Wilshere ekki launahæstur hjá AGF Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2022 15:01 Jack Wilshere í búningi AGF. agf Þrátt fyrir að vera langfrægasti leikmaður AGF er Jack Wilshere ekki launahæsti leikmaður félagsins. Margir ráku upp stór augu þegar Wilshere samdi við AGF til loka tímabilsins í gær. Hann spilaði síðast með Bournemouth á síðasta tímabili. Wilshere þótti einn efnilegasti leikmaður heims, lék tæplega tvö hundruð leiki fyrir Arsenal og 34 leiki fyrir enska landsliðið. Sá síðasti kom gegn Íslandi á EM 2016. Meiðsli hafa gert Wilshere lífið leitt og hann hefur lítið spilað undanfarin ár. En hann ætlar nú að reyna að koma ferlinum af stað í Árósum. Undanfarna mánuði hefur Wilshere æft með Arsenal. Let's go https://t.co/rxjfW0HsIl— Jack Wilshere (@JackWilshere) February 20, 2022 Þótt Wilshere sé stærsta nafnið í leikmannahópi AGF og líklega í dönsku úrvalsdeildinni allri er hann ekki launahæsti leikmaður félagsins samkvæmt heimildum The Sun. Talið er að hann fái fimm þúsund pun í vikulaun auk bónusa. Varnarmaðurinn Frederik Tinganger ku vera launahæsti leikmaður AGF með 6.700 pund í vikulaun. Wilshere hlakkar til að snúa aftur á völlinn. Hann lék síðast með Bournemouth gegn Brentford í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni 17. maí á síðasta ári. „Aðalatriðið fyrir mig í dag er að njóta þess að spila fótbolta. Mér finnst þetta fullkomið tækifæri,“ sagði hinn þrítugi Wilshere. „Ég vissi ekki mikið um dönsku deildina, til að vera alveg heiðarlegur. Ég hef kynnt mér danska boltann síðustu daga til að átta mig á gæðunum hér. Ég hlakka til að takast á við danska boltann og sanna mig fyrir öllum í Danmörku.“ Hjá AGF hittir Wilshere fyrir íslensku landsliðsmennina Mikael Neville Anderson og Jón Dag Þorsteinsson. Sá síðarnefndi skoraði eitt mark þegar AGF vann SönderjyskE, 2-3, í dönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. AGF er í 7. sæti dönsku deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Vejle á föstudaginn. Danski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Margir ráku upp stór augu þegar Wilshere samdi við AGF til loka tímabilsins í gær. Hann spilaði síðast með Bournemouth á síðasta tímabili. Wilshere þótti einn efnilegasti leikmaður heims, lék tæplega tvö hundruð leiki fyrir Arsenal og 34 leiki fyrir enska landsliðið. Sá síðasti kom gegn Íslandi á EM 2016. Meiðsli hafa gert Wilshere lífið leitt og hann hefur lítið spilað undanfarin ár. En hann ætlar nú að reyna að koma ferlinum af stað í Árósum. Undanfarna mánuði hefur Wilshere æft með Arsenal. Let's go https://t.co/rxjfW0HsIl— Jack Wilshere (@JackWilshere) February 20, 2022 Þótt Wilshere sé stærsta nafnið í leikmannahópi AGF og líklega í dönsku úrvalsdeildinni allri er hann ekki launahæsti leikmaður félagsins samkvæmt heimildum The Sun. Talið er að hann fái fimm þúsund pun í vikulaun auk bónusa. Varnarmaðurinn Frederik Tinganger ku vera launahæsti leikmaður AGF með 6.700 pund í vikulaun. Wilshere hlakkar til að snúa aftur á völlinn. Hann lék síðast með Bournemouth gegn Brentford í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni 17. maí á síðasta ári. „Aðalatriðið fyrir mig í dag er að njóta þess að spila fótbolta. Mér finnst þetta fullkomið tækifæri,“ sagði hinn þrítugi Wilshere. „Ég vissi ekki mikið um dönsku deildina, til að vera alveg heiðarlegur. Ég hef kynnt mér danska boltann síðustu daga til að átta mig á gæðunum hér. Ég hlakka til að takast á við danska boltann og sanna mig fyrir öllum í Danmörku.“ Hjá AGF hittir Wilshere fyrir íslensku landsliðsmennina Mikael Neville Anderson og Jón Dag Þorsteinsson. Sá síðarnefndi skoraði eitt mark þegar AGF vann SönderjyskE, 2-3, í dönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. AGF er í 7. sæti dönsku deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Vejle á föstudaginn.
Danski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn