Leiðtogar aðskilnaðarsinna skipa borgurum að flýja til Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2022 15:35 Frá Donetsk í Úkraínu. Verið er að flytja íbúa til Rússlands. AP/Alexei Alexandrov Denisi Pushilin, leiðtogi aðskilnaðarsinna Donetsk í austurhluta Úkraínu, tilkynnti í dag að almennir borgarar héraðsins yrðu fluttir til Rússlands. Leiðtogar Lunhansk, hins héraðsins þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum stjórna, hafa einnig tilkynnt að flytja eigi íbúa á brott. Í ávarpi sagði Pushilin að yfirvöld í Rússlandi hefðu samþykkt að taka á móti borgurunum. Hann sagði að konur, börn og eldri borgarar yrðu að fara á brott og samkvæmt samkomulagi við ráðamenn í Rússlandi væru híbýli fyrir fólkið tilbúin í Rostov-héraði í Rússlandi, samkvæmt frétt Washington Post. Samkvæmt fréttaveitunni RIA Nostovi hefur Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skipað ríkisstjórn sinni að tryggja fólkinu skjól og að hverjum flóttamanni verði veittar tíu þúsund rúblur. Íbúar á svæðinu hafa fengið SMS um að þeir eigi að flýja og eiga rútur að flytja fólk til Rússlands. Langar biðraðir hafa myndast við bensínstöðvar á svæðinu og sömuleiðis við landamærastöðvar á landamærum Rússlands. #Ukraine : traffic at a border crossing between the #DNR and #Russia as civilians are not waiting for the buses to be evacuated. Thousands are leaving at their own initiative. pic.twitter.com/1iVO8znlih— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 18, 2022 Sírenur hafa hljómað í Donetsk í dag en aðskilnaðarsinnarnir segjast bæði hafa komið í veg fyrir árás úkraínska hersins á efnaverksmiðju og að von sé á stórsókn hersins. Úkraínumenn og blaðamenn í Úkraínu segja engin ummerki um sókn hersins og yfirlýsingum um meinta árás hefur verið mætt af mikilli tortryggni. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag út yfirlýsingu um að Úkraínumenn hefðu hvort reynt að gera árás á Úkraínu né ætli sér að ráðast gegn aðskilnaðarsinnum. We categorically refute Russian disinformation reports on Ukraine’s alleged offensive operations or acts of sabotage in chemical production facilities. Ukraine does not conduct or plan any such actions in the Donbas. We are fully committed to diplomatic conflict resolution only.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) February 18, 2022 Rússar hafa á undanförnum vikum komið á annað hundrað þúsund hermönnum fyrir við landamæri Úkraínu. Óttast er að Rússar ætli sér að gera aðra innrás í landið og hafa vestrænir ráðamenn sagt að mögulega reyni Rússar að skapa átyllu til innrásar. Það gæti meðal annars verið með því að falsa árás Úkraínuhers á aðskilnaðarsinna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að Rússar virtust vera að undirbúa innrás og að þrátt fyrir yfirlýsingar um fækkun hermanna færi þeim fjölgandi. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sló á svipaða strengi og benti til að mynda á að rússneski herinn væri að safna blóði. Sjá einnig: Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga af landinu. Þá hafa þeir einnig staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum sem lögðu undir sig stór svæði í Úkraínu sama ár. Það hafa þeir gert með því að útvega aðskilnaðarsinnum vopn og rússneskir hermenn hafa sömuleiðis barist með þeim. Yfirvöld í Kænugarði segja um fimmtán þúsund manns hafa fallið í átökunum. Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað ríkisstjórn Úkraínu um þjóðarmorð gegn aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins og varað við því að herinn ætli sér að ráðast gegn aðskilnaðarsinnunum. Úkraína Rússland Hernaður NATO Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar gagnrýna stuðningsyfirlýsingu Guðna forseta Rússneska sendiráðið á Íslandi segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með stuðningsyfirlýsingu forseta Íslands. Forseti lýsti yfir stuðningi við Úkraínu í gær og bað Rússa um að draga úr viðbúnaði við landamæri landsins. 17. febrúar 2022 18:06 Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05 Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Í ávarpi sagði Pushilin að yfirvöld í Rússlandi hefðu samþykkt að taka á móti borgurunum. Hann sagði að konur, börn og eldri borgarar yrðu að fara á brott og samkvæmt samkomulagi við ráðamenn í Rússlandi væru híbýli fyrir fólkið tilbúin í Rostov-héraði í Rússlandi, samkvæmt frétt Washington Post. Samkvæmt fréttaveitunni RIA Nostovi hefur Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skipað ríkisstjórn sinni að tryggja fólkinu skjól og að hverjum flóttamanni verði veittar tíu þúsund rúblur. Íbúar á svæðinu hafa fengið SMS um að þeir eigi að flýja og eiga rútur að flytja fólk til Rússlands. Langar biðraðir hafa myndast við bensínstöðvar á svæðinu og sömuleiðis við landamærastöðvar á landamærum Rússlands. #Ukraine : traffic at a border crossing between the #DNR and #Russia as civilians are not waiting for the buses to be evacuated. Thousands are leaving at their own initiative. pic.twitter.com/1iVO8znlih— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 18, 2022 Sírenur hafa hljómað í Donetsk í dag en aðskilnaðarsinnarnir segjast bæði hafa komið í veg fyrir árás úkraínska hersins á efnaverksmiðju og að von sé á stórsókn hersins. Úkraínumenn og blaðamenn í Úkraínu segja engin ummerki um sókn hersins og yfirlýsingum um meinta árás hefur verið mætt af mikilli tortryggni. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag út yfirlýsingu um að Úkraínumenn hefðu hvort reynt að gera árás á Úkraínu né ætli sér að ráðast gegn aðskilnaðarsinnum. We categorically refute Russian disinformation reports on Ukraine’s alleged offensive operations or acts of sabotage in chemical production facilities. Ukraine does not conduct or plan any such actions in the Donbas. We are fully committed to diplomatic conflict resolution only.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) February 18, 2022 Rússar hafa á undanförnum vikum komið á annað hundrað þúsund hermönnum fyrir við landamæri Úkraínu. Óttast er að Rússar ætli sér að gera aðra innrás í landið og hafa vestrænir ráðamenn sagt að mögulega reyni Rússar að skapa átyllu til innrásar. Það gæti meðal annars verið með því að falsa árás Úkraínuhers á aðskilnaðarsinna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að Rússar virtust vera að undirbúa innrás og að þrátt fyrir yfirlýsingar um fækkun hermanna færi þeim fjölgandi. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sló á svipaða strengi og benti til að mynda á að rússneski herinn væri að safna blóði. Sjá einnig: Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga af landinu. Þá hafa þeir einnig staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum sem lögðu undir sig stór svæði í Úkraínu sama ár. Það hafa þeir gert með því að útvega aðskilnaðarsinnum vopn og rússneskir hermenn hafa sömuleiðis barist með þeim. Yfirvöld í Kænugarði segja um fimmtán þúsund manns hafa fallið í átökunum. Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað ríkisstjórn Úkraínu um þjóðarmorð gegn aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins og varað við því að herinn ætli sér að ráðast gegn aðskilnaðarsinnunum.
Úkraína Rússland Hernaður NATO Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar gagnrýna stuðningsyfirlýsingu Guðna forseta Rússneska sendiráðið á Íslandi segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með stuðningsyfirlýsingu forseta Íslands. Forseti lýsti yfir stuðningi við Úkraínu í gær og bað Rússa um að draga úr viðbúnaði við landamæri landsins. 17. febrúar 2022 18:06 Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05 Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Rússar gagnrýna stuðningsyfirlýsingu Guðna forseta Rússneska sendiráðið á Íslandi segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með stuðningsyfirlýsingu forseta Íslands. Forseti lýsti yfir stuðningi við Úkraínu í gær og bað Rússa um að draga úr viðbúnaði við landamæri landsins. 17. febrúar 2022 18:06
Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05
Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59