Gjaldþrota skólastefna og ofbeldi Hjálmar Waag Árnason skrifar 23. febrúar 2022 09:31 Reglulega heyrum við fréttir af átökum starfsfólks grunnskóla við nemendur. Mikill uppsláttur verður í fjölmiðlum þar sem reiðir foreldrar í mörgum tilvikum hóta að kæra kennara eða annað starfsfólk skólanna fyrir ofbeldi á börnunum. Dramatískar lýsingar á glímu skólafólksins við „ódæla” nemendur fylgja. Slíkir atburðir virðast færast í vöxt með hverju árinu sem líður. Þeir eru hins vegar ekki nema toppurinn á ísjakanum. Hvaða skýring getur verið á þessari ógnaröld? Hér eru engin svör einhlít. Vera kann að fjölmiðlar sinni fréttum af “agavandamálum” af meiri áhuga nú en áður. Undirritaður telur hins vegar að um sé að ræða birtingarmynd gjaldþrota skólastefnu. Svokallaður skóli án aðgreiningar hefur ráðið hér ríkjum um langt árabil. Sé skólasagan til lengri tíma skoðuð kemur í ljós að hugmyndafræðin gengur í hringi. Eitt tímabilið telst hyggilegast að draga nemendur í dilka eftir þroska getu, vitsmunum o.s.frv. þar sem einstaklingurinn getur keppt um að verða fremstur meðal jafningja. Að óræðum tíma liðnum finnst spekingum sérskólastefnan hafa gengið sér til húðar og við tekur skóli án aðgreiningar þar sem öllum er blandað saman (gjarnan eftir ári) og treyst á að þannig fái flestir að njóta sín í “eðlilegu” umhverfi. Gauragangurinn hin síðustu misseri er afleiðing þessa. Í einstökum bekkjum eru einstaklingar sem endurspegla í raun allt mannlíf: stórir og litlir, haltir og blindir, feitir og mjóir, óþekktarormar í bland við prúðbúna engla, sjení og tossar, ofbeldishneigðir og friðsamir; og þannig má áfram telja. Þetta er kjarninn í skóla án aðgreiningar. Þessi hópur er saman kominn í þeim tilgangi að læra skvt. námskrá. Kennarinn á að annast fræðsluþáttinn og fær í flestum tilvikum sér til halds og traust hjálparfólk (sérkennara, félagsliða o.s.frv.). Saman á svo teymið að mynda þroskavænlegt umhverfi þar sem hið fjölbreytta mannlíf á að blómstra - hver með verkefni við sitt hæfi. En er það svo? Fallegt en virkar ekki Spurningunni hér að ofan hefur í raun verið svarað. Kerfið er ekki að virka. Eins og hugsunin er falleg og í anda mannkærleika og væntumþykju þá er hún einfaldlega ekki að ganga upp. Orka kennarans og teymisins fer að verulegu leyti í skylmingar og at í þeirri viðleitni að sinna því sem skólanum er ætlað - nefnilega að fræða börnin og mennta. Allt of marga grunnskólakennara þekki ég sem hafa brunnið upp í þessu styrjaldarástandi sem einkennir skólastarfið núna. Og allt of marga skólaliða þekki ég sem hafi bugast undan álaginu. Ein birtingarmynd þess eru áðurnefndar fréttir af meintum ofbeldi kennara gagnvart börnum. Þó markmiðið sé fallegt þá einfaldlega næst það ekki. Kennarar og teymið með 20-30 börn í bekk af öllum stærðum og gerðum einfaldlega ná ekki að skapa þann vinnufrið sem eðlilegt skólastarf krefst. Ekki þarf marga nemendur með miklar sérþarfir til að sjúga mikla orku út úr kennaranum. Fyrir vikið nær hann/hún ekki að komast til þess sem rak hana/hann upphaflega í hið spennandi starf að kenna börnum. Til þess er vígvöllurinn allt of krefjandi. Annað slagið rata átökin í fjölmiðla en miklu oftar takmarkast þau við skólastofuna eða skólann. Afleiðing þessa er sú að í raun verður enginn sigurvegari - allir tapa. Nemendur missa af þeim rétti sínum að fá kennslu, kennarar allt of margir brenna út og hætta, skólaliðar bugast og alvarlegast er að til langframa er það mikið tap fyrir samfélagið ef ungviði þess nær ekki að mennta sig sem skyldi (frammistaða okkar í alþjóðakönnunum, læsi drengja o.s.frv.). Okkar er valið Hvað er þá til ráða? Ekkert einfalt svar er til við þessu. Sé vilji til að hanga áfram á skóla án aðgreiningar verður bæði að fækka í bekkjardeildum og bæta við aðstoðina. Þær aðgerðir kosta svo miklu fleiri milljarða en nokkurn tíma fást úr léttum pyngjum sveitarfélaga. Hin leiðin er að játa sig sigraðan og snúa aftur til meiri flokkunar þar sem einstaklingar eru meira meðal jafningja. Ekki endilega að raða eftir aldri - horfa meira til þroska og færni. Eða einhver blanda af þessu. Óbreytt ástand á ekki að vera í boði. Höfundur er fyrrverandi ýmislegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Reglulega heyrum við fréttir af átökum starfsfólks grunnskóla við nemendur. Mikill uppsláttur verður í fjölmiðlum þar sem reiðir foreldrar í mörgum tilvikum hóta að kæra kennara eða annað starfsfólk skólanna fyrir ofbeldi á börnunum. Dramatískar lýsingar á glímu skólafólksins við „ódæla” nemendur fylgja. Slíkir atburðir virðast færast í vöxt með hverju árinu sem líður. Þeir eru hins vegar ekki nema toppurinn á ísjakanum. Hvaða skýring getur verið á þessari ógnaröld? Hér eru engin svör einhlít. Vera kann að fjölmiðlar sinni fréttum af “agavandamálum” af meiri áhuga nú en áður. Undirritaður telur hins vegar að um sé að ræða birtingarmynd gjaldþrota skólastefnu. Svokallaður skóli án aðgreiningar hefur ráðið hér ríkjum um langt árabil. Sé skólasagan til lengri tíma skoðuð kemur í ljós að hugmyndafræðin gengur í hringi. Eitt tímabilið telst hyggilegast að draga nemendur í dilka eftir þroska getu, vitsmunum o.s.frv. þar sem einstaklingurinn getur keppt um að verða fremstur meðal jafningja. Að óræðum tíma liðnum finnst spekingum sérskólastefnan hafa gengið sér til húðar og við tekur skóli án aðgreiningar þar sem öllum er blandað saman (gjarnan eftir ári) og treyst á að þannig fái flestir að njóta sín í “eðlilegu” umhverfi. Gauragangurinn hin síðustu misseri er afleiðing þessa. Í einstökum bekkjum eru einstaklingar sem endurspegla í raun allt mannlíf: stórir og litlir, haltir og blindir, feitir og mjóir, óþekktarormar í bland við prúðbúna engla, sjení og tossar, ofbeldishneigðir og friðsamir; og þannig má áfram telja. Þetta er kjarninn í skóla án aðgreiningar. Þessi hópur er saman kominn í þeim tilgangi að læra skvt. námskrá. Kennarinn á að annast fræðsluþáttinn og fær í flestum tilvikum sér til halds og traust hjálparfólk (sérkennara, félagsliða o.s.frv.). Saman á svo teymið að mynda þroskavænlegt umhverfi þar sem hið fjölbreytta mannlíf á að blómstra - hver með verkefni við sitt hæfi. En er það svo? Fallegt en virkar ekki Spurningunni hér að ofan hefur í raun verið svarað. Kerfið er ekki að virka. Eins og hugsunin er falleg og í anda mannkærleika og væntumþykju þá er hún einfaldlega ekki að ganga upp. Orka kennarans og teymisins fer að verulegu leyti í skylmingar og at í þeirri viðleitni að sinna því sem skólanum er ætlað - nefnilega að fræða börnin og mennta. Allt of marga grunnskólakennara þekki ég sem hafa brunnið upp í þessu styrjaldarástandi sem einkennir skólastarfið núna. Og allt of marga skólaliða þekki ég sem hafi bugast undan álaginu. Ein birtingarmynd þess eru áðurnefndar fréttir af meintum ofbeldi kennara gagnvart börnum. Þó markmiðið sé fallegt þá einfaldlega næst það ekki. Kennarar og teymið með 20-30 börn í bekk af öllum stærðum og gerðum einfaldlega ná ekki að skapa þann vinnufrið sem eðlilegt skólastarf krefst. Ekki þarf marga nemendur með miklar sérþarfir til að sjúga mikla orku út úr kennaranum. Fyrir vikið nær hann/hún ekki að komast til þess sem rak hana/hann upphaflega í hið spennandi starf að kenna börnum. Til þess er vígvöllurinn allt of krefjandi. Annað slagið rata átökin í fjölmiðla en miklu oftar takmarkast þau við skólastofuna eða skólann. Afleiðing þessa er sú að í raun verður enginn sigurvegari - allir tapa. Nemendur missa af þeim rétti sínum að fá kennslu, kennarar allt of margir brenna út og hætta, skólaliðar bugast og alvarlegast er að til langframa er það mikið tap fyrir samfélagið ef ungviði þess nær ekki að mennta sig sem skyldi (frammistaða okkar í alþjóðakönnunum, læsi drengja o.s.frv.). Okkar er valið Hvað er þá til ráða? Ekkert einfalt svar er til við þessu. Sé vilji til að hanga áfram á skóla án aðgreiningar verður bæði að fækka í bekkjardeildum og bæta við aðstoðina. Þær aðgerðir kosta svo miklu fleiri milljarða en nokkurn tíma fást úr léttum pyngjum sveitarfélaga. Hin leiðin er að játa sig sigraðan og snúa aftur til meiri flokkunar þar sem einstaklingar eru meira meðal jafningja. Ekki endilega að raða eftir aldri - horfa meira til þroska og færni. Eða einhver blanda af þessu. Óbreytt ástand á ekki að vera í boði. Höfundur er fyrrverandi ýmislegt.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar