Það borgar sig að fjárfesta í knattspyrnukonum Ingunn Haraldsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 17:00 Lið Barcelona sem varð atvinnumannalið árið 2015, er nú orðið stórveldi og óhætt að kalla það eitt besta lið í heimi um þessar mundir. Svipaða sögu er hægt að segja af öðrum liðum víða um Evrópu, þar sem fjárfesting í kvennaliðum félaganna hefur skilað sér margfalt til baka. Áhorfendatölur rjúka upp og loksins geta ungar knattspyrnukonur fundið sér kvenkyns fyrirmyndir og elt drauma sem áður voru ekki til staðar. Við búum svo vel að eiga landslið í hæsta gæðaflokki, og höfum átt í mörg ár. Liðið fer nú á sitt fjórða Evrópumót í röð næsta sumar og situr í 16. sæti heimslistans. Margar þeirra spila í bestu deildum í heimi, á móti og með bestu leikmönnum í heimi. Nú í haust komst íslenskt lið í 16-liða riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, sem er stórmerkilegur árangur og sýnir styrk íslenska boltans. Þrátt fyrir þennan árangur hallar enn á konur í knattspyrnunni og enn er til staðar ójöfnuður sem aftrar frekari framþróun íþróttarinnar hér á landi. Knattspyrnan og menningin í kringum hana hefur alltaf verið karllæg. Í dag er engin kona aðalþjálfari í efstu deild kvenna. Jafnframt eru konur í miklum minnihluta í stjórnunarstörfum félaganna, sem er mikil skekkja í ljósi þess að þriðjungur iðkenda er kvenkyns. Frá fyrsta formlega knattspyrnuleik kvenna sem leikinn var á Íslandi árið 1970, hafa konur þurft að berjast með kjafti og klóm fyrir tilverurétti sínum innan hreyfingarinnar. Yfir fimmtíu ár eru liðin og margt vatn hefur sem betur fer runnið til sjávar. Starfandi landslið kvenna og heimild til að nota eins takkaskó og karlarnir, sem voru baráttumál fyrir 30 árum síðan, eru sem betur fer sjálfsagðir hlutir í dag. Þó er sorglega margt sameiginlegt með baráttunni þá og nú. Leikmenn í efstu deild kvenna hafa sem dæmi þurft að sætta sig við sömu dómara og næst efsta deild karla, þar sem greiðsla fyrir dómgæslu í efstu deild karla er tvöfalt hærri en í efstu deild kvenna (skv. tölum 2021). Mörg kvennalið kljást við aðstöðuleysi, fá ekki sama aðgang að völlum og klefum og karlaliðin og fá jafnvel ekki sama búnað og æfingafatnað. Fjármagn sem berst félögunum er oft gífurlega misskipt milli kynjanna. Því miður skilar þetta misrétti sér niður í yngri flokka og bitnar á okkar ungu knattspyrnukonum, framtíðinni. Alltof snemma fá þær skilaboð um að þeirra vinna og árangur sé minna virði. Sýnileiki knattspyrnukvenna hefur aukist gríðarlega síðustu ár og nú er sífellt algengara að sjá fótboltatreyjur merktar kvenkyns fyrirmyndum hlaupandi um sparkvelli landsins. Fjölmiðlaumfjöllun hefur stóraukist, sem er frábær þróun en nú þarf að láta kné fylgja kviði. Innan knattspyrnuhreyfingarinnar er heilmargt fólk tilbúið til að taka þátt í jafnréttisbaráttu en svo virðist sem þörf sé á utanaðkomandi stuðningi til að sú umræða fái hljómgrunn innan félaganna. Nú megum við ekki staðna og láta þennan mikla meðbyr sem knattspyrnukonur hafa framhjá okkur fara, heldur stökkva um borð og taka þátt í þeirri byltingu sem á sér stað erlendis. Ekki aðeins er það mikilvægt til að eiga áfram landslið í fremstu röð, heldur einnig fyrst og fremst til að gefa stúlkum og drengjum jöfn tækifæri frá upphafi, til að upplifa allt það sem knattspyrnan hefur upp á að bjóða. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa það að markmiði að auka samstöðu og vera sameiningarafl í jafnréttisbaráttu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Samtökin voru stofnuð 1990 en hafa ekki verið starfræk síðustu ár. Þau verða formlega endurvakin í Iðnó þann 25. febrúar 2022. Öll sem vilja taka þátt í jafnréttisbaráttu knattspyrnukvenna eru hvött til að mæta og vera hluti af þessum tímamótum í íslenskri knattspyrnu. Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook hópnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna. Höfundur er knattspyrnukona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna KSÍ Jafnréttismál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lið Barcelona sem varð atvinnumannalið árið 2015, er nú orðið stórveldi og óhætt að kalla það eitt besta lið í heimi um þessar mundir. Svipaða sögu er hægt að segja af öðrum liðum víða um Evrópu, þar sem fjárfesting í kvennaliðum félaganna hefur skilað sér margfalt til baka. Áhorfendatölur rjúka upp og loksins geta ungar knattspyrnukonur fundið sér kvenkyns fyrirmyndir og elt drauma sem áður voru ekki til staðar. Við búum svo vel að eiga landslið í hæsta gæðaflokki, og höfum átt í mörg ár. Liðið fer nú á sitt fjórða Evrópumót í röð næsta sumar og situr í 16. sæti heimslistans. Margar þeirra spila í bestu deildum í heimi, á móti og með bestu leikmönnum í heimi. Nú í haust komst íslenskt lið í 16-liða riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, sem er stórmerkilegur árangur og sýnir styrk íslenska boltans. Þrátt fyrir þennan árangur hallar enn á konur í knattspyrnunni og enn er til staðar ójöfnuður sem aftrar frekari framþróun íþróttarinnar hér á landi. Knattspyrnan og menningin í kringum hana hefur alltaf verið karllæg. Í dag er engin kona aðalþjálfari í efstu deild kvenna. Jafnframt eru konur í miklum minnihluta í stjórnunarstörfum félaganna, sem er mikil skekkja í ljósi þess að þriðjungur iðkenda er kvenkyns. Frá fyrsta formlega knattspyrnuleik kvenna sem leikinn var á Íslandi árið 1970, hafa konur þurft að berjast með kjafti og klóm fyrir tilverurétti sínum innan hreyfingarinnar. Yfir fimmtíu ár eru liðin og margt vatn hefur sem betur fer runnið til sjávar. Starfandi landslið kvenna og heimild til að nota eins takkaskó og karlarnir, sem voru baráttumál fyrir 30 árum síðan, eru sem betur fer sjálfsagðir hlutir í dag. Þó er sorglega margt sameiginlegt með baráttunni þá og nú. Leikmenn í efstu deild kvenna hafa sem dæmi þurft að sætta sig við sömu dómara og næst efsta deild karla, þar sem greiðsla fyrir dómgæslu í efstu deild karla er tvöfalt hærri en í efstu deild kvenna (skv. tölum 2021). Mörg kvennalið kljást við aðstöðuleysi, fá ekki sama aðgang að völlum og klefum og karlaliðin og fá jafnvel ekki sama búnað og æfingafatnað. Fjármagn sem berst félögunum er oft gífurlega misskipt milli kynjanna. Því miður skilar þetta misrétti sér niður í yngri flokka og bitnar á okkar ungu knattspyrnukonum, framtíðinni. Alltof snemma fá þær skilaboð um að þeirra vinna og árangur sé minna virði. Sýnileiki knattspyrnukvenna hefur aukist gríðarlega síðustu ár og nú er sífellt algengara að sjá fótboltatreyjur merktar kvenkyns fyrirmyndum hlaupandi um sparkvelli landsins. Fjölmiðlaumfjöllun hefur stóraukist, sem er frábær þróun en nú þarf að láta kné fylgja kviði. Innan knattspyrnuhreyfingarinnar er heilmargt fólk tilbúið til að taka þátt í jafnréttisbaráttu en svo virðist sem þörf sé á utanaðkomandi stuðningi til að sú umræða fái hljómgrunn innan félaganna. Nú megum við ekki staðna og láta þennan mikla meðbyr sem knattspyrnukonur hafa framhjá okkur fara, heldur stökkva um borð og taka þátt í þeirri byltingu sem á sér stað erlendis. Ekki aðeins er það mikilvægt til að eiga áfram landslið í fremstu röð, heldur einnig fyrst og fremst til að gefa stúlkum og drengjum jöfn tækifæri frá upphafi, til að upplifa allt það sem knattspyrnan hefur upp á að bjóða. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa það að markmiði að auka samstöðu og vera sameiningarafl í jafnréttisbaráttu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Samtökin voru stofnuð 1990 en hafa ekki verið starfræk síðustu ár. Þau verða formlega endurvakin í Iðnó þann 25. febrúar 2022. Öll sem vilja taka þátt í jafnréttisbaráttu knattspyrnukvenna eru hvött til að mæta og vera hluti af þessum tímamótum í íslenskri knattspyrnu. Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook hópnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna. Höfundur er knattspyrnukona.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun