Rússar fá að keppa í Eurovision þrátt fyrir allt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 12:17 Rússar munu fá að taka þátt í Eurovision í ár þrátt fyrir innrás í Úkraínu. Getty/Dean Mouhtaropoulos Rússland mun fá að taka þátt í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þrátt fyrir innrás í Úkraínu. Þetta tilkynntu skipuleggjendur keppninnar í hádeginu. Skipuleggjendur segja að keppnin sé „ópólitískur menningarlegur viðburður“ og segja ekki koma til greina að Rússlandi verði bannað að taka þátt í keppninni, sem fer fram á Ítalíu í maí. Keppnin er sú sjöttugasta og sjötta og mun fara fram í Tórínó á Ítalíu eftir að ítalska rokksveitin Måneskin sigraði keppnina í fyrra. Evrópusambandið hefur fordæmt innrás Rússa á Úkraínu í dag, auk fleiri ríkja, og boða harðar viðskiptaþvinganir. „Eurovsion er ópólitískur menningarlegur viðburður sem sameinar þjóðir og fagnar fjölbreytileika með tónlist. Meðlimir Evrópsku sjónvarpsstöðvanna bæði í Rússlandi og Úkraínu hafa heitið því að taka þátt í keppninni í Tórínó og við ætlum, eins og staðan er núna, að bjóða listamenn frá báðum löndum velkomna í maí,“ segir í yfirlýsingu Evrópusku sjónvarpsstöðvanna. „Við munum að sjálfsögðu fylgjast áfram grannt með stöðu mála.“ Bara í síðustu viku ákvað Úkraínska ríkisútvarpið að senda ekki hina 28 ára gömlu Alinu Pash í Eurovision fyrir hönd landsins. Söngkonan ferðaðist til Krímskaga fyrir tæpum sjö árum síðan og ríkisútvarpið segir ferðalagið sérstaklega til skoðunar. Pash sigraði Vidbir, innlendu söngvakeppnina í Úkraínu fyrr á árinu, með laginu Shadows of Forgotten Ancestors. Ríkisútvarpið hafði ekki gert endanlegan samning við söngkonuna um þátttöku hennar í keppninni en nýlega bárust fregnir af ferðum hennar til Krímsskaga árið 2015. Í stað hennar mun rappsveitin Kalush Orchestra keppa fyrir hönd Úkraínu með lagið Stefania. Rússland hefur enn ekki tilkynnt sitt framlag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Eurovision Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Skipuleggjendur segja að keppnin sé „ópólitískur menningarlegur viðburður“ og segja ekki koma til greina að Rússlandi verði bannað að taka þátt í keppninni, sem fer fram á Ítalíu í maí. Keppnin er sú sjöttugasta og sjötta og mun fara fram í Tórínó á Ítalíu eftir að ítalska rokksveitin Måneskin sigraði keppnina í fyrra. Evrópusambandið hefur fordæmt innrás Rússa á Úkraínu í dag, auk fleiri ríkja, og boða harðar viðskiptaþvinganir. „Eurovsion er ópólitískur menningarlegur viðburður sem sameinar þjóðir og fagnar fjölbreytileika með tónlist. Meðlimir Evrópsku sjónvarpsstöðvanna bæði í Rússlandi og Úkraínu hafa heitið því að taka þátt í keppninni í Tórínó og við ætlum, eins og staðan er núna, að bjóða listamenn frá báðum löndum velkomna í maí,“ segir í yfirlýsingu Evrópusku sjónvarpsstöðvanna. „Við munum að sjálfsögðu fylgjast áfram grannt með stöðu mála.“ Bara í síðustu viku ákvað Úkraínska ríkisútvarpið að senda ekki hina 28 ára gömlu Alinu Pash í Eurovision fyrir hönd landsins. Söngkonan ferðaðist til Krímskaga fyrir tæpum sjö árum síðan og ríkisútvarpið segir ferðalagið sérstaklega til skoðunar. Pash sigraði Vidbir, innlendu söngvakeppnina í Úkraínu fyrr á árinu, með laginu Shadows of Forgotten Ancestors. Ríkisútvarpið hafði ekki gert endanlegan samning við söngkonuna um þátttöku hennar í keppninni en nýlega bárust fregnir af ferðum hennar til Krímsskaga árið 2015. Í stað hennar mun rappsveitin Kalush Orchestra keppa fyrir hönd Úkraínu með lagið Stefania. Rússland hefur enn ekki tilkynnt sitt framlag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Eurovision Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira