Bandaríkjamenn voru súrir yfir því að hún valdi frekar að keppa fyrir Kína en Bandaríkin en þökk sé henni komust Kínverjar upp fyrir Bandaríkjamenn á listanum yfir flest gullverðlaun á leikunum.
Eileen Gu fékk á sig harða gagnrýni í Bandaríkjunum en hún er súperstjarna í Kína. Það var mikil pressa á henni en hún stóðst hana með miklum glæsibrag. Kínverjarnir kalla hana Snjóprinsessuna en fara kannski að kalla hana Snjódrottninguna eftir þessa leika.
Árangur hennar á leikunum er sögulegur eins og Gu fór sjálf yfir í uppgjörsfærslu sinni á Instagram síðu sinni sem hefur yfir 1,4 milljón fylgjendur.
Gu birti með myndir af sér frá leikunum og sagði þær táknrænar fyrir það sem skíðaíþróttin þýðir fyrir hana.
„Gleðileg, hvetjandi og full af ást. Ég hef alltaf saft að markmið mitt var að vera sendiherra fyrir íþróttina mína og búa til brýr með því að brjóta niður múra og setja met. Ég er stolt af því að auk þess að eiga tvær bestur vikur ævinnar þá var ég líka,“ skrifaði Eileen Gu og taldi upp þessi afrek sín frá Peking leikunum:
Yngsti gullverðlaunahafinn í skíðafimi í sögu Ólympíuleikanna.
Fyrsti keppandinn í skíðafimi, á snjóbrettum eða í skíðaati sem nær að vinna þrenn verðlaun á sömu leikum.
Eina konan sem hefur unnið öll stærstu mótin í heimi skíðafiminnar, það er í Heimsbikarnum, á X-leikunum, á heimsmeistaramóti og á Ólympíuleikum.
Fyrsti verðlaunahafi Kínverja í skíðafimi.
Næst á dagskrá eru síðan nám í Stanford háskóla ef hún fær þá einhver frið frá fyrirtækjum sem vilja fá hana sem fyrirsætu.
Eileen Gu makes history!
— NBC Olympics (@NBCOlympics) February 18, 2022
With her GOLD medal in the freestyle skiing halfpipe, Eileen Gu is the first freestyle skier of any gender to win three medals at a single #WinterOlympics. pic.twitter.com/QAW6pvDqxm