Innlent

Yfirheyrslu Aðalsteins frestað

Samúel Karl Ólason skrifar
Aðalsteinn Kjartanssson er hér til hægri en vinstra megin á myndinni er Helgi Seljan.
Aðalsteinn Kjartanssson er hér til hægri en vinstra megin á myndinni er Helgi Seljan. Vísir/Sigurjón

Yfirheyrslu yfir Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar, hefur verið frestað. Hann er einn þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt stöðu sakbornings í tengslum við rannsókn sem snýr að umfjöllun þeirra um um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja.

Yfirheyrslan átti að fara fram í dag en Aðalsteinn sagði frá því á samfélagsmiðlum að henni hefði verið frestað á meðan kæra frá honum um lögmæti aðgerða lögreglustjórans fer fyrir héraðsdóm.

Lögmaður Aðalsteins afhenti Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru í gær þar sem farið var fram á að skorið væri úr því hvort aðgerðirnar væru lögmætar.

Sjá einnig: Óskar eftir úr­skurði um lög­mæti að­gerða lög­reglu­stjóra

Í samtali við fréttastofu segir Aðalsteinn að honum skiljist að kæra hans verði tekin til meðferða á næsta miðvikudag. Úrskurður um lögmæti aðgerða komi í framhaldi af því.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×