Gróðurhús hennar fór illa í óveðrinu í nótt. Tjónið er mikið.
„Við vorum búin að stilla upp í heilsársræktun og frá okkur fara vikulega fjögur til fimm hundruð kíló af berjum á veturna. Á sumrin eru þau 1000-1500 kíló. Gróðurhúsið, sem skemmdist í nótt er um tvö þúsund fermetrar, þannig að tjónið er mikið,“
Hún segist ekki geta metið heildartjónið að svo stöddu. Þó sé alveg ljóst að ræktunarárið sé farið.
Ársframleiðsla stöðvarinnar er 31 til 32 tonn af berjum. 18.200 jarðarberjaplöntur eru í húsinu, sem er nú ónýtt.
Að neðan má sjá myndir af gróðurhúsinu eftir storminn.