Valgerður sækist eftir þriðja sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 07:58 Valgerður Sigurðardóttir sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Aðsend Borgarfulltrúinn Valgerður Sigurðardóttir sækist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Prófkjörið fer fram 18. og 19. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valgerði en þar segist hún hafa beitt sér í málum er varði viðhald á skólahúsnæði í eigu borgarinnar, bættu geðheilbrigði borgarbúa og styttri biðlistum fyrir börn á þessu kjörtímabili. Þá hafi hún lagt áherslu á að betur sé hugað að úthverfum borgarinnar sem oft virðist gleymast og hafi orðið fyrir þjónustuskerðingum. Hún segir mikil lífsgæði felast í því að búa í borg og hafa aðgengi að grænum svæðum eins og Reykvíkingar geri. Varðveita þurfi þau svæði og huga vel að þéttingu byggðar og hvort innviðir þoli hana. Lífsgæði mælist ekki, að hennar sögn, í því hversu þétt sé byggt. Hún segist vilja lækka skattaí borginni. Reykjavík sé eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem innheimti hámarksútsvar, eða 14,5 prósent. „Stór fyrirtæki hafa valið að yfirgefa Reykjavík á undanförnum árum og færa starfsemi sína annað. Skattpíningarstefnu vinstriflokkanna verður að linna,“ segir Valgerður í tilkynninguni. Mikilvægt að Reykvíkingar geti keypt eigið húsnæði Hún segir þá að efla þurfi gæði grunnþjónustunnar. Börn eigi til að mynda ekki heima á biðlistum og bið þeirra eftir nauðsynlegri þjónustu sé of löng, sem þurfi að laga strax. Efla þurfi heimaþjónustu fyrir aldraða og þá sem á henni þurfi að halda. Þá þurfi að hlúa betur að barnafjölskyldum og þeim sem komin eru á efri ár. Þá þurfi að efla fjölbreyttar samgöngur fyrir alla. Ekki hafi verið hugað að fjölbreyttum samgöngumátum á liðnum árum og fjölga þurfi valkostum óháð því hvort fólk noti eigin bifreði, almenningssamgöngur, reiðhjól eða annað. „Mikilvægt er að íbúar hafi kost á að eignast eigið húsnæði og að Reykjavíkurborg tryggi nægt framboð lóða. Þannig er slegið á þær miklu hækkanir sem hafa orðið á húsnæðismarkaði vegna þeirrar vöntunar á framboði lóða sem hefur verið varanlegt vandamál í Reykjavík um árabil,“ skrifar hún. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valgerði en þar segist hún hafa beitt sér í málum er varði viðhald á skólahúsnæði í eigu borgarinnar, bættu geðheilbrigði borgarbúa og styttri biðlistum fyrir börn á þessu kjörtímabili. Þá hafi hún lagt áherslu á að betur sé hugað að úthverfum borgarinnar sem oft virðist gleymast og hafi orðið fyrir þjónustuskerðingum. Hún segir mikil lífsgæði felast í því að búa í borg og hafa aðgengi að grænum svæðum eins og Reykvíkingar geri. Varðveita þurfi þau svæði og huga vel að þéttingu byggðar og hvort innviðir þoli hana. Lífsgæði mælist ekki, að hennar sögn, í því hversu þétt sé byggt. Hún segist vilja lækka skattaí borginni. Reykjavík sé eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem innheimti hámarksútsvar, eða 14,5 prósent. „Stór fyrirtæki hafa valið að yfirgefa Reykjavík á undanförnum árum og færa starfsemi sína annað. Skattpíningarstefnu vinstriflokkanna verður að linna,“ segir Valgerður í tilkynninguni. Mikilvægt að Reykvíkingar geti keypt eigið húsnæði Hún segir þá að efla þurfi gæði grunnþjónustunnar. Börn eigi til að mynda ekki heima á biðlistum og bið þeirra eftir nauðsynlegri þjónustu sé of löng, sem þurfi að laga strax. Efla þurfi heimaþjónustu fyrir aldraða og þá sem á henni þurfi að halda. Þá þurfi að hlúa betur að barnafjölskyldum og þeim sem komin eru á efri ár. Þá þurfi að efla fjölbreyttar samgöngur fyrir alla. Ekki hafi verið hugað að fjölbreyttum samgöngumátum á liðnum árum og fjölga þurfi valkostum óháð því hvort fólk noti eigin bifreði, almenningssamgöngur, reiðhjól eða annað. „Mikilvægt er að íbúar hafi kost á að eignast eigið húsnæði og að Reykjavíkurborg tryggi nægt framboð lóða. Þannig er slegið á þær miklu hækkanir sem hafa orðið á húsnæðismarkaði vegna þeirrar vöntunar á framboði lóða sem hefur verið varanlegt vandamál í Reykjavík um árabil,“ skrifar hún.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira