Sport

Nígerískur spretthlaupari dæmdur í tíu ára bann fyrir lyfjamisnotkun

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Blessing Okagbare hefur verið dæmd í tíu ára keppnisbann fyrir lyfjamisnotkun.
Blessing Okagbare hefur verið dæmd í tíu ára keppnisbann fyrir lyfjamisnotkun. Patrick Smith/Getty Images

Nígeríska spretthlaupakonan Blessing Okagbare hefur verið dæmd í tíu ára keppnisbann fyrir lyfjamisnotkun.

Í yfirlýsingu frá AIU (Athletics Integrity Unit) kemur fram að þessi 33 ára spretthlaupari fái fimm ára bann fyrir notkun á ólöglegum lyfjum og annað fimm ára bann fyrir að sýna ekki samstarfsvilja með rannsókninni.

Okagbare var dæmd úr leik á Ólympíuleikunum í Tókýó á seinasta ári eftir að hún féll á lyfjaprófi, en yfirmaður AIU segir að bannið séu sterk skilaboð til þeirra sem reyna að svindla.

Okagbare vann til silfurverðlauna í langstökki á Ólympíuleikunum 2008 og hefur einnig unnið til gullverðlauna á heimsmeistaramótum í 200 metra spretthlaupi og langstökki.

Þá var hún talin sigurstrangleg í 100 metra spretthlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó á seinasta ári og vann undanriðilinn sinn þegar hún kom í mark á 11.05 sekúndum. Hún var hins vegar dæmd úr leik áður en hún gat tekið þátt í undanúrslitunum eftir að hún féll á lyfjaprófi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×