Blöskrar að fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi á samfélagsmiðlum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 21:23 Alma Björk Ástþórsdóttir. Vísir/Einar Baráttukonu fyrir réttindum barna í skólakerfinu blöskrar umræða um mál fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla sem lenti í átökum við kennara. Fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi gegn börnum á samfélagsmiðlum en líti fram hjá hinu raunverulega vandamáli: kerfi sem bregðist börnum í vanda. Foreldrar stúlkunnar röktu sína hlið málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Kennara við Dalvíkurskóla var sagt upp störfum í fyrra eftir að hafa löðrungað dóttur þeirra en var í síðustu viku dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti kinnhestinn í heildarsamhengi, þar sem stúlkan hefði slegið kennarann á undan. Foreldrarnir gagnrýndu sérstaklega óvægna umræðu sem dóttir þeirra hefði þurft að þola á samfélagsmiðlum - og undir þetta tekur Alma Björk Ástþórsdóttir, stofnandi hópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu. „Þarna er bara verið að leggja lítið barn í einelti, hún er þrettán ára þegar þetta gerist skilst mér og fjórtán ára í dag. Mynduð þið segja þetta fyrir framan fjórtán ára gamla stelpu í dag, sem er þegar í mikilli vanlíðan?“ Alltaf eitthvað undirliggjandi Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá nokkur af ummælunum sem fallið hafa við fréttir af málinu á samfélagsmiðlum. Þar er fólki tíðrætt um meint virðingarleysi af hálfu unglinga í garð til dæmis kennara og því jafnvel fagnað að kennarinn hafi slegið á móti. „Manni blöskrar að fólk geti með einhverjum hætti réttlætt ofbeldi gegn barni, því að það að slá er ekkert annað en ofbeldi“ Hún segir að svo virðist sem fólk eigi oft auðveldara með að sætta sig við ofbeldi gegn börnum í þessu samhengi en ef fullorðnir ættu í hlut. Þá gleymist oft að taka það með í reikninginn að börn sem láta illa í skóla hafi fallið milli skips og bryggju í því sem hún kallar gallað kerfi. „Við verðum líka að muna það að þegar barn sýnir óæskilega hegðun, þá er alltaf einhver undirliggjandi þáttur.“ Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Foreldrar stúlkunnar röktu sína hlið málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Kennara við Dalvíkurskóla var sagt upp störfum í fyrra eftir að hafa löðrungað dóttur þeirra en var í síðustu viku dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti kinnhestinn í heildarsamhengi, þar sem stúlkan hefði slegið kennarann á undan. Foreldrarnir gagnrýndu sérstaklega óvægna umræðu sem dóttir þeirra hefði þurft að þola á samfélagsmiðlum - og undir þetta tekur Alma Björk Ástþórsdóttir, stofnandi hópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu. „Þarna er bara verið að leggja lítið barn í einelti, hún er þrettán ára þegar þetta gerist skilst mér og fjórtán ára í dag. Mynduð þið segja þetta fyrir framan fjórtán ára gamla stelpu í dag, sem er þegar í mikilli vanlíðan?“ Alltaf eitthvað undirliggjandi Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá nokkur af ummælunum sem fallið hafa við fréttir af málinu á samfélagsmiðlum. Þar er fólki tíðrætt um meint virðingarleysi af hálfu unglinga í garð til dæmis kennara og því jafnvel fagnað að kennarinn hafi slegið á móti. „Manni blöskrar að fólk geti með einhverjum hætti réttlætt ofbeldi gegn barni, því að það að slá er ekkert annað en ofbeldi“ Hún segir að svo virðist sem fólk eigi oft auðveldara með að sætta sig við ofbeldi gegn börnum í þessu samhengi en ef fullorðnir ættu í hlut. Þá gleymist oft að taka það með í reikninginn að börn sem láta illa í skóla hafi fallið milli skips og bryggju í því sem hún kallar gallað kerfi. „Við verðum líka að muna það að þegar barn sýnir óæskilega hegðun, þá er alltaf einhver undirliggjandi þáttur.“
Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira