„Veikindarétturinn verður ekki brotinn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. febrúar 2022 20:00 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Sigurjón Veikindarétturinn verður ekki brotinn. Þetta segir formaður Félags hjúkrunarfræðinga um þau ummæli að mögulega þurfi að kalla covid smitað heilbrigðisstarfsfólk til vinnu vegna mönnunarvanda. Félagið mun bregðast við því ef stofnanir brjóti á veikindarétti hjúkrunarfræðinga. Í fyrradag greindum við frá því að forsvarsmenn Landspítali skoði nú hvort þeir neyðist til að fá smitað starfsfólk til starfa í þeim tilgangi að leysa mönnunarvanda og geta haldið úti þjónustu. Formanni Félags íslenskra hjúkrunarfræðingar líst afar illa á þetta. „Við að sjálfsögðu mætum ekki veik til vinnu til að sinna fólki sem liggur inn á heilbrigðisstofnun og má ekki við því að smitast. Mér finnst það gefa augaleið,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins. Gegn siðareglum hjúkrunarfræðinga Þetta fari gegn siðareglum hjúkrunarfræðinga og brjóti á veikindarétti sem tryggður er í kjarasamningum. „Það má heldur ekki gleyma því að veikindarétturinn er það sterkasta sem við höfum og ef að það á að fara að brjóta á veikindarétti sem tryggður er með kjarasamningi þá er eitthvað mikið að og við þurfum að skoða það sérstaklega.“ Félagið muni bregðast við því ef að veikindaréttur hjúkrunarfræðinga verður brotinn. Algjört neyðarúrræði Sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að nú sé verið að útbúa leiðbeiningar fyrir forsvarsmenn þá vinnustaða sem þurfa að láta smitaða starfsmann mæta til vinnu, en beiðni um slíkt þarf að fara í gegn um sóttvarnalækni. Þetta sé algjört neyðarúrræði enda áhætta fólgin í því að fá smitaðan starfsmann inn á heilbrigðisstofnun. Hann minnir þó á að það sé líka áhætta að ekki séu til staðar starfsmenn til þess að sinna sjúkum. „Núna í enn eitt skiptið bítum við úr nálinni með það hér hafa ekki verið framkvæmdar tilhlýðilegar aðgerðir til þess að fjölga hjúkrunarfræðingum í starfi og halda þeim í starfi sem hafa flosnað upp úr því og þetta er bara enn ein birtingarmyndin af því.“ „Veikindarétturinn verður ekki brotinn.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Hjúkrunarheimili Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Í fyrradag greindum við frá því að forsvarsmenn Landspítali skoði nú hvort þeir neyðist til að fá smitað starfsfólk til starfa í þeim tilgangi að leysa mönnunarvanda og geta haldið úti þjónustu. Formanni Félags íslenskra hjúkrunarfræðingar líst afar illa á þetta. „Við að sjálfsögðu mætum ekki veik til vinnu til að sinna fólki sem liggur inn á heilbrigðisstofnun og má ekki við því að smitast. Mér finnst það gefa augaleið,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins. Gegn siðareglum hjúkrunarfræðinga Þetta fari gegn siðareglum hjúkrunarfræðinga og brjóti á veikindarétti sem tryggður er í kjarasamningum. „Það má heldur ekki gleyma því að veikindarétturinn er það sterkasta sem við höfum og ef að það á að fara að brjóta á veikindarétti sem tryggður er með kjarasamningi þá er eitthvað mikið að og við þurfum að skoða það sérstaklega.“ Félagið muni bregðast við því ef að veikindaréttur hjúkrunarfræðinga verður brotinn. Algjört neyðarúrræði Sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að nú sé verið að útbúa leiðbeiningar fyrir forsvarsmenn þá vinnustaða sem þurfa að láta smitaða starfsmann mæta til vinnu, en beiðni um slíkt þarf að fara í gegn um sóttvarnalækni. Þetta sé algjört neyðarúrræði enda áhætta fólgin í því að fá smitaðan starfsmann inn á heilbrigðisstofnun. Hann minnir þó á að það sé líka áhætta að ekki séu til staðar starfsmenn til þess að sinna sjúkum. „Núna í enn eitt skiptið bítum við úr nálinni með það hér hafa ekki verið framkvæmdar tilhlýðilegar aðgerðir til þess að fjölga hjúkrunarfræðingum í starfi og halda þeim í starfi sem hafa flosnað upp úr því og þetta er bara enn ein birtingarmyndin af því.“ „Veikindarétturinn verður ekki brotinn.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Hjúkrunarheimili Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira