Arnór hættir sem forstjóri Menntamálastofnunar og fær starf í ráðuneytinu Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2022 13:44 Starfsmenn Menntamálastofnunar kölluðu eftir afsögn Arnórs Guðmundssonar í nóvember. vísir/vilhelm Arnór Guðmundsson mun láta af störfum sem forstjóri Menntamálastofnunar (MMS) og byrja hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu þann 1. mars næstkomandi. Ólga hefur ríkt innan stofnunarinnar í nokkurn tíma og sendu starfsmenn MMS frá sér ályktun til ráðuneytisins í nóvember þar sem kallað var eftir afsögn forstjórans. Arnór og yfirstjórn MMS fékk falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins í fyrra. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og Arnór hafi komist að samkomulagi um að hann komi þar til starfa. Verkefni Arnórs fyrir ráðuneytið muni fyrst um sinn tengjast þátttöku Íslands í alþjóðlegum könnunum á hæfni nemenda. Hefur ráðherra farið þess á leit við Thelmu Cl. Þórðardóttur, lögfræðing og staðgengil forstjóra, að hún gegni forstjórastöðunni tímabundið í einn mánuð til að byrja með. Arnór er fyrsti forstjóri Menntamálastofnunar og hefur gegnt því starfi í um sjö ár. Áður starfaði hann hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem skrifstofustjóri, þróunarstjóri og deildarstjóri. Uppsögn starfsmanns dæmd ólögmæt Héraðsdómur komst í fyrra að þeirri niðurstöðu að Arnór hafi brotið stjórnsýslulög þegar hann sagði starfsmanni upp fyrirvaralaust árið 2019. Var íslenska ríkið dæmt til að greiða starfsmanninum tæpar níu milljónir króna í bætur. Í áðurnefndu áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi sagðist helmingur starfsfólks telja sig hafa orðið vitni að eða upplifað einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni, eða ofbeldi á vinnustað. Arnór gerði athugasemdir við áhættumatið. Taldi hann að vinnubrögð, framsetning og ályktanir þess stæðust í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Fréttin hefur verið uppfærð. Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Uppsögn starfsmanns Menntamálastofnunar dæmd ólögmæt Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög. 11. nóvember 2021 08:01 Starfsmenn kalla eftir afsögn Arnórs Starfsmenn Menntamálastofnunar sendu frá sér ályktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir afsögn forstjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfsmanna sem greiddu atkvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu ályktunina. 10. nóvember 2021 23:20 Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Ólga hefur ríkt innan stofnunarinnar í nokkurn tíma og sendu starfsmenn MMS frá sér ályktun til ráðuneytisins í nóvember þar sem kallað var eftir afsögn forstjórans. Arnór og yfirstjórn MMS fékk falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins í fyrra. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og Arnór hafi komist að samkomulagi um að hann komi þar til starfa. Verkefni Arnórs fyrir ráðuneytið muni fyrst um sinn tengjast þátttöku Íslands í alþjóðlegum könnunum á hæfni nemenda. Hefur ráðherra farið þess á leit við Thelmu Cl. Þórðardóttur, lögfræðing og staðgengil forstjóra, að hún gegni forstjórastöðunni tímabundið í einn mánuð til að byrja með. Arnór er fyrsti forstjóri Menntamálastofnunar og hefur gegnt því starfi í um sjö ár. Áður starfaði hann hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem skrifstofustjóri, þróunarstjóri og deildarstjóri. Uppsögn starfsmanns dæmd ólögmæt Héraðsdómur komst í fyrra að þeirri niðurstöðu að Arnór hafi brotið stjórnsýslulög þegar hann sagði starfsmanni upp fyrirvaralaust árið 2019. Var íslenska ríkið dæmt til að greiða starfsmanninum tæpar níu milljónir króna í bætur. Í áðurnefndu áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi sagðist helmingur starfsfólks telja sig hafa orðið vitni að eða upplifað einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni, eða ofbeldi á vinnustað. Arnór gerði athugasemdir við áhættumatið. Taldi hann að vinnubrögð, framsetning og ályktanir þess stæðust í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Uppsögn starfsmanns Menntamálastofnunar dæmd ólögmæt Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög. 11. nóvember 2021 08:01 Starfsmenn kalla eftir afsögn Arnórs Starfsmenn Menntamálastofnunar sendu frá sér ályktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir afsögn forstjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfsmanna sem greiddu atkvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu ályktunina. 10. nóvember 2021 23:20 Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Uppsögn starfsmanns Menntamálastofnunar dæmd ólögmæt Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög. 11. nóvember 2021 08:01
Starfsmenn kalla eftir afsögn Arnórs Starfsmenn Menntamálastofnunar sendu frá sér ályktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir afsögn forstjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfsmanna sem greiddu atkvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu ályktunina. 10. nóvember 2021 23:20
Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05