„Veikindarétturinn verður ekki brotinn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. febrúar 2022 20:00 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Sigurjón Veikindarétturinn verður ekki brotinn. Þetta segir formaður Félags hjúkrunarfræðinga um þau ummæli að mögulega þurfi að kalla covid smitað heilbrigðisstarfsfólk til vinnu vegna mönnunarvanda. Félagið mun bregðast við því ef stofnanir brjóti á veikindarétti hjúkrunarfræðinga. Í fyrradag greindum við frá því að forsvarsmenn Landspítali skoði nú hvort þeir neyðist til að fá smitað starfsfólk til starfa í þeim tilgangi að leysa mönnunarvanda og geta haldið úti þjónustu. Formanni Félags íslenskra hjúkrunarfræðingar líst afar illa á þetta. „Við að sjálfsögðu mætum ekki veik til vinnu til að sinna fólki sem liggur inn á heilbrigðisstofnun og má ekki við því að smitast. Mér finnst það gefa augaleið,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins. Gegn siðareglum hjúkrunarfræðinga Þetta fari gegn siðareglum hjúkrunarfræðinga og brjóti á veikindarétti sem tryggður er í kjarasamningum. „Það má heldur ekki gleyma því að veikindarétturinn er það sterkasta sem við höfum og ef að það á að fara að brjóta á veikindarétti sem tryggður er með kjarasamningi þá er eitthvað mikið að og við þurfum að skoða það sérstaklega.“ Félagið muni bregðast við því ef að veikindaréttur hjúkrunarfræðinga verður brotinn. Algjört neyðarúrræði Sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að nú sé verið að útbúa leiðbeiningar fyrir forsvarsmenn þá vinnustaða sem þurfa að láta smitaða starfsmann mæta til vinnu, en beiðni um slíkt þarf að fara í gegn um sóttvarnalækni. Þetta sé algjört neyðarúrræði enda áhætta fólgin í því að fá smitaðan starfsmann inn á heilbrigðisstofnun. Hann minnir þó á að það sé líka áhætta að ekki séu til staðar starfsmenn til þess að sinna sjúkum. „Núna í enn eitt skiptið bítum við úr nálinni með það hér hafa ekki verið framkvæmdar tilhlýðilegar aðgerðir til þess að fjölga hjúkrunarfræðingum í starfi og halda þeim í starfi sem hafa flosnað upp úr því og þetta er bara enn ein birtingarmyndin af því.“ „Veikindarétturinn verður ekki brotinn.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Hjúkrunarheimili Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í fyrradag greindum við frá því að forsvarsmenn Landspítali skoði nú hvort þeir neyðist til að fá smitað starfsfólk til starfa í þeim tilgangi að leysa mönnunarvanda og geta haldið úti þjónustu. Formanni Félags íslenskra hjúkrunarfræðingar líst afar illa á þetta. „Við að sjálfsögðu mætum ekki veik til vinnu til að sinna fólki sem liggur inn á heilbrigðisstofnun og má ekki við því að smitast. Mér finnst það gefa augaleið,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins. Gegn siðareglum hjúkrunarfræðinga Þetta fari gegn siðareglum hjúkrunarfræðinga og brjóti á veikindarétti sem tryggður er í kjarasamningum. „Það má heldur ekki gleyma því að veikindarétturinn er það sterkasta sem við höfum og ef að það á að fara að brjóta á veikindarétti sem tryggður er með kjarasamningi þá er eitthvað mikið að og við þurfum að skoða það sérstaklega.“ Félagið muni bregðast við því ef að veikindaréttur hjúkrunarfræðinga verður brotinn. Algjört neyðarúrræði Sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að nú sé verið að útbúa leiðbeiningar fyrir forsvarsmenn þá vinnustaða sem þurfa að láta smitaða starfsmann mæta til vinnu, en beiðni um slíkt þarf að fara í gegn um sóttvarnalækni. Þetta sé algjört neyðarúrræði enda áhætta fólgin í því að fá smitaðan starfsmann inn á heilbrigðisstofnun. Hann minnir þó á að það sé líka áhætta að ekki séu til staðar starfsmenn til þess að sinna sjúkum. „Núna í enn eitt skiptið bítum við úr nálinni með það hér hafa ekki verið framkvæmdar tilhlýðilegar aðgerðir til þess að fjölga hjúkrunarfræðingum í starfi og halda þeim í starfi sem hafa flosnað upp úr því og þetta er bara enn ein birtingarmyndin af því.“ „Veikindarétturinn verður ekki brotinn.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Hjúkrunarheimili Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira