Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 05:20 Sif Atladóttir reynir að stoppa Mallory Pugh sem skoraði tvívegis í leiknum í nótt. AP/Jeffrey McWhorter Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. Íslenska liðið var búið að vinna sex leiki í röð fyrir leikinn þar af tvo fyrstu leiki sína á þessu móti gegn Nýja-Sjálandi og Tékklandi. Stelpurnar okkar áttu litla möguleika á móti heimsmeisturunum sem voru að leik sinn fyrsta leik eftir að þær náðu sögulegu samkomulagi um að fá jafnmikið borgað og landsliðskarlarnir. CHAMPIONS #SheBelievesCup x @Visa pic.twitter.com/kfp3VlZcSu— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 24, 2022 Vetrarlegar aðstæður hjálpuðu því miður ekki okkar konum en það var fimm stiga frost þegar leikurinn byrjaði. Bandaríska liðið var 2-0 yfir í hálfleik eftir tvö mörk á síðustu tíu mínútum hálfleiksins og skoraði síðan þriðja markið sitt eftir klukkutíma leik. Sandra Sigurðardóttir stóð í marki íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum en í hálfleik kom Cecilía Rán Rúnarsdóttir í markið. Cecilía hafði haldið marki sínu hreinu í 378 mínútur fyrir leikinn en fékk á sig þrjú mörk í seinni hálfleiknum. Catarina Macario skoraði tvö mörk fyrir bandaríska liðið í fyrri hálfleiknum og lagði síðan upp annað af tveimur mörkum Mallory Pugh í þeim seinni. Kristie Mewis skoraði síðan fimmta og síðasta markið á 88. mínútu leiksins. Bandarísku stelpurnar áttu 24 skot í leiknum þar af fóru 12 þeirra á markið. Íslenska liðið reyndi átta skot en aðeins eitt þeirra fór á markið. Hér fyrir neðan má sjá mörkin fimm sem bandaríska liðið skoraði í leiknum í nótt. Klippa: Mörkin hjá bandarísku stelpunum á móti Íslandi EM 2021 í Englandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
Íslenska liðið var búið að vinna sex leiki í röð fyrir leikinn þar af tvo fyrstu leiki sína á þessu móti gegn Nýja-Sjálandi og Tékklandi. Stelpurnar okkar áttu litla möguleika á móti heimsmeisturunum sem voru að leik sinn fyrsta leik eftir að þær náðu sögulegu samkomulagi um að fá jafnmikið borgað og landsliðskarlarnir. CHAMPIONS #SheBelievesCup x @Visa pic.twitter.com/kfp3VlZcSu— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 24, 2022 Vetrarlegar aðstæður hjálpuðu því miður ekki okkar konum en það var fimm stiga frost þegar leikurinn byrjaði. Bandaríska liðið var 2-0 yfir í hálfleik eftir tvö mörk á síðustu tíu mínútum hálfleiksins og skoraði síðan þriðja markið sitt eftir klukkutíma leik. Sandra Sigurðardóttir stóð í marki íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum en í hálfleik kom Cecilía Rán Rúnarsdóttir í markið. Cecilía hafði haldið marki sínu hreinu í 378 mínútur fyrir leikinn en fékk á sig þrjú mörk í seinni hálfleiknum. Catarina Macario skoraði tvö mörk fyrir bandaríska liðið í fyrri hálfleiknum og lagði síðan upp annað af tveimur mörkum Mallory Pugh í þeim seinni. Kristie Mewis skoraði síðan fimmta og síðasta markið á 88. mínútu leiksins. Bandarísku stelpurnar áttu 24 skot í leiknum þar af fóru 12 þeirra á markið. Íslenska liðið reyndi átta skot en aðeins eitt þeirra fór á markið. Hér fyrir neðan má sjá mörkin fimm sem bandaríska liðið skoraði í leiknum í nótt. Klippa: Mörkin hjá bandarísku stelpunum á móti Íslandi
EM 2021 í Englandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira