Ólína telur smáa letrið lýsa hrappshætti Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2022 10:03 Ólína lenti í leka vegna asahláku. Í ákvæði heimilistryggingar hennar er svokallað asahlákuákvæði en þó er tjón ekki bætt ef vatn kemur utanfrá. Ólína spyr hvaðan vatn eigi eiginlega að koma nema utanfrá ef asahláka og skýfall orsakar leka? vísir/vilhelm Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir rithöfundur sem búsett er í Reykjavík lenti í leka vegna asahláku og skýfalls. Af því að vatnið kemur að utan segir hún tryggingafélagið Vörð stikkfrí. Hún telur sig og aðra fórnarlambs hins svokallaða smáaleturs. „Jæja - nú reyndi á húseigendatrygginguna hjá Verði. Asahlákuákvæðið … því eins og allir vita hafa veðurskilyrði verið með eindæmum síðustu tvo sólarhringa og nú byrjaði skyndilega mikill leki í íbúðinni hjá okkur,“ segir Ólína á Facebook-síðu sinni. Hún birtir með myndir sem sýna mikinn leka, fötur og bala sem sett hafa verið upp til að reyna að koma í veg fyrir að flæði um allt. En tryggingarnar reynast ekki það haldreipi sem mætti ætla: „En nei, því miður. Tryggingaákvæðið um tjón af völdum „skýfalls og asahláku“ bætir ekki tjón vegna „utanaðkomandi vatns,“ segir Ólína og telur þetta ósvífna blekkingu: „Með öðrum orðum – ákvæðið er merkingarlaust, því hvaðan ætti vatn vegna „asahláku eða skýfalls“ að koma ef ekki að utan? Það ættu að vera sektarákvæði í lögum um blekkingar í tryggingaskilmálum.“ Að neðan má sjá skilmálana hjá Verði eins og þeir birtast á heimasíðu Varðar. Vatnstjón - tryggt Tjón af völdum vatns, gufu eða olíu sem óvænt og skyndilega streymir fram og á upptök sín innan útveggja fasteignar og sökkuls hennar. Tjón af völdum vatns sem vegna óvenjumikils skýfalls eða asahláku nær ekki að streyma í niðurföll og flæðir inn í húsnæði vátryggðs. Tjón vegna óveðurs sem veldur því að hús eða hluti húss rofnar, þar sem vindhraði fer yfir 30 m/sek. Vatnstjón - ekki tryggt Tjón sem orsakast af úrkomu, hvers kyns flóðum, snjóbráð eða regnvatni frá þakrennum, niðurfallsrennum eða svölum. Tjón sem orsakast af langvarandi raka eða vökvasmitun. Tjón sem orsakast af niðurhellingu vökva úr handílátum. Veður Tryggingar Reykjavík Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Jæja - nú reyndi á húseigendatrygginguna hjá Verði. Asahlákuákvæðið … því eins og allir vita hafa veðurskilyrði verið með eindæmum síðustu tvo sólarhringa og nú byrjaði skyndilega mikill leki í íbúðinni hjá okkur,“ segir Ólína á Facebook-síðu sinni. Hún birtir með myndir sem sýna mikinn leka, fötur og bala sem sett hafa verið upp til að reyna að koma í veg fyrir að flæði um allt. En tryggingarnar reynast ekki það haldreipi sem mætti ætla: „En nei, því miður. Tryggingaákvæðið um tjón af völdum „skýfalls og asahláku“ bætir ekki tjón vegna „utanaðkomandi vatns,“ segir Ólína og telur þetta ósvífna blekkingu: „Með öðrum orðum – ákvæðið er merkingarlaust, því hvaðan ætti vatn vegna „asahláku eða skýfalls“ að koma ef ekki að utan? Það ættu að vera sektarákvæði í lögum um blekkingar í tryggingaskilmálum.“ Að neðan má sjá skilmálana hjá Verði eins og þeir birtast á heimasíðu Varðar. Vatnstjón - tryggt Tjón af völdum vatns, gufu eða olíu sem óvænt og skyndilega streymir fram og á upptök sín innan útveggja fasteignar og sökkuls hennar. Tjón af völdum vatns sem vegna óvenjumikils skýfalls eða asahláku nær ekki að streyma í niðurföll og flæðir inn í húsnæði vátryggðs. Tjón vegna óveðurs sem veldur því að hús eða hluti húss rofnar, þar sem vindhraði fer yfir 30 m/sek. Vatnstjón - ekki tryggt Tjón sem orsakast af úrkomu, hvers kyns flóðum, snjóbráð eða regnvatni frá þakrennum, niðurfallsrennum eða svölum. Tjón sem orsakast af langvarandi raka eða vökvasmitun. Tjón sem orsakast af niðurhellingu vökva úr handílátum.
Vatnstjón - tryggt Tjón af völdum vatns, gufu eða olíu sem óvænt og skyndilega streymir fram og á upptök sín innan útveggja fasteignar og sökkuls hennar. Tjón af völdum vatns sem vegna óvenjumikils skýfalls eða asahláku nær ekki að streyma í niðurföll og flæðir inn í húsnæði vátryggðs. Tjón vegna óveðurs sem veldur því að hús eða hluti húss rofnar, þar sem vindhraði fer yfir 30 m/sek. Vatnstjón - ekki tryggt Tjón sem orsakast af úrkomu, hvers kyns flóðum, snjóbráð eða regnvatni frá þakrennum, niðurfallsrennum eða svölum. Tjón sem orsakast af langvarandi raka eða vökvasmitun. Tjón sem orsakast af niðurhellingu vökva úr handílátum.
Veður Tryggingar Reykjavík Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira