Meint brot blaðamanna tengjast ekki gögnum sem birtust í umfjöllun um Samherja Kolbeinn Tumi Daðason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 23. febrúar 2022 11:58 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, og blaðamennirnir fjórir. Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þóra Arnórsdóttir hjá Kveiki og Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum. Vísir Fyrirhuguð skýrslutaka lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yfir fjórum blaðamönnum tengist ekki þeim gögnum sem voru birt í umfjöllun þeirra um hina svo kölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Blaðamennirnir eru grunaðir um brot gegn friðhelgi einkalífs vegna annarra gagna en þeirra sem notuð voru í viðkomandi umfjöllun. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni, staðfestir þetta við Ríkisútvarpið. Aðalsteinn, einn blaðamannanna fjögurra, lét reyna á réttmæti aðgerða lögreglu að kalla blaðamenn í skýrslutöku. Málflutningur er fyrirhugaður í dag klukkan 16:30 en gögnum var skilað til Héraðsdóms Norðurlands eystra í morgun. Flest bendir til að þinghald í málinu verði opið en fyrstu upplýsingar bentu til að dómari í málinu ætlaði að hafa þinghaldið lokað. Gunnar Ingi staðfestir í samtali við fréttastofu að fram komi í greinargerð lögreglu að lögregla hafi upplýsingar um hver hafi stolið síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Viðkomandi væri ekki blaðamaður og tengist ekki fjölmiðlum. Sú kenning að blaðamenn hafi stolið símanum eigi því ekki við rök að styðjast. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni, Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður á Kjarnanum og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, voru í síðustu viku boðuð til yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna meintra brota á friðhelgi einkalífs. Blaðamennirnir hafa talið frá upphafi að yfirheyrslurnar væru vegna umfjöllunar þeirra um svo kallaða skæruliðadeild Samherja, en blaðamenn Kjarnans og Stundarinnar fjölluðu um deildina í röð greina í maí í fyrra þar sem birt voru samskipti milli meðlima skæruliðadeildarinnar á samfélagsmiðlum og í tölvupóstsamskiptum. Áður en umfjöllunin birtist kærði Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja stuld á farsíma til lögreglunnar á Akureyri og lögmaður Samherja fullyrti á sínum tíma að eitrað hefði verið fyrir Páli og síma hans stolið meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Það hefur þó ekki verið staðfest að gögnin sem umfjöllunin byggði á hafi komið úr síma Páls. Lögreglumál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Brynjar þráspurði Jón Trausta um hvort Stundin væri með gögnin úr síma Páls Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, þráspurði Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra Stundarinnar um hvort að fjölmiðlinn hefði gögn úr síma Páls Steingrímssonar undir höndum. Brynjar telur að blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu grunaðra væru ekki með slíka réttarstöðu ef málið snerist eingöngu um nýtingu blaðamanna á gögnum. 20. febrúar 2022 13:21 Yfirheyrslum allra blaðamannanna frestað Yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs hefur verið frestað. Lögreglan á Norðurlandi eystra boðaði fjóra blaðmenn til yfirheyrslu vegna fréttaflutnings um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. 19. febrúar 2022 18:44 Óskar eftir úrskurði um lögmæti aðgerða lögreglustjóra Lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni og eins þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja, hefur afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á úrskurð um lögmæti aðgerða lögreglustjórans. 18. febrúar 2022 19:28 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni, staðfestir þetta við Ríkisútvarpið. Aðalsteinn, einn blaðamannanna fjögurra, lét reyna á réttmæti aðgerða lögreglu að kalla blaðamenn í skýrslutöku. Málflutningur er fyrirhugaður í dag klukkan 16:30 en gögnum var skilað til Héraðsdóms Norðurlands eystra í morgun. Flest bendir til að þinghald í málinu verði opið en fyrstu upplýsingar bentu til að dómari í málinu ætlaði að hafa þinghaldið lokað. Gunnar Ingi staðfestir í samtali við fréttastofu að fram komi í greinargerð lögreglu að lögregla hafi upplýsingar um hver hafi stolið síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Viðkomandi væri ekki blaðamaður og tengist ekki fjölmiðlum. Sú kenning að blaðamenn hafi stolið símanum eigi því ekki við rök að styðjast. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni, Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður á Kjarnanum og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, voru í síðustu viku boðuð til yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna meintra brota á friðhelgi einkalífs. Blaðamennirnir hafa talið frá upphafi að yfirheyrslurnar væru vegna umfjöllunar þeirra um svo kallaða skæruliðadeild Samherja, en blaðamenn Kjarnans og Stundarinnar fjölluðu um deildina í röð greina í maí í fyrra þar sem birt voru samskipti milli meðlima skæruliðadeildarinnar á samfélagsmiðlum og í tölvupóstsamskiptum. Áður en umfjöllunin birtist kærði Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja stuld á farsíma til lögreglunnar á Akureyri og lögmaður Samherja fullyrti á sínum tíma að eitrað hefði verið fyrir Páli og síma hans stolið meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Það hefur þó ekki verið staðfest að gögnin sem umfjöllunin byggði á hafi komið úr síma Páls.
Lögreglumál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Brynjar þráspurði Jón Trausta um hvort Stundin væri með gögnin úr síma Páls Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, þráspurði Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra Stundarinnar um hvort að fjölmiðlinn hefði gögn úr síma Páls Steingrímssonar undir höndum. Brynjar telur að blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu grunaðra væru ekki með slíka réttarstöðu ef málið snerist eingöngu um nýtingu blaðamanna á gögnum. 20. febrúar 2022 13:21 Yfirheyrslum allra blaðamannanna frestað Yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs hefur verið frestað. Lögreglan á Norðurlandi eystra boðaði fjóra blaðmenn til yfirheyrslu vegna fréttaflutnings um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. 19. febrúar 2022 18:44 Óskar eftir úrskurði um lögmæti aðgerða lögreglustjóra Lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni og eins þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja, hefur afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á úrskurð um lögmæti aðgerða lögreglustjórans. 18. febrúar 2022 19:28 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Brynjar þráspurði Jón Trausta um hvort Stundin væri með gögnin úr síma Páls Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, þráspurði Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra Stundarinnar um hvort að fjölmiðlinn hefði gögn úr síma Páls Steingrímssonar undir höndum. Brynjar telur að blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu grunaðra væru ekki með slíka réttarstöðu ef málið snerist eingöngu um nýtingu blaðamanna á gögnum. 20. febrúar 2022 13:21
Yfirheyrslum allra blaðamannanna frestað Yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs hefur verið frestað. Lögreglan á Norðurlandi eystra boðaði fjóra blaðmenn til yfirheyrslu vegna fréttaflutnings um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. 19. febrúar 2022 18:44
Óskar eftir úrskurði um lögmæti aðgerða lögreglustjóra Lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni og eins þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja, hefur afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á úrskurð um lögmæti aðgerða lögreglustjórans. 18. febrúar 2022 19:28