Samræmdu prófin blásin af og óvissa um framtíð þeirra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2022 15:32 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/vilhelm Samræmd könnunarpróf verða ekki lögð fyrir á skólaárinu. Gert hafði verið ráð fyrir að þau yrðu lögð fyrir nemendur í fjórða, sjöunda og níunda bekk í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef mennta- og barnamálaráðuneytisins. Óvissa hafði verið um framkvæmd prófanna í grunnskólum landsins og hvort af þeim yrði. Starfshópur um framtíðarstefnu um samræmt námsmat lagði til að samræmd könnunarpróf yrðu felld niður í núverandi mynd þar sem þau henti ekki sem mælikvarði á stöðu nemenda og skólakerfisins í heild. Prófin hafa ekki verið tengd innritun í framhaldsskóla í nokkur ár og eru ekki talin hafa verið nýtt sem skyldi til umbóta. Vægi þeirra hefur því minnkað töluvert. Þar að auki eru vísbendingar um að samræmd könnunarpróf nái ekki að prófa nemendur í ýmsum lykilþáttum aðalnámskrár grunnskóla. Þá hefur framkvæmd þeirra undanfarin ár ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vilja færa námsmat nær nemendum og kennurum Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að frekari þróun Matsferils, nýrrar verkfærakistu til kennara og skóla, sé hafin. Matsferill mun innihalda fjölbreytt og hnitmiðuð rafræn próf og verkefni fyrir grunnskólanemendur og kennara til að fylgjast með námsframvindu nemenda og bæta nám þeirra og námsárangur. Þar segir að fyrsta verkfæri Matsferils sé nú þegar komið í gagnið í skólum landsins undir heitinu „Lesfimi“. „Lesfimi eru valfrjáls hraðapróf í lestri sem hafa tekist vel og hefur þátttaka í þeim verið mikil hingað til. Þróuð verða fleiri matstæki á næstu misserum og standa vonir til þess að þau muni nýtast skólunum, kennurum og nemendum betur en samræmd könnunarpróf fyrri tíma.“ Markmið Matsferils sé að færa námsmat nær nemendum og kennurum og að Matsferillinn þjóni sem skólaþróunarverkfæri, aðgengilegt fyrir nemendur, kennara og skóla að nota eftir þörfum. Útfærsla liggi fyrir í vor „Matsferill er ný verkfærakista til að leggja heildstætt mat á stöðu nemenda í skóla. Framtakið leysir af hólmi samræmdu prófin til að svara betur kalli tímans með nútímalegri viðmiðum, nemendum og skólum til hagsbóta. Framtíðin liggur í einstaklingsmiðuðu námi og góðu samstarfi við kennara við að þróa einstaklingsmiðuð verkfæri til að meta stöðu nemenda og skapa tækifæri til framþróunar,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Ætlunin er einnig að efla innra og ytra mat skóla, tengsl þess og starfsþróunar kennara og að efla útgáfu vandaðs og fjölbreytts náms- og kennsluefnis til framtíðar. Innra og ytra mat skóla og PISA – alþjóðleg könnun á hæfni 15 ára nemenda – eru talin heppilegri leið til að uppfylla eftirlitsskyldu mennta- og barnamálaráðuneytis og sveitarfélaga og gefa heildstæðari upplýsingar um stöðu nemenda og menntakerfisins en samræmd könnunarpróf. Með þessum breytingum, samkvæmt tillögum starfshóps um framtíðarstefnu um samræmt námsmat, verður mælikvörðum ekki fækkað heldur fjölgar matstækjum og verkfærum og traust til skólanna eflist. Matsferill á að gefa nákvæmari mynd af stöðu hvers nemanda sem nýtist kennurum, nemendum, forsjáraðilum og skóla til úrbóta. Mennta- og barnamálaráðuneytið gerir ráð fyrir að í vor liggi fyrir útfærsla á fyrirkomulagi samræmds námsmats til framtíðar og að samráð um þróun Matsferils haldi áfram með hagsmunaaðilum. Skóla - og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira
Starfshópur um framtíðarstefnu um samræmt námsmat lagði til að samræmd könnunarpróf yrðu felld niður í núverandi mynd þar sem þau henti ekki sem mælikvarði á stöðu nemenda og skólakerfisins í heild. Prófin hafa ekki verið tengd innritun í framhaldsskóla í nokkur ár og eru ekki talin hafa verið nýtt sem skyldi til umbóta. Vægi þeirra hefur því minnkað töluvert. Þar að auki eru vísbendingar um að samræmd könnunarpróf nái ekki að prófa nemendur í ýmsum lykilþáttum aðalnámskrár grunnskóla. Þá hefur framkvæmd þeirra undanfarin ár ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Vilja færa námsmat nær nemendum og kennurum Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að frekari þróun Matsferils, nýrrar verkfærakistu til kennara og skóla, sé hafin. Matsferill mun innihalda fjölbreytt og hnitmiðuð rafræn próf og verkefni fyrir grunnskólanemendur og kennara til að fylgjast með námsframvindu nemenda og bæta nám þeirra og námsárangur. Þar segir að fyrsta verkfæri Matsferils sé nú þegar komið í gagnið í skólum landsins undir heitinu „Lesfimi“. „Lesfimi eru valfrjáls hraðapróf í lestri sem hafa tekist vel og hefur þátttaka í þeim verið mikil hingað til. Þróuð verða fleiri matstæki á næstu misserum og standa vonir til þess að þau muni nýtast skólunum, kennurum og nemendum betur en samræmd könnunarpróf fyrri tíma.“ Markmið Matsferils sé að færa námsmat nær nemendum og kennurum og að Matsferillinn þjóni sem skólaþróunarverkfæri, aðgengilegt fyrir nemendur, kennara og skóla að nota eftir þörfum. Útfærsla liggi fyrir í vor „Matsferill er ný verkfærakista til að leggja heildstætt mat á stöðu nemenda í skóla. Framtakið leysir af hólmi samræmdu prófin til að svara betur kalli tímans með nútímalegri viðmiðum, nemendum og skólum til hagsbóta. Framtíðin liggur í einstaklingsmiðuðu námi og góðu samstarfi við kennara við að þróa einstaklingsmiðuð verkfæri til að meta stöðu nemenda og skapa tækifæri til framþróunar,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Ætlunin er einnig að efla innra og ytra mat skóla, tengsl þess og starfsþróunar kennara og að efla útgáfu vandaðs og fjölbreytts náms- og kennsluefnis til framtíðar. Innra og ytra mat skóla og PISA – alþjóðleg könnun á hæfni 15 ára nemenda – eru talin heppilegri leið til að uppfylla eftirlitsskyldu mennta- og barnamálaráðuneytis og sveitarfélaga og gefa heildstæðari upplýsingar um stöðu nemenda og menntakerfisins en samræmd könnunarpróf. Með þessum breytingum, samkvæmt tillögum starfshóps um framtíðarstefnu um samræmt námsmat, verður mælikvörðum ekki fækkað heldur fjölgar matstækjum og verkfærum og traust til skólanna eflist. Matsferill á að gefa nákvæmari mynd af stöðu hvers nemanda sem nýtist kennurum, nemendum, forsjáraðilum og skóla til úrbóta. Mennta- og barnamálaráðuneytið gerir ráð fyrir að í vor liggi fyrir útfærsla á fyrirkomulagi samræmds námsmats til framtíðar og að samráð um þróun Matsferils haldi áfram með hagsmunaaðilum.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira