Forseti Úkraínu segir Úkraínumenn standa eina í vörnum landsins Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2022 20:00 Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sést hér á milli Andrzej Duda forseta Póllands og Gitanas Nauseda forseta Litháens sem heimsóttu Zelenskyy í dag til að sýna Úkraínumönnum stuðning sinn. AP/forsetaembætti Úkraínu Atkvæðagreiðslu um tillögu Öryggis- og varnamálaráðs Úkraínu um að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna hernaðaraðgerða Rússa var slegið á frest í dag eftir víðtæka árás á tölvukerfi landsins. Utanríkisráðherra Lettlands hvetur til enn harðari refsiaðgerða en samþykktar hafa verið. Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði tvívegis um úkraínudeiluna í dag. Talið er fullvíst að Rússar standi að baki töluárásinni sem lamaði allt tölvukerfi stjórnvalda, stjórnsýslu og banka í Úkraínu fyrr í dag. Vladimir Putin er nú ekkert að vanbúnaði til allsherjar innrásar í Úkraínu eftir að efri deild rússneska þingsins staðfesti í dag frumvarp neðri deildar frá í gær sem veita forsetanum heimild til að beita rússneska hernum utan landamæranna. Öryggis- og varnamálaráð Úkraínu leggur til við þing landsins að neyðarlög verði sett til að svara aðgerðum Putins. Þær myndu ná til allra hérða nema Donetsk og Luhans og gætu þýtt takmarkanir á ferðum og flutningum, að eftirlitsstöðvar verði settar upp og athugarnir á skilríkjum fólks. Atkvæðagreiðslu um tillöguna var hins vegar frestað eftir tölvuárásina í dag. Andrzeij Duda forseti Póllands og Gitanas Nauseda forseti Litháen, forsetar tveggja NATO ríkja í austur Evrópu, komu til Kænugarðs í dag til skrafs og ráðagerða með Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu. Saga þeirra er samofin því Litháen var hernumin af Sovétríkjunum í um hálfa öld fram að hruni þeirra en Pólverjar voru áður undir einiræðisstjórn kommúnista og í Varsjárbandalaginu með Sovétríkjunum. Forsetar Póllands og Litháen þekkja vel sögu þjóða sinna í samskiptum við Sovétríkin og síðar Rússland. Ríki þeirra eru hins vegar í NATO og Evrópusambandinu en Úkraína nýtur ekki beinnrar verndar nokkurra bandalaga.AP/forsetaembætti Úkraínu Að fundi þeirra loknum sagði Zelenskyy Úkraínumenn ekki fara í grafgötur með að þeir tilheyrðu engu varnarsamstarfi og þeir þyrftu að verja sig sjálfir. „Þess vegna þarf Úkraína á skýrum og nákvæmum öryggistryggingum að halda án tafar. Við viljum vera viss um að geta varið fólkið okkar og húsin okkar,“ sagði forsetinn. Hvetur til harðari aðgerða gegn Rússum Mörg NATO ríki og þar með talin austur evrópu ríki hafa sent Úkraínumönnum vistir og hergögn að undanförnu. Artis Pabriks utanríkisráðherra Lettlands er sannfærður um að land hans væri í sömu stöðu og Úkraína ef Lettland væri ekki í NATO og Evrópusambandinu. Hann vill harðari aðgerðir gegn Rússum en þegar hafa verið samþykktar. „Engar refsiaðgerðir eru nógu harðar til að fæla Rússa. Þær ættu til dæmis að ná til flugfélaga þeirra vegna þess að 80 prósent flugflota þeirra er smíðaður á Vesturlöndum,“ segir Pabriks Artis Pabriks utanríkisráðherra Lettlands segir engar refsiaðgerðir nógu harðar gegn Rússum. Örlög Lettlands væru þau sömu og Úkraínu ef Lettar væru ekki í NATO og Evrópusambandinu.AP/Artis Pabriks Pútin vinni nú eftir sovéskri forskrift við innlimun Úkraínu. Rússneskir ráðamenn og oligarkar tali stöðugt um úrkynjun Vesturlanda. „En þeir búa á Vesturlöndum, þeir ganga í vestræna skóla, þeir fara á skíði í vestrænum ríkjum og geyma fjármuni sína á Vesturlöndum. Ef þér líkar ekki við vestrið og telur það hafa á röngu að standa, farðu þá á skíði í Úralfjöllum,“ segir utanríkisráðherra Lettlands. Auðvitað muni refsiaðgerðir bitna á óbreyttum borgurum í Rússlandi. Spurningin væri hins vegar hversu lengi rússneskur almenningur ætti að þjást undir núverandi forystu landsins. Ef Rússi ætlaði sér út á götu að mótmæla Putin myndi hann einfaldlega enda í fangelsi. Vladimir Putin lagði blómsveig að gröf óþekkta hermannsins í Moskvu í dag á Föðurlandsdeginum þegar Rússar minnast þeirra sem vörðu land þeirra í seinni heimsstyrjöldinni sem þeir kalla Föðurlandsstríðið.AP/(Alexei Nikolsky Pabriks segir hugsanlegt að Putin sé að verða ofsóknaóðari en áður því í Rússlandi fari leiðtogaskipti aðeins fram með tvenns konar hætti. „Með valdaráni eða byltingu. Ekkert varir að eilífu og ég held að hann geri sér grein fyrir því. Það er mitt persónulega mat að ef hann leggur út í stórstyrjöld gegn Úkraínu gæti það endað með stjórnarskiptum í Rússlandi,“ segir Pabriks. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagði í fyrirspurnatíma á þingi í dag að Bretar hefðu nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn hátt í 300 rússneskum einstaklingum og öflugum rússneskum bönkum. Mikilvægt væri að Bretar stæðu síðan með öðrum vestrænum ríkjum í frekari aðgerðum gegn Putin. „Að við þrengjum sameiginlega að honum. Að við þrengjum samtímis að honum í Lundúnum, París og New York. Samheldnin skiptir öllu máli,“ sagði Johnson. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Heimurinn bíður næstu skrefa Pútíns Ráðamenn víða um heim bíða eftir næstu skrefum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Stærsta spurningin er hvort hann muni hefja stríð við Úkraínu eða kalla her sinn heim frá landamærunum. 23. febrúar 2022 17:01 Ætla að kynna frekari aðgerðir gegn Rússum í dag Sendiherrar Evrópusambandsins hafa komist að niðurstöðu um frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna hernaðaraðgerða þeirra í Úkraínu. Búist er við því að þær verði samþykktar og kynntar síðar í dag. 23. febrúar 2022 13:51 Þverpólitísk samstaða um viðbrögð í utanríkismálanefnd Alþingis Þverpólitísk sátt er í utanríkismálanefnd Alþingis um að fordæma aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og að Íslendingar styðji þær refsiaðgerðir sem bandalagsþjóðir hafa samþykkt gegn Rússum. Vladimír Pútin Rússlandsforseti skellir sökinni af stöðunni algerlega á Vesturlönd og segist reiðubúinn til heiðarlegra viðræðna. 23. febrúar 2022 12:11 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Talið er fullvíst að Rússar standi að baki töluárásinni sem lamaði allt tölvukerfi stjórnvalda, stjórnsýslu og banka í Úkraínu fyrr í dag. Vladimir Putin er nú ekkert að vanbúnaði til allsherjar innrásar í Úkraínu eftir að efri deild rússneska þingsins staðfesti í dag frumvarp neðri deildar frá í gær sem veita forsetanum heimild til að beita rússneska hernum utan landamæranna. Öryggis- og varnamálaráð Úkraínu leggur til við þing landsins að neyðarlög verði sett til að svara aðgerðum Putins. Þær myndu ná til allra hérða nema Donetsk og Luhans og gætu þýtt takmarkanir á ferðum og flutningum, að eftirlitsstöðvar verði settar upp og athugarnir á skilríkjum fólks. Atkvæðagreiðslu um tillöguna var hins vegar frestað eftir tölvuárásina í dag. Andrzeij Duda forseti Póllands og Gitanas Nauseda forseti Litháen, forsetar tveggja NATO ríkja í austur Evrópu, komu til Kænugarðs í dag til skrafs og ráðagerða með Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu. Saga þeirra er samofin því Litháen var hernumin af Sovétríkjunum í um hálfa öld fram að hruni þeirra en Pólverjar voru áður undir einiræðisstjórn kommúnista og í Varsjárbandalaginu með Sovétríkjunum. Forsetar Póllands og Litháen þekkja vel sögu þjóða sinna í samskiptum við Sovétríkin og síðar Rússland. Ríki þeirra eru hins vegar í NATO og Evrópusambandinu en Úkraína nýtur ekki beinnrar verndar nokkurra bandalaga.AP/forsetaembætti Úkraínu Að fundi þeirra loknum sagði Zelenskyy Úkraínumenn ekki fara í grafgötur með að þeir tilheyrðu engu varnarsamstarfi og þeir þyrftu að verja sig sjálfir. „Þess vegna þarf Úkraína á skýrum og nákvæmum öryggistryggingum að halda án tafar. Við viljum vera viss um að geta varið fólkið okkar og húsin okkar,“ sagði forsetinn. Hvetur til harðari aðgerða gegn Rússum Mörg NATO ríki og þar með talin austur evrópu ríki hafa sent Úkraínumönnum vistir og hergögn að undanförnu. Artis Pabriks utanríkisráðherra Lettlands er sannfærður um að land hans væri í sömu stöðu og Úkraína ef Lettland væri ekki í NATO og Evrópusambandinu. Hann vill harðari aðgerðir gegn Rússum en þegar hafa verið samþykktar. „Engar refsiaðgerðir eru nógu harðar til að fæla Rússa. Þær ættu til dæmis að ná til flugfélaga þeirra vegna þess að 80 prósent flugflota þeirra er smíðaður á Vesturlöndum,“ segir Pabriks Artis Pabriks utanríkisráðherra Lettlands segir engar refsiaðgerðir nógu harðar gegn Rússum. Örlög Lettlands væru þau sömu og Úkraínu ef Lettar væru ekki í NATO og Evrópusambandinu.AP/Artis Pabriks Pútin vinni nú eftir sovéskri forskrift við innlimun Úkraínu. Rússneskir ráðamenn og oligarkar tali stöðugt um úrkynjun Vesturlanda. „En þeir búa á Vesturlöndum, þeir ganga í vestræna skóla, þeir fara á skíði í vestrænum ríkjum og geyma fjármuni sína á Vesturlöndum. Ef þér líkar ekki við vestrið og telur það hafa á röngu að standa, farðu þá á skíði í Úralfjöllum,“ segir utanríkisráðherra Lettlands. Auðvitað muni refsiaðgerðir bitna á óbreyttum borgurum í Rússlandi. Spurningin væri hins vegar hversu lengi rússneskur almenningur ætti að þjást undir núverandi forystu landsins. Ef Rússi ætlaði sér út á götu að mótmæla Putin myndi hann einfaldlega enda í fangelsi. Vladimir Putin lagði blómsveig að gröf óþekkta hermannsins í Moskvu í dag á Föðurlandsdeginum þegar Rússar minnast þeirra sem vörðu land þeirra í seinni heimsstyrjöldinni sem þeir kalla Föðurlandsstríðið.AP/(Alexei Nikolsky Pabriks segir hugsanlegt að Putin sé að verða ofsóknaóðari en áður því í Rússlandi fari leiðtogaskipti aðeins fram með tvenns konar hætti. „Með valdaráni eða byltingu. Ekkert varir að eilífu og ég held að hann geri sér grein fyrir því. Það er mitt persónulega mat að ef hann leggur út í stórstyrjöld gegn Úkraínu gæti það endað með stjórnarskiptum í Rússlandi,“ segir Pabriks. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagði í fyrirspurnatíma á þingi í dag að Bretar hefðu nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn hátt í 300 rússneskum einstaklingum og öflugum rússneskum bönkum. Mikilvægt væri að Bretar stæðu síðan með öðrum vestrænum ríkjum í frekari aðgerðum gegn Putin. „Að við þrengjum sameiginlega að honum. Að við þrengjum samtímis að honum í Lundúnum, París og New York. Samheldnin skiptir öllu máli,“ sagði Johnson.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Heimurinn bíður næstu skrefa Pútíns Ráðamenn víða um heim bíða eftir næstu skrefum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Stærsta spurningin er hvort hann muni hefja stríð við Úkraínu eða kalla her sinn heim frá landamærunum. 23. febrúar 2022 17:01 Ætla að kynna frekari aðgerðir gegn Rússum í dag Sendiherrar Evrópusambandsins hafa komist að niðurstöðu um frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna hernaðaraðgerða þeirra í Úkraínu. Búist er við því að þær verði samþykktar og kynntar síðar í dag. 23. febrúar 2022 13:51 Þverpólitísk samstaða um viðbrögð í utanríkismálanefnd Alþingis Þverpólitísk sátt er í utanríkismálanefnd Alþingis um að fordæma aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og að Íslendingar styðji þær refsiaðgerðir sem bandalagsþjóðir hafa samþykkt gegn Rússum. Vladimír Pútin Rússlandsforseti skellir sökinni af stöðunni algerlega á Vesturlönd og segist reiðubúinn til heiðarlegra viðræðna. 23. febrúar 2022 12:11 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Heimurinn bíður næstu skrefa Pútíns Ráðamenn víða um heim bíða eftir næstu skrefum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Stærsta spurningin er hvort hann muni hefja stríð við Úkraínu eða kalla her sinn heim frá landamærunum. 23. febrúar 2022 17:01
Ætla að kynna frekari aðgerðir gegn Rússum í dag Sendiherrar Evrópusambandsins hafa komist að niðurstöðu um frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna hernaðaraðgerða þeirra í Úkraínu. Búist er við því að þær verði samþykktar og kynntar síðar í dag. 23. febrúar 2022 13:51
Þverpólitísk samstaða um viðbrögð í utanríkismálanefnd Alþingis Þverpólitísk sátt er í utanríkismálanefnd Alþingis um að fordæma aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og að Íslendingar styðji þær refsiaðgerðir sem bandalagsþjóðir hafa samþykkt gegn Rússum. Vladimír Pútin Rússlandsforseti skellir sökinni af stöðunni algerlega á Vesturlönd og segist reiðubúinn til heiðarlegra viðræðna. 23. febrúar 2022 12:11