Bandaríska kvennalandsliðið fær jafn mikið greitt og karlalandsliðið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2022 20:22 Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta fær loksins jafn mikið greitt og kollegar þeirra í karlalandsliðinu. Brad Smith/ISI Photos/Getty Images Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur náð samkomulagi við stjórn knattspyrnusambandsins þar í landi um að leikmenn liðsins fái jafn mikið greitt fyrir vinnu sína með landsliðinu og kollegar þeirra í karlalandsliðinu. Leikmennirnir munu fá 24 milljónir dollara, sem samsvarar um þremur milljörðum íslenskra króna. Þá hefur knattspyrnusamband bandaríkjanna lofað því að karla- og kvennaliðið fái jafn mikið greitt fyrir öll mót, þar með talið HM. Allir 28 leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins höfðuðu mál gegn bandaríska knattspyrnusambandinu árið 2019 vegna mismununar. Alex Morgan, framherji liðsins, segir þetta risastórt skref fyrir kvennaknattspyrnuna. „Þetta er ótrúlegur dagur,“ sagði Morgan í samtali við sjónvarpsþáttinn Good Morning America. „Þetta er risastórt skref áfram í átt að því að finna að maður er metin og að maður finni fyrir virðingu. Líka bara í átt að því að ná sáttum við knattspyrnusambandið, þar sem sambandið á milli okkar hefur verið frekar stirt.“ „Það er algjörlega frábært að taka þetta skref. Ég horfi ekki á þetta sem bara sigur fyrir liðið eða konur í íþróttum, heldur fyrir konur almennt.“ Megan Rapinoe, liðsfélagi Morgan í bandaríska landsliðinu, tók í sama streng. „Ég held að við eigum eftir að horfa til baka á þennan dag og segja að þetta hafi verið augnablikið sem knattspyrnan í Bandaríkjunum breyttist til hins betra,“ sagði Rapinoe. „Eitthvað eins og þetta mun líklega aldrei gerast aftur og nú getum við haldið áfram að gera fótboltann í þessu landiað því besta sem við mögulega getum og næstu kynslóðir munu hafa það svo miklu betra en við höfum haft það.“ Bandaríska kvennalandsliðið vann sitt fjórða Heimsmeistaramót árið 2019, en liðið hefur einnig fagnað sigri á Ólympíuleikunum fimm sinnum. U.S. Soccer and @USWNT are proudly standing together in a shared commitment to advancing equality in soccer. pic.twitter.com/Sp8q7NY0Up— U.S. Soccer (@ussoccer) February 22, 2022 Fótbolti Bandaríkin Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Leikmennirnir munu fá 24 milljónir dollara, sem samsvarar um þremur milljörðum íslenskra króna. Þá hefur knattspyrnusamband bandaríkjanna lofað því að karla- og kvennaliðið fái jafn mikið greitt fyrir öll mót, þar með talið HM. Allir 28 leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins höfðuðu mál gegn bandaríska knattspyrnusambandinu árið 2019 vegna mismununar. Alex Morgan, framherji liðsins, segir þetta risastórt skref fyrir kvennaknattspyrnuna. „Þetta er ótrúlegur dagur,“ sagði Morgan í samtali við sjónvarpsþáttinn Good Morning America. „Þetta er risastórt skref áfram í átt að því að finna að maður er metin og að maður finni fyrir virðingu. Líka bara í átt að því að ná sáttum við knattspyrnusambandið, þar sem sambandið á milli okkar hefur verið frekar stirt.“ „Það er algjörlega frábært að taka þetta skref. Ég horfi ekki á þetta sem bara sigur fyrir liðið eða konur í íþróttum, heldur fyrir konur almennt.“ Megan Rapinoe, liðsfélagi Morgan í bandaríska landsliðinu, tók í sama streng. „Ég held að við eigum eftir að horfa til baka á þennan dag og segja að þetta hafi verið augnablikið sem knattspyrnan í Bandaríkjunum breyttist til hins betra,“ sagði Rapinoe. „Eitthvað eins og þetta mun líklega aldrei gerast aftur og nú getum við haldið áfram að gera fótboltann í þessu landiað því besta sem við mögulega getum og næstu kynslóðir munu hafa það svo miklu betra en við höfum haft það.“ Bandaríska kvennalandsliðið vann sitt fjórða Heimsmeistaramót árið 2019, en liðið hefur einnig fagnað sigri á Ólympíuleikunum fimm sinnum. U.S. Soccer and @USWNT are proudly standing together in a shared commitment to advancing equality in soccer. pic.twitter.com/Sp8q7NY0Up— U.S. Soccer (@ussoccer) February 22, 2022
Fótbolti Bandaríkin Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira