Vill nýjan skóla mitt á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. febrúar 2022 20:03 Formaður Skipulags- og byggingarnefndar í Árborg og bæjarfulltrúa í meirihlutanum í bæjarstjórn Árborgar, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, sem vill að nýr skóli og íþróttamannvirki verði byggð mitt á milli þorpanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vandræðaástand hefur skapast í skólamálum á Eyrarbakka og Stokkseyri eftir að mygla fannst í báðum skólunum. Bæjarfulltrúi meirihlutans í Árborg vill að nýr skóli og íþróttamannvirki verði byggð mitt á milli þorpanna. Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri er elsti samfellt starfandi grunnskóli á Íslandi. Hann hefur starfað óslitið frá 25. október árið 1852 þegar skólastarf hófst á Eyrarbakka og fagnar því 170 ára afmæli næsta haust. Nú er hins vegar komið babb í bátinn því mygla greindist í skólanum á Eyrarbakka fyrir nokkrum vikum og er hann því ónothæfur. Og á mánudaginn var staðfest mygla í elsta hluta skólans á Stokkseyri. Um 150 nemendur eru í skólanum. Nemendur í á elsta stigi á Eyrarbakka fá nú sína kennslu í Samkomuhúsinu Stað og veitingahúsinu Rauða húsinu en á Stokkseyri er ástandi ekki jafn slæmt því þar er nýlegur skóli þar sem yngsta stigið sækir skóla. Barnaskólinn á Eyrarbakka en engin starfsemi fer nú fram í húsinu eftir að mygla greindist þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Skipulags- og byggingarnefndar í Árborg og bæjarfulltrúi í meirihlutanum veit hvað gera skal. „Já, ég er búin að leggja til nýja gamla hugmynd að það verði byggður skóli á milli þorpanna, nýr skóli og íþróttaaðstaða í samræmi við kröfur nútímans þannig að það sé hægt að kenna þar bæði íþróttir og sund,“ segir Sigurjón Vídalín Guðmundsson. Heldur þú að það sé hljómgrunnur fyrir þessu ? „Já, ég tel að svo sé.“ Kennsla fer líka fram í veitingahúsinu Rauða húsinu á Eyrarbakka. Skipaður verður starfshópur á vegum Árborgar um framtíð skólamála á ströndinni. Sigurjón segir að nýr skóli yrði byggður upp í áföngum en kostnaður við hann gæti orðið um einn milljarður. Skóflustunga yrði tekin af nýja skólanum eftir ár ef allt gengur upp. Kennsla fer nú m.a. fram í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með að flytja starfsemina á Selfoss? „Nei, það kemur ekki til greina, það er bæði ekkert pláss fyrir nemendur á Selfossi en þar að auki er það gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið hér niður frá og bæði fyrir þorpin Eyrarbakka og Stokkseyri að hér sé öflugt skólastarf og öflugur skóli,“ segir Sigurjón Vídalín. Mygla hefur líka greinst í elsta húsnæði skólans á Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá nýju staðsetninguna mitt á milli þorpanna eins og Sigurjón sér hana fyrir sér.Aðsend Árborg Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri er elsti samfellt starfandi grunnskóli á Íslandi. Hann hefur starfað óslitið frá 25. október árið 1852 þegar skólastarf hófst á Eyrarbakka og fagnar því 170 ára afmæli næsta haust. Nú er hins vegar komið babb í bátinn því mygla greindist í skólanum á Eyrarbakka fyrir nokkrum vikum og er hann því ónothæfur. Og á mánudaginn var staðfest mygla í elsta hluta skólans á Stokkseyri. Um 150 nemendur eru í skólanum. Nemendur í á elsta stigi á Eyrarbakka fá nú sína kennslu í Samkomuhúsinu Stað og veitingahúsinu Rauða húsinu en á Stokkseyri er ástandi ekki jafn slæmt því þar er nýlegur skóli þar sem yngsta stigið sækir skóla. Barnaskólinn á Eyrarbakka en engin starfsemi fer nú fram í húsinu eftir að mygla greindist þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Skipulags- og byggingarnefndar í Árborg og bæjarfulltrúi í meirihlutanum veit hvað gera skal. „Já, ég er búin að leggja til nýja gamla hugmynd að það verði byggður skóli á milli þorpanna, nýr skóli og íþróttaaðstaða í samræmi við kröfur nútímans þannig að það sé hægt að kenna þar bæði íþróttir og sund,“ segir Sigurjón Vídalín Guðmundsson. Heldur þú að það sé hljómgrunnur fyrir þessu ? „Já, ég tel að svo sé.“ Kennsla fer líka fram í veitingahúsinu Rauða húsinu á Eyrarbakka. Skipaður verður starfshópur á vegum Árborgar um framtíð skólamála á ströndinni. Sigurjón segir að nýr skóli yrði byggður upp í áföngum en kostnaður við hann gæti orðið um einn milljarður. Skóflustunga yrði tekin af nýja skólanum eftir ár ef allt gengur upp. Kennsla fer nú m.a. fram í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með að flytja starfsemina á Selfoss? „Nei, það kemur ekki til greina, það er bæði ekkert pláss fyrir nemendur á Selfossi en þar að auki er það gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið hér niður frá og bæði fyrir þorpin Eyrarbakka og Stokkseyri að hér sé öflugt skólastarf og öflugur skóli,“ segir Sigurjón Vídalín. Mygla hefur líka greinst í elsta húsnæði skólans á Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá nýju staðsetninguna mitt á milli þorpanna eins og Sigurjón sér hana fyrir sér.Aðsend
Árborg Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira