Íslenski boltinn

Stelpurnar í Þrótti fengu gjöf frá CrossFit-stjörnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stelpurnar í Þrótti fengu heyrnartól frá Elko og CrossFit-sthörnunum Anníe Mis og Katrínu Tönju.
Stelpurnar í Þrótti fengu heyrnartól frá Elko og CrossFit-sthörnunum Anníe Mis og Katrínu Tönju. Twitter/Nik Chamberlain

Fyrir tíu dögum varð Þróttur R. Reykjavíkurmeistari kvenna í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það sem vakti kannski mesta athygli við sigurinn var þó að enginn var mættur til að veita stelpunum verðlaun, en CrossFit-stjörnurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir færðu stelpunum gjöf í gær.

Katrín og Anníe eru tvær stærstu CrossFit-stjörnur Íslands og saman eiga þær fyrirtækið DOTTIR Audio sem framleiðir sérhæfð heyrnartól. Þegar þær stöllur heyrðu af mistökum KRR (Knattspyrnuráð Reykjavíkur) ákváðu þær í samstarfi við Elko að færa stelpunum í Þrótti heyrnartól að gjöf.

Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, birti færslu á Twitter-síðu sinni þar sem hann þakkar CrossFit-stjörnunum og Elko kærlega fyrir gjöfina.

Atvikið eftir að Þróttur tryggði sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í fyrsta skipti vakti hörð viðbrögð. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í kvennafótboltanum á Íslandi seinustu ár, sem og um heim allan, og þótti fólki þetta því sérstaklega mikil vanvirðing.

KRR sendi svo frá sér yfirlýsingu fljótlega eftir atvikið þar sem beðist var afsökunar. Knattspyrnuráðið segir að þau mistök að Þróttarar skyldu ekki fá verðlaunagrip til að fagna með eftir sigurinn hafi verið tilkomin vegna þess að leikjadagskrá hafi riðlast vegna veðurs og Covid-19.


Tengdar fréttir

KRR viðurkennir mistök og biður Þróttara afsökunar

Forráðamenn Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, KRR, hafa sent frá sér yfirlýsingu og viðurkennt að mistök voru gerð þegar Þrótturum voru ekki afhent verðlaun í gærkvöld eftir að hafa orðið Reykjavíkurmeistarar kvenna í fótbolta.

KRR viðurkennir mistök og biður Þróttara afsökunar

Forráðamenn Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, KRR, hafa sent frá sér yfirlýsingu og viðurkennt að mistök voru gerð þegar Þrótturum voru ekki afhent verðlaun í gærkvöld eftir að hafa orðið Reykjavíkurmeistarar kvenna í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×