Forsætisráðherra brugðið yfir að blaðamennirnir hafi verið kallaðir til yfirheyrslu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 17:34 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segist hafa verið brugðið yfir fréttum af því að fjórir blaðamenn hefðu verið kallaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu með réttarstöðu sakborninga í tengslum við umfjallanir þeirra um Samherja. Hún treysti því að lögregla fari ekki af stað með slíka rannsókn nema ríkt tilefni sé til. Málið var til umræðu á Alþingi í dag þar sem Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, lýsti áhyggjum af því hvaða áhrif rannsóknin á hendur blaðamönnunum fjórum kunni að hafa á lýðræðið. „Nú virðist sem svo að lögreglustjóri umdæmisins þar sem Samherji á höfuðstöðvar hafi tekið það upp hjá sjálfri sér að beita fráleitri lagatúlkun á ákvæði hegningarlaga, sem breytt var til að vernda kynferðislega friðhelgi, til að skilgreina blaðamenn sem sakborninga í máli sem varðar meint brot á friðhelgi einkalífs,“ sagði Halldóra. „Höfum í huga að þetta eru blaðamenn sem upplýstu um óvægnar og ósvífnar aðferðir Samherja við að njósna, sitja um og þagga niður í blaðamönnum við vinnu sína við Samherjamálið. Þetta eru blaðamennirnir sem upplýstu okkur um að Samherji væri að leggja á ráðin um að koma í veg fyrir að lykilvitni gæti komið fyrir dóm í Namibíu.“ Hún spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í framhaldinu hvaða augum hún líti á það að lögregla ákveði að yfirheyra blaðamenn vegna umfjöllunar þeirra um einn stærsta aðila í íslenskum sjávarútvegi, „þann sama og sætir rannsókn vegna alvarlegrar spillingar og mútubrota, bæði hér á landi og erlendis.“. Katrín sagði lögreglu litlar upplýsingar hafa gefið um rannsóknina og því sé erfitt fyrir hana sem ráðherra að tjá sig sérstaklega um hana. „Ég vil þó segja að mér var auðvitað brugðið yfir fréttum af því að fjórir blaðamenn hefðu verið kallaðir til yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga í tengslum við fréttaflutning sem þau stóðu fyrir. Við treystum því að sjálfsögðu að lögreglan sé meðvituð um mikilvægi fjölmiðla sem ég hef hér rætt og hv. þingmaður hefur rætt og að málefni stórfyrirtækja sem eru til rannsóknar og framgöngu þeirra í tengslum við hana eru mál sem eiga brýnt erindi við almenning,“ svaraði Katrín. Þá treysti hún því að lögregla sé mjög meðvituð um að allar rannsóknaraðgerðir gegn fjölmiðlum geti haft fælingaráhrif og því eigi ekki að fara af stað nema ríkt tilefni sé til og meðalhófs gætt. Halldóra spurði einnig út í viðbrögð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra en hann birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann spurði hvort blaðamenn væru yfir það hafnir að svara spurningum lögreglu. Katrín svaraði því ekki öðruvísi en að treysta þurfi réttarkerfinu. „Við verðum að treysta því að réttarkerfið og lögreglan starfi samkvæmt þeim lögum og reglum sem hafa verið sett. Þar eru ákveðin og skýr sjónarmið sem hafa verið fest í lög, eins og um vernd heimildarmanna. Það þekki ég mætavel og ég treysti því að þau mál fari eftir lögum og reglum.“ Alþingi Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Málið var til umræðu á Alþingi í dag þar sem Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, lýsti áhyggjum af því hvaða áhrif rannsóknin á hendur blaðamönnunum fjórum kunni að hafa á lýðræðið. „Nú virðist sem svo að lögreglustjóri umdæmisins þar sem Samherji á höfuðstöðvar hafi tekið það upp hjá sjálfri sér að beita fráleitri lagatúlkun á ákvæði hegningarlaga, sem breytt var til að vernda kynferðislega friðhelgi, til að skilgreina blaðamenn sem sakborninga í máli sem varðar meint brot á friðhelgi einkalífs,“ sagði Halldóra. „Höfum í huga að þetta eru blaðamenn sem upplýstu um óvægnar og ósvífnar aðferðir Samherja við að njósna, sitja um og þagga niður í blaðamönnum við vinnu sína við Samherjamálið. Þetta eru blaðamennirnir sem upplýstu okkur um að Samherji væri að leggja á ráðin um að koma í veg fyrir að lykilvitni gæti komið fyrir dóm í Namibíu.“ Hún spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í framhaldinu hvaða augum hún líti á það að lögregla ákveði að yfirheyra blaðamenn vegna umfjöllunar þeirra um einn stærsta aðila í íslenskum sjávarútvegi, „þann sama og sætir rannsókn vegna alvarlegrar spillingar og mútubrota, bæði hér á landi og erlendis.“. Katrín sagði lögreglu litlar upplýsingar hafa gefið um rannsóknina og því sé erfitt fyrir hana sem ráðherra að tjá sig sérstaklega um hana. „Ég vil þó segja að mér var auðvitað brugðið yfir fréttum af því að fjórir blaðamenn hefðu verið kallaðir til yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga í tengslum við fréttaflutning sem þau stóðu fyrir. Við treystum því að sjálfsögðu að lögreglan sé meðvituð um mikilvægi fjölmiðla sem ég hef hér rætt og hv. þingmaður hefur rætt og að málefni stórfyrirtækja sem eru til rannsóknar og framgöngu þeirra í tengslum við hana eru mál sem eiga brýnt erindi við almenning,“ svaraði Katrín. Þá treysti hún því að lögregla sé mjög meðvituð um að allar rannsóknaraðgerðir gegn fjölmiðlum geti haft fælingaráhrif og því eigi ekki að fara af stað nema ríkt tilefni sé til og meðalhófs gætt. Halldóra spurði einnig út í viðbrögð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra en hann birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann spurði hvort blaðamenn væru yfir það hafnir að svara spurningum lögreglu. Katrín svaraði því ekki öðruvísi en að treysta þurfi réttarkerfinu. „Við verðum að treysta því að réttarkerfið og lögreglan starfi samkvæmt þeim lögum og reglum sem hafa verið sett. Þar eru ákveðin og skýr sjónarmið sem hafa verið fest í lög, eins og um vernd heimildarmanna. Það þekki ég mætavel og ég treysti því að þau mál fari eftir lögum og reglum.“
Alþingi Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira