað svoleiðis,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist reiðubúin að taka á móti verkefnum göngudeildarinnar. Hún telur að verkefnin verði þó töluvert fleiri en gengur og gerist með hina hefðbundnu haustflensu: „Þetta verður ansi mikið og það eru margir mjög veikir af þessari pest, en sem betur fer eru margir sem sleppa vel, enda vel varðir.“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að starfsmenn séu klárir í slaginn.Stöð 2 Sigríður Dóra telur að margir hafi nú þegar heimsótt heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu smitað enda smit orðið töluvert útbreitt í samfélaginu. Fólk með einkenni sé þó hvatt til að leita sér ráðlegginga áður en leitað er til læknis á hefðbundinni heilsugæslu. „Við viljum að fólk hafi samband áður, fái símaráð hjá upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar eða 1700, netspjalli Heilsuveru og fái ráð. Ekki koma hingað beint,“ segir Sigríður Dóra. Þið treystið ykkur í þetta? „Já, við höfum tekist á við annað eins. Við munum finna fyrir þessu en við ætlum alveg að rúlla þessu upp.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Tengdar fréttir Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir. 16. febrúar 2022 09:41 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir. 16. febrúar 2022 09:41