Hefur verið frá í mánuð vegna covid: „Þetta er ömurlegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2022 09:00 Ragnheiður Júlíusdóttir er öflug skytta og mikill markaskorari. vísir/Hulda Margrét Handboltakonan Ragnheiður Júlíusdóttir hafði varla misst af leik á ferli sínum í meistaraflokki en nú hefur hún hvorki getað æft né spilað í um mánuð vegna kórónuveirunnar. Ragnheiður hefur ekki spilað með Fram síðan í tveggja marka tapi gegn ÍBV, 24-26, 29. janúar. Hún greindist með kórónuveiruna 4. febrúar. Hún hafði áður glímt við veikindi og þessi blanda hefur ekki bara komið í veg fyrir að hún geti spilað handbolta heldur einnig sinnt námi og vinnu. „Ég hafði glímt við veikindi og fékk síðan covid ofan í það,“ sagði Ragnheiður í samtali við Vísi. „Það hefur verið erfitt að geta ekki mætt á æfingar og verið með. Ég held ég hafi varla misst af leik síðan ég byrjaði í meistaraflokki 2013. Það er mikil óvissa framundan sem er óskemmtileg. En ég reyni að gera allt til að ná mér góðri og byggja mig upp í landsleikjahléinu.“ Hefur ekki verið hundrað prósent síðan í byrjun janúar Undanfarnar vikur hefur Ragnheiður ekki gert annað en að reyna að ná sér af veikindunum. „Ég er í hundrað prósent vinnu og námi en hef ekki getað sinnt því,“ sagði Ragnheiður. Veikindin hafa því ýtt vinnu, námi og handboltanum út af borðinu hjá henni. Ragnheiður hefur leikið með Fram allan sinn feril.vísir/Hulda Margrét „Ég byrjaði að vera veik í janúar og hef ekki verið hundrað prósent síðan í byrjun janúar, síðan við spiluðum gegn KA/Þór [8. janúar]. Þetta er orðinn svolítið langur tími.“ En hvernig lýsa einkennin sér? „Þreyta, mikil mæði, hár púls, svimi. Áreynsla er erfið,“ svaraði Ragnheiður sem er þríbólusett. „Ég geri alveg hluti en það er dagamunur á mér.“ Verð að halda í bjartsýnina Ragnheiður segir óvissuna óþægilega, að vita ekki hvenær hún getur snúið aftur eftir veikindin. „Það er mjög óþægilegt. Ég get ekkert sagt um það en mér finnst ég hægt og rólega að verða betri. Ég verð að reyna að vera bjartsýn og stefni á bikarhelgina. En það verður bara að koma í ljós,“ sagði Ragnheiður en bikarhelgin hefst 9. mars og lýkur með úrslitaleik 12. mars. Ragnheiður segir að læknar hafi fá svör um það hvenær hún geti komið til baka eftir veikindin. „Þeir hafa sagt að það taki tíma að losna almennilega við veiruna úr líkamanum. Þetta eru ekki bara fimm dagar. Ég á að fara hægt og rólega af stað, flýta mér ekki um of, hlusta á líkamann og sjá til. Þetta er mikil óvissa. Læknar vita í raun ekkert heldur. Það er ekki langt síðan ég losnaði úr einangrun þannig að maður þarf að bíða í tvær til þrjár vikur til að sjá hvernig maður verður,“ sagði Ragnheiður. Ömurlegt að missa af landsleikjunum Hún hefur misst af síðustu leikjum Fram og gat vegna veikindanna ekki gefið kost á sér í íslenska landsliðið sem mætir Tyrklandi í tveimur leikjum í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Ragnheiður lék mjög vel og skoraði sjö mörk þegar Ísland vann Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppninni. Ragnheiður lætur vaða í leiknum gegn Serbíu í undankeppni EM.vísir/Jónína „Ég er mjög leið yfir þessu og þetta er ömurlegt því mér finnst ég loksins vera komin með almennilegt hlutverk í landsliðinu og líður vel. Ég var orðin mjög spennt fyrir þessu og að spila með Fram á þessum tíma. Ég hef alltaf átt mín bestu augnablik eftir áramót,“ sagði Ragnheiður. „Þetta er hræðileg tímasetning en ég verð að reyna að koma mér í gang sem fyrst.“ Þarf mikið til að halda henni frá keppni Þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára er Ragnheiður á sínu níunda tímabili í meistaraflokki. Hún hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Fram og tvisvar sinnum bikarmeistari. Þá hefur Ragnheiður í tvígang orðið markadrottning efstu deildar. Frá því Ragnheiður byrjaði að spila með meistaraflokki haustið 2013 hefur hún varla misst úr leik, fyrr en nú. „Ég hef kannski misst af einum til tveimur leikjum síðan ég byrjaði. Það er því mikið sagt fyrst ég get ekki keppt,“ sagði Ragnheiður að lokum. Olís-deild kvenna Fram Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Sjá meira
Ragnheiður hefur ekki spilað með Fram síðan í tveggja marka tapi gegn ÍBV, 24-26, 29. janúar. Hún greindist með kórónuveiruna 4. febrúar. Hún hafði áður glímt við veikindi og þessi blanda hefur ekki bara komið í veg fyrir að hún geti spilað handbolta heldur einnig sinnt námi og vinnu. „Ég hafði glímt við veikindi og fékk síðan covid ofan í það,“ sagði Ragnheiður í samtali við Vísi. „Það hefur verið erfitt að geta ekki mætt á æfingar og verið með. Ég held ég hafi varla misst af leik síðan ég byrjaði í meistaraflokki 2013. Það er mikil óvissa framundan sem er óskemmtileg. En ég reyni að gera allt til að ná mér góðri og byggja mig upp í landsleikjahléinu.“ Hefur ekki verið hundrað prósent síðan í byrjun janúar Undanfarnar vikur hefur Ragnheiður ekki gert annað en að reyna að ná sér af veikindunum. „Ég er í hundrað prósent vinnu og námi en hef ekki getað sinnt því,“ sagði Ragnheiður. Veikindin hafa því ýtt vinnu, námi og handboltanum út af borðinu hjá henni. Ragnheiður hefur leikið með Fram allan sinn feril.vísir/Hulda Margrét „Ég byrjaði að vera veik í janúar og hef ekki verið hundrað prósent síðan í byrjun janúar, síðan við spiluðum gegn KA/Þór [8. janúar]. Þetta er orðinn svolítið langur tími.“ En hvernig lýsa einkennin sér? „Þreyta, mikil mæði, hár púls, svimi. Áreynsla er erfið,“ svaraði Ragnheiður sem er þríbólusett. „Ég geri alveg hluti en það er dagamunur á mér.“ Verð að halda í bjartsýnina Ragnheiður segir óvissuna óþægilega, að vita ekki hvenær hún getur snúið aftur eftir veikindin. „Það er mjög óþægilegt. Ég get ekkert sagt um það en mér finnst ég hægt og rólega að verða betri. Ég verð að reyna að vera bjartsýn og stefni á bikarhelgina. En það verður bara að koma í ljós,“ sagði Ragnheiður en bikarhelgin hefst 9. mars og lýkur með úrslitaleik 12. mars. Ragnheiður segir að læknar hafi fá svör um það hvenær hún geti komið til baka eftir veikindin. „Þeir hafa sagt að það taki tíma að losna almennilega við veiruna úr líkamanum. Þetta eru ekki bara fimm dagar. Ég á að fara hægt og rólega af stað, flýta mér ekki um of, hlusta á líkamann og sjá til. Þetta er mikil óvissa. Læknar vita í raun ekkert heldur. Það er ekki langt síðan ég losnaði úr einangrun þannig að maður þarf að bíða í tvær til þrjár vikur til að sjá hvernig maður verður,“ sagði Ragnheiður. Ömurlegt að missa af landsleikjunum Hún hefur misst af síðustu leikjum Fram og gat vegna veikindanna ekki gefið kost á sér í íslenska landsliðið sem mætir Tyrklandi í tveimur leikjum í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Ragnheiður lék mjög vel og skoraði sjö mörk þegar Ísland vann Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppninni. Ragnheiður lætur vaða í leiknum gegn Serbíu í undankeppni EM.vísir/Jónína „Ég er mjög leið yfir þessu og þetta er ömurlegt því mér finnst ég loksins vera komin með almennilegt hlutverk í landsliðinu og líður vel. Ég var orðin mjög spennt fyrir þessu og að spila með Fram á þessum tíma. Ég hef alltaf átt mín bestu augnablik eftir áramót,“ sagði Ragnheiður. „Þetta er hræðileg tímasetning en ég verð að reyna að koma mér í gang sem fyrst.“ Þarf mikið til að halda henni frá keppni Þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára er Ragnheiður á sínu níunda tímabili í meistaraflokki. Hún hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Fram og tvisvar sinnum bikarmeistari. Þá hefur Ragnheiður í tvígang orðið markadrottning efstu deildar. Frá því Ragnheiður byrjaði að spila með meistaraflokki haustið 2013 hefur hún varla misst úr leik, fyrr en nú. „Ég hef kannski misst af einum til tveimur leikjum síðan ég byrjaði. Það er því mikið sagt fyrst ég get ekki keppt,“ sagði Ragnheiður að lokum.
Olís-deild kvenna Fram Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Sjá meira