Arnór hættir sem forstjóri Menntamálastofnunar og fær starf í ráðuneytinu Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2022 13:44 Starfsmenn Menntamálastofnunar kölluðu eftir afsögn Arnórs Guðmundssonar í nóvember. vísir/vilhelm Arnór Guðmundsson mun láta af störfum sem forstjóri Menntamálastofnunar (MMS) og byrja hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu þann 1. mars næstkomandi. Ólga hefur ríkt innan stofnunarinnar í nokkurn tíma og sendu starfsmenn MMS frá sér ályktun til ráðuneytisins í nóvember þar sem kallað var eftir afsögn forstjórans. Arnór og yfirstjórn MMS fékk falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins í fyrra. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og Arnór hafi komist að samkomulagi um að hann komi þar til starfa. Verkefni Arnórs fyrir ráðuneytið muni fyrst um sinn tengjast þátttöku Íslands í alþjóðlegum könnunum á hæfni nemenda. Hefur ráðherra farið þess á leit við Thelmu Cl. Þórðardóttur, lögfræðing og staðgengil forstjóra, að hún gegni forstjórastöðunni tímabundið í einn mánuð til að byrja með. Arnór er fyrsti forstjóri Menntamálastofnunar og hefur gegnt því starfi í um sjö ár. Áður starfaði hann hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem skrifstofustjóri, þróunarstjóri og deildarstjóri. Uppsögn starfsmanns dæmd ólögmæt Héraðsdómur komst í fyrra að þeirri niðurstöðu að Arnór hafi brotið stjórnsýslulög þegar hann sagði starfsmanni upp fyrirvaralaust árið 2019. Var íslenska ríkið dæmt til að greiða starfsmanninum tæpar níu milljónir króna í bætur. Í áðurnefndu áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi sagðist helmingur starfsfólks telja sig hafa orðið vitni að eða upplifað einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni, eða ofbeldi á vinnustað. Arnór gerði athugasemdir við áhættumatið. Taldi hann að vinnubrögð, framsetning og ályktanir þess stæðust í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Fréttin hefur verið uppfærð. Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Uppsögn starfsmanns Menntamálastofnunar dæmd ólögmæt Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög. 11. nóvember 2021 08:01 Starfsmenn kalla eftir afsögn Arnórs Starfsmenn Menntamálastofnunar sendu frá sér ályktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir afsögn forstjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfsmanna sem greiddu atkvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu ályktunina. 10. nóvember 2021 23:20 Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Ólga hefur ríkt innan stofnunarinnar í nokkurn tíma og sendu starfsmenn MMS frá sér ályktun til ráðuneytisins í nóvember þar sem kallað var eftir afsögn forstjórans. Arnór og yfirstjórn MMS fékk falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins í fyrra. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og Arnór hafi komist að samkomulagi um að hann komi þar til starfa. Verkefni Arnórs fyrir ráðuneytið muni fyrst um sinn tengjast þátttöku Íslands í alþjóðlegum könnunum á hæfni nemenda. Hefur ráðherra farið þess á leit við Thelmu Cl. Þórðardóttur, lögfræðing og staðgengil forstjóra, að hún gegni forstjórastöðunni tímabundið í einn mánuð til að byrja með. Arnór er fyrsti forstjóri Menntamálastofnunar og hefur gegnt því starfi í um sjö ár. Áður starfaði hann hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem skrifstofustjóri, þróunarstjóri og deildarstjóri. Uppsögn starfsmanns dæmd ólögmæt Héraðsdómur komst í fyrra að þeirri niðurstöðu að Arnór hafi brotið stjórnsýslulög þegar hann sagði starfsmanni upp fyrirvaralaust árið 2019. Var íslenska ríkið dæmt til að greiða starfsmanninum tæpar níu milljónir króna í bætur. Í áðurnefndu áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi sagðist helmingur starfsfólks telja sig hafa orðið vitni að eða upplifað einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni, eða ofbeldi á vinnustað. Arnór gerði athugasemdir við áhættumatið. Taldi hann að vinnubrögð, framsetning og ályktanir þess stæðust í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Uppsögn starfsmanns Menntamálastofnunar dæmd ólögmæt Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög. 11. nóvember 2021 08:01 Starfsmenn kalla eftir afsögn Arnórs Starfsmenn Menntamálastofnunar sendu frá sér ályktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir afsögn forstjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfsmanna sem greiddu atkvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu ályktunina. 10. nóvember 2021 23:20 Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Uppsögn starfsmanns Menntamálastofnunar dæmd ólögmæt Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög. 11. nóvember 2021 08:01
Starfsmenn kalla eftir afsögn Arnórs Starfsmenn Menntamálastofnunar sendu frá sér ályktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir afsögn forstjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfsmanna sem greiddu atkvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu ályktunina. 10. nóvember 2021 23:20
Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05