„Skref sem gæti markað upphaf stríðs í gjörvallri Evrópu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 23:27 Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu talaði til Rússa á rússnesku í ávarpinu. Skjáskot Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í kvöld þar sem hann segir að yfirvöld í Rússlandi hafi fyrirskipað innrás og að þetta skref Rússa gæti verið upphafið á stríði í gjörvallri Evrópu. Í ávarpi Zelensky sem birtist á Facebook síðu hans kom fram að hann hafi reynt að hringja í Vladimir Putin Rússlandsforseta í dag sem hafi ekki svarað. „Það var þögn. Reyndar ætti þögnin að vera í Donbas,“ sagði Zelensky en Donbas er svæðið í austurhluta Úkraínu þar sem héröðin Donetsk og Luhansk er að finna þar sem aðskilnaðarsinnar hafa gert sig gildandi og óskað eftir hernaðaraðstoð. Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Moskvu, skrifaði um ávarp Zelensky á Twitter. "This step could be the start of a big war on the European continent. The whole world is talking about what could happen any day now," says Zelensky. "Any provocation. Any flare-up – one that could burn everything."— max seddon (@maxseddon) February 23, 2022 Zelensky sagði að á landamærum landanna, sem samtals væru um 2000 kílómetrar, væru núna 200.000 rússneskir hermenn sem væru búnir að fá fyrirskipun um að gera innrás á yfirráðasvæði annars lands. „Þetta skref gæti markað upphaf stríðs í gjörvallri Evrópu,“ sagði Zelensky á rússnesku og talaði beint til nágranna sinna. „Þeir eru að segja ykkur að þetta muni frelsa fólkið í Úkraínu. Fólkið í Úkraínu er frjálst, það þekkir fortíðina og eru að byggja upp sína framtíð,“ sagði Zelensky enn fremur. „Fólkið í Úkraínu vill frið“ Zelensky rifjaði upp tíma þar sem hann dvaldi á Donbas svæðinu og segir að hann eigi marga vini með fjölskyldur þar. „Þeir segja ykkur að ég búinn að fyrirskipa árás á Donbas. Til að skjóta hverja? Til að sprengja hvern?“ „Ég er að tala rússnesku við ykkur en það skilur enginn í Rússlandi hvaða götur þetta eru. Þetta er okkar land og okkar saga. Fyrir hverju eruð þið að berjast? Og með hverjum?“ Þá biðlaði hann til rússnesku þjóðarinnar og sagði Úkraínu vilja frið. „Mörg ykkar eigið ættingja í Úkraínu, þið stunduðuð nám í úkraínskum háskólum og eigið úkraínska vini. Þið þekkið okkar gildi og hvað skiptir okkur máli. Hlustið á ykkur sjálf og ykkar innri skynsemi. Fólkið í Úkraínu vill frið.“ „Ríkisstjórn Úkraínu vill frið og er að gera allt sem hún getur. Við erum ekki ein, fjölmörg lönd styðja Úkraínu. Þetta er ekki spurning um frið sama hvað. Þetta er spurning um frið, gildi, réttlæti, alþjóðalög og réttinn til að ákveða sína eigin framtíð.“ Orðrómar um árás í nótt Luke Harding, blaðamaður The Guardian, skrifaði á Twitter í kvöld um stemmninguna í Kænugarði. Hann segir að orðróm á meðal embættismanna, erlendra tengiliða og blaðamanna að Rússar muni ráðast inn klukkan 4 eftir miðnætti að úkraínskum tíma. Þá er klukkan tvö hér á Íslandi. After midnight in #Kyiv. The mood grim, friends calling each other, the city still up and drinking tea. The rumour - from officials, foreign contacts, journalists - is that Russian action will began at 4am local time. #Ukraine is bracing, joking, hugging, loving. We wait— Luke Harding (@lukeharding1968) February 23, 2022 Fréttin verður uppfærð Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira
Í ávarpi Zelensky sem birtist á Facebook síðu hans kom fram að hann hafi reynt að hringja í Vladimir Putin Rússlandsforseta í dag sem hafi ekki svarað. „Það var þögn. Reyndar ætti þögnin að vera í Donbas,“ sagði Zelensky en Donbas er svæðið í austurhluta Úkraínu þar sem héröðin Donetsk og Luhansk er að finna þar sem aðskilnaðarsinnar hafa gert sig gildandi og óskað eftir hernaðaraðstoð. Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Moskvu, skrifaði um ávarp Zelensky á Twitter. "This step could be the start of a big war on the European continent. The whole world is talking about what could happen any day now," says Zelensky. "Any provocation. Any flare-up – one that could burn everything."— max seddon (@maxseddon) February 23, 2022 Zelensky sagði að á landamærum landanna, sem samtals væru um 2000 kílómetrar, væru núna 200.000 rússneskir hermenn sem væru búnir að fá fyrirskipun um að gera innrás á yfirráðasvæði annars lands. „Þetta skref gæti markað upphaf stríðs í gjörvallri Evrópu,“ sagði Zelensky á rússnesku og talaði beint til nágranna sinna. „Þeir eru að segja ykkur að þetta muni frelsa fólkið í Úkraínu. Fólkið í Úkraínu er frjálst, það þekkir fortíðina og eru að byggja upp sína framtíð,“ sagði Zelensky enn fremur. „Fólkið í Úkraínu vill frið“ Zelensky rifjaði upp tíma þar sem hann dvaldi á Donbas svæðinu og segir að hann eigi marga vini með fjölskyldur þar. „Þeir segja ykkur að ég búinn að fyrirskipa árás á Donbas. Til að skjóta hverja? Til að sprengja hvern?“ „Ég er að tala rússnesku við ykkur en það skilur enginn í Rússlandi hvaða götur þetta eru. Þetta er okkar land og okkar saga. Fyrir hverju eruð þið að berjast? Og með hverjum?“ Þá biðlaði hann til rússnesku þjóðarinnar og sagði Úkraínu vilja frið. „Mörg ykkar eigið ættingja í Úkraínu, þið stunduðuð nám í úkraínskum háskólum og eigið úkraínska vini. Þið þekkið okkar gildi og hvað skiptir okkur máli. Hlustið á ykkur sjálf og ykkar innri skynsemi. Fólkið í Úkraínu vill frið.“ „Ríkisstjórn Úkraínu vill frið og er að gera allt sem hún getur. Við erum ekki ein, fjölmörg lönd styðja Úkraínu. Þetta er ekki spurning um frið sama hvað. Þetta er spurning um frið, gildi, réttlæti, alþjóðalög og réttinn til að ákveða sína eigin framtíð.“ Orðrómar um árás í nótt Luke Harding, blaðamaður The Guardian, skrifaði á Twitter í kvöld um stemmninguna í Kænugarði. Hann segir að orðróm á meðal embættismanna, erlendra tengiliða og blaðamanna að Rússar muni ráðast inn klukkan 4 eftir miðnætti að úkraínskum tíma. Þá er klukkan tvö hér á Íslandi. After midnight in #Kyiv. The mood grim, friends calling each other, the city still up and drinking tea. The rumour - from officials, foreign contacts, journalists - is that Russian action will began at 4am local time. #Ukraine is bracing, joking, hugging, loving. We wait— Luke Harding (@lukeharding1968) February 23, 2022 Fréttin verður uppfærð
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira