Leiðtogar mótmælanna í Kanada handteknir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 18. febrúar 2022 07:47 Tamara Lich og Chris Barber, sem lögreglan í Kanada telur leiðtoga mótmælanna, hafa verið handtekin. EPA-EFE/ANDRE PICHETTE Lögreglan í kanadísku höfuðborginni Ottawa hefur handtekið tvo einstakling sem sagðir eru leiðtogar mótmælanna sem verið hafa í borginni síðustu vikur. Mótmælin hafa lamað samgöngur í borginni en uppistaða mótmælenda eru vörubílstjórar sem upphaflega mótmæltu bólusetningarskyldu á landamærunum að Bandaríkjunum. Þau undu svo upp á sig og snerust upp í allsherjar mótmæli gegn ríkisstjórninni í landinu og forsætisráðherranum Justin Trudau. Tamara Lich var handtekin í gærkvöldi og áður hafði Chris Barber verið hnepptur í varðhald. Búist er við að þau verði ákærð fyrir ýmiskonar brot. Mótmæli höfðu brotist út víðar í landinu og á dögunum var neyðarástandi lýst yfir. Í kjölfarið á því fóru lögreglumenn í það að leysa upp mótmælin og var hópurinn í Ottawa sá síðast í röðinni. Vonast lögregla til þess að handtökur forsprakkanna leiði til þess að hópurinn tvístrist. Mótmælendur, sem margir hverjir hafa haldið fyrir í um fjögur hundruð vöruflutningabílum, sem lagt hefur verið í kring um kanadíska þinghúsið, hafa verið varaðir við því af lögreglu að hætti þeir ekki verði þeir handteknir og hald lagt á vörubíla þeirra, tryggingar þeirra látnar falla niður og bankareikningar þeirra frystir. Þá er lögreglan að vinna að því í samstarfi við barnavernd að fjarlægja börn mótmælenda af vettvangi áður en lögregluaðgerðir hefjast. Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lögreglan hótar tafarlausum aðgerðum gegn mótmælendum Lögreglan í Ottawa í Kanada segja aðgerðir gegn mótmælendum þar í borg yfirvofandi. Mótmælendum hafa nú verið sagt að yfirgefa svæðið ella sæta handtöku. 17. febrúar 2022 23:40 Munu geta fryst bankareikninga mótmælenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur veitt yfirvöldum auknar heimildir til að reyna að bæla niður þau mótmæli gegn bólusetningarskyldu sem staðið hafa í landinu síðustu vikur. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Kanada virkjar ákvæði sérstakra neyðarlaga með þessum hætti. 15. febrúar 2022 07:47 Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Mótmælin hafa lamað samgöngur í borginni en uppistaða mótmælenda eru vörubílstjórar sem upphaflega mótmæltu bólusetningarskyldu á landamærunum að Bandaríkjunum. Þau undu svo upp á sig og snerust upp í allsherjar mótmæli gegn ríkisstjórninni í landinu og forsætisráðherranum Justin Trudau. Tamara Lich var handtekin í gærkvöldi og áður hafði Chris Barber verið hnepptur í varðhald. Búist er við að þau verði ákærð fyrir ýmiskonar brot. Mótmæli höfðu brotist út víðar í landinu og á dögunum var neyðarástandi lýst yfir. Í kjölfarið á því fóru lögreglumenn í það að leysa upp mótmælin og var hópurinn í Ottawa sá síðast í röðinni. Vonast lögregla til þess að handtökur forsprakkanna leiði til þess að hópurinn tvístrist. Mótmælendur, sem margir hverjir hafa haldið fyrir í um fjögur hundruð vöruflutningabílum, sem lagt hefur verið í kring um kanadíska þinghúsið, hafa verið varaðir við því af lögreglu að hætti þeir ekki verði þeir handteknir og hald lagt á vörubíla þeirra, tryggingar þeirra látnar falla niður og bankareikningar þeirra frystir. Þá er lögreglan að vinna að því í samstarfi við barnavernd að fjarlægja börn mótmælenda af vettvangi áður en lögregluaðgerðir hefjast.
Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lögreglan hótar tafarlausum aðgerðum gegn mótmælendum Lögreglan í Ottawa í Kanada segja aðgerðir gegn mótmælendum þar í borg yfirvofandi. Mótmælendum hafa nú verið sagt að yfirgefa svæðið ella sæta handtöku. 17. febrúar 2022 23:40 Munu geta fryst bankareikninga mótmælenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur veitt yfirvöldum auknar heimildir til að reyna að bæla niður þau mótmæli gegn bólusetningarskyldu sem staðið hafa í landinu síðustu vikur. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Kanada virkjar ákvæði sérstakra neyðarlaga með þessum hætti. 15. febrúar 2022 07:47 Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Lögreglan hótar tafarlausum aðgerðum gegn mótmælendum Lögreglan í Ottawa í Kanada segja aðgerðir gegn mótmælendum þar í borg yfirvofandi. Mótmælendum hafa nú verið sagt að yfirgefa svæðið ella sæta handtöku. 17. febrúar 2022 23:40
Munu geta fryst bankareikninga mótmælenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur veitt yfirvöldum auknar heimildir til að reyna að bæla niður þau mótmæli gegn bólusetningarskyldu sem staðið hafa í landinu síðustu vikur. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Kanada virkjar ákvæði sérstakra neyðarlaga með þessum hætti. 15. febrúar 2022 07:47
Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02