Valgerður sækist eftir þriðja sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 07:58 Valgerður Sigurðardóttir sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Aðsend Borgarfulltrúinn Valgerður Sigurðardóttir sækist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Prófkjörið fer fram 18. og 19. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valgerði en þar segist hún hafa beitt sér í málum er varði viðhald á skólahúsnæði í eigu borgarinnar, bættu geðheilbrigði borgarbúa og styttri biðlistum fyrir börn á þessu kjörtímabili. Þá hafi hún lagt áherslu á að betur sé hugað að úthverfum borgarinnar sem oft virðist gleymast og hafi orðið fyrir þjónustuskerðingum. Hún segir mikil lífsgæði felast í því að búa í borg og hafa aðgengi að grænum svæðum eins og Reykvíkingar geri. Varðveita þurfi þau svæði og huga vel að þéttingu byggðar og hvort innviðir þoli hana. Lífsgæði mælist ekki, að hennar sögn, í því hversu þétt sé byggt. Hún segist vilja lækka skattaí borginni. Reykjavík sé eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem innheimti hámarksútsvar, eða 14,5 prósent. „Stór fyrirtæki hafa valið að yfirgefa Reykjavík á undanförnum árum og færa starfsemi sína annað. Skattpíningarstefnu vinstriflokkanna verður að linna,“ segir Valgerður í tilkynninguni. Mikilvægt að Reykvíkingar geti keypt eigið húsnæði Hún segir þá að efla þurfi gæði grunnþjónustunnar. Börn eigi til að mynda ekki heima á biðlistum og bið þeirra eftir nauðsynlegri þjónustu sé of löng, sem þurfi að laga strax. Efla þurfi heimaþjónustu fyrir aldraða og þá sem á henni þurfi að halda. Þá þurfi að hlúa betur að barnafjölskyldum og þeim sem komin eru á efri ár. Þá þurfi að efla fjölbreyttar samgöngur fyrir alla. Ekki hafi verið hugað að fjölbreyttum samgöngumátum á liðnum árum og fjölga þurfi valkostum óháð því hvort fólk noti eigin bifreði, almenningssamgöngur, reiðhjól eða annað. „Mikilvægt er að íbúar hafi kost á að eignast eigið húsnæði og að Reykjavíkurborg tryggi nægt framboð lóða. Þannig er slegið á þær miklu hækkanir sem hafa orðið á húsnæðismarkaði vegna þeirrar vöntunar á framboði lóða sem hefur verið varanlegt vandamál í Reykjavík um árabil,“ skrifar hún. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valgerði en þar segist hún hafa beitt sér í málum er varði viðhald á skólahúsnæði í eigu borgarinnar, bættu geðheilbrigði borgarbúa og styttri biðlistum fyrir börn á þessu kjörtímabili. Þá hafi hún lagt áherslu á að betur sé hugað að úthverfum borgarinnar sem oft virðist gleymast og hafi orðið fyrir þjónustuskerðingum. Hún segir mikil lífsgæði felast í því að búa í borg og hafa aðgengi að grænum svæðum eins og Reykvíkingar geri. Varðveita þurfi þau svæði og huga vel að þéttingu byggðar og hvort innviðir þoli hana. Lífsgæði mælist ekki, að hennar sögn, í því hversu þétt sé byggt. Hún segist vilja lækka skattaí borginni. Reykjavík sé eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem innheimti hámarksútsvar, eða 14,5 prósent. „Stór fyrirtæki hafa valið að yfirgefa Reykjavík á undanförnum árum og færa starfsemi sína annað. Skattpíningarstefnu vinstriflokkanna verður að linna,“ segir Valgerður í tilkynninguni. Mikilvægt að Reykvíkingar geti keypt eigið húsnæði Hún segir þá að efla þurfi gæði grunnþjónustunnar. Börn eigi til að mynda ekki heima á biðlistum og bið þeirra eftir nauðsynlegri þjónustu sé of löng, sem þurfi að laga strax. Efla þurfi heimaþjónustu fyrir aldraða og þá sem á henni þurfi að halda. Þá þurfi að hlúa betur að barnafjölskyldum og þeim sem komin eru á efri ár. Þá þurfi að efla fjölbreyttar samgöngur fyrir alla. Ekki hafi verið hugað að fjölbreyttum samgöngumátum á liðnum árum og fjölga þurfi valkostum óháð því hvort fólk noti eigin bifreði, almenningssamgöngur, reiðhjól eða annað. „Mikilvægt er að íbúar hafi kost á að eignast eigið húsnæði og að Reykjavíkurborg tryggi nægt framboð lóða. Þannig er slegið á þær miklu hækkanir sem hafa orðið á húsnæðismarkaði vegna þeirrar vöntunar á framboði lóða sem hefur verið varanlegt vandamál í Reykjavík um árabil,“ skrifar hún.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira