Innlent

Öllu aflétt í síðasta lagi á föstudag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Willum Þór Þórsson boðar afléttingar í allra síðasta lagi á föstudaginn.
Willum Þór Þórsson boðar afléttingar í allra síðasta lagi á föstudaginn. Vísir/vilhelm

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á von á því að tilkynnt verði um afléttingar innanlands og á landamærum í allra síðasta lagi á föstudaginn. Þetta kom fram í máli hans að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

Willum segir aðgerðirnar hérna í samræmi við þróunina hjá öðrum þjóðum og ekki tilefni til að vera með aðrar ráðstafanir hér á landi. Þá segir hann að reglur á landamærum verði þær sömu hvort sem fólk sé bólusett eða ekki.

Hann bíður minnisblaðs frá sóttvarnalækni og segir alltaf skynsamlegra að hafa rökstuðning hans um ráðstafanir fyrir augum.

„Ég sé ekkert núna sem ætti að breyta okkar áætlunum,“ segir Willum Þór Þórsson.

Heimir Már Pétursson ræddi við Willum að fundi loknum í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×