Heilsugæslan tilbúin í slaginn: „Við ætlum að rúlla þessu upp“ Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 16. febrúar 2022 23:11 Brátt heyrir það sögunni til að sjúklingar í einangrun mæti í athugun hjá göngudeildinni á Birkiborg. Landspítalinn/Þorkell Sóttvarnalæknir telur að faraldur kórónuveirunnar fjari út á næstu vikum. Verið er að loka Covid-göngudeild Landspítalans og fela heilsugæslunni verkefni deildarinnar. Í gamalli leikskólabyggingu við Landspítalann í Fossvogi hefur mikill hluti daglegrar umönnunar Covid-veikra farið fram, en nú er komið að tímamótum. Nú á að loka deildinni - í skrefum á næstu vikum. Sýnt var frá starfseminni á lokametrunum í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Ég er að upplifa ákveðinn létti þessa dagana. Mér finnst þetta vera, ekki endilega dagurinn í dag, en undanfarnir dagar og það sem er fram undan finnst mér vera mjög jákvætt og góðar fréttir, að við séum að fara út úr þessari vinnu,“ segir Sólveig Sverrisdóttir deildarstjóri göngudeildarinnar. „Covid-veikindin eru miklu minni en þau voru, þannig að það er svona að fjara út svolítið,“ segir Sólveig. Heilsugæslan tekur nú við verkefnum göngudeildarinnar - að vera í sambandi við sjúklingana - en fárveikt fólk kemur vitaskuld áfram á sjúkrahús. „Ef einhver þarf að hitta lækni og ekki er hægt að leysa það í gegnum fjarþjónustu verður það áfram gert hér. En síðan í framhaldinu er því spáð alla vega að þetta verði bara eins og hver önnur flensuvertíð,“ segir Sólveig. Sóttvarnalæknir bindur vonir við að þjóðin sé á góðri leið inn í hjarðónæmisástand og telur ekki óvarlegt að ætla að um helmingur þjóðarinnar sé búinn að sýkjast og jafnvel gott betur. „Við getum áfram fengið svona einstaklingsbundnar sýkingar en við erum svona að bíða eftir að það fari að slökkva í þessu, sem ætti kannski að gerast á næstu tveimur vikum eða eitthvað svoleiðis,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist reiðubúin að taka á móti verkefnum göngudeildarinnar. Hún telur að verkefnin verði þó töluvert fleiri en gengur og gerist með hina hefðbundnu haustflensu: „Þetta verður ansi mikið og það eru margir mjög veikir af þessari pest, en sem betur fer eru margir sem sleppa vel, enda vel varðir.“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að starfsmenn séu klárir í slaginn.Stöð 2 Sigríður Dóra telur að margir hafi nú þegar heimsótt heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu smitað enda smit orðið töluvert útbreitt í samfélaginu. Fólk með einkenni sé þó hvatt til að leita sér ráðlegginga áður en leitað er til læknis á hefðbundinni heilsugæslu. „Við viljum að fólk hafi samband áður, fái símaráð hjá upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar eða 1700, netspjalli Heilsuveru og fái ráð. Ekki koma hingað beint,“ segir Sigríður Dóra. Þið treystið ykkur í þetta? „Já, við höfum tekist á við annað eins. Við munum finna fyrir þessu en við ætlum alveg að rúlla þessu upp.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Tengdar fréttir Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir. 16. febrúar 2022 09:41 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Sjá meira
Í gamalli leikskólabyggingu við Landspítalann í Fossvogi hefur mikill hluti daglegrar umönnunar Covid-veikra farið fram, en nú er komið að tímamótum. Nú á að loka deildinni - í skrefum á næstu vikum. Sýnt var frá starfseminni á lokametrunum í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Ég er að upplifa ákveðinn létti þessa dagana. Mér finnst þetta vera, ekki endilega dagurinn í dag, en undanfarnir dagar og það sem er fram undan finnst mér vera mjög jákvætt og góðar fréttir, að við séum að fara út úr þessari vinnu,“ segir Sólveig Sverrisdóttir deildarstjóri göngudeildarinnar. „Covid-veikindin eru miklu minni en þau voru, þannig að það er svona að fjara út svolítið,“ segir Sólveig. Heilsugæslan tekur nú við verkefnum göngudeildarinnar - að vera í sambandi við sjúklingana - en fárveikt fólk kemur vitaskuld áfram á sjúkrahús. „Ef einhver þarf að hitta lækni og ekki er hægt að leysa það í gegnum fjarþjónustu verður það áfram gert hér. En síðan í framhaldinu er því spáð alla vega að þetta verði bara eins og hver önnur flensuvertíð,“ segir Sólveig. Sóttvarnalæknir bindur vonir við að þjóðin sé á góðri leið inn í hjarðónæmisástand og telur ekki óvarlegt að ætla að um helmingur þjóðarinnar sé búinn að sýkjast og jafnvel gott betur. „Við getum áfram fengið svona einstaklingsbundnar sýkingar en við erum svona að bíða eftir að það fari að slökkva í þessu, sem ætti kannski að gerast á næstu tveimur vikum eða eitthvað svoleiðis,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist reiðubúin að taka á móti verkefnum göngudeildarinnar. Hún telur að verkefnin verði þó töluvert fleiri en gengur og gerist með hina hefðbundnu haustflensu: „Þetta verður ansi mikið og það eru margir mjög veikir af þessari pest, en sem betur fer eru margir sem sleppa vel, enda vel varðir.“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að starfsmenn séu klárir í slaginn.Stöð 2 Sigríður Dóra telur að margir hafi nú þegar heimsótt heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu smitað enda smit orðið töluvert útbreitt í samfélaginu. Fólk með einkenni sé þó hvatt til að leita sér ráðlegginga áður en leitað er til læknis á hefðbundinni heilsugæslu. „Við viljum að fólk hafi samband áður, fái símaráð hjá upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar eða 1700, netspjalli Heilsuveru og fái ráð. Ekki koma hingað beint,“ segir Sigríður Dóra. Þið treystið ykkur í þetta? „Já, við höfum tekist á við annað eins. Við munum finna fyrir þessu en við ætlum alveg að rúlla þessu upp.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Tengdar fréttir Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir. 16. febrúar 2022 09:41 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Sjá meira
Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir. 16. febrúar 2022 09:41