Var viku að forða eignum fyrirtækisins úr landi Snorri Másson skrifar 24. febrúar 2022 14:10 Aron Arngrímsson hefur verið með annan fótinn í Úkraínu undanfarin ár enda fyrirtæki hans starfrækt þaðan. Hann hefur nú flutt allar eignir fyrirtækisins úr landi. Facebook Aron Arngrímsson, íslenskur kafari og atvinnurekandi sem hefur stundað rekstur í Úkraínu undanfarin ár, vann sleitulaust að því undanfarna viku að færa allar eignir fyrirtækis síns úr landi og í bandarískan banka. Ætlunarverk Aron tókst með dyggri aðstoð bandarísks lögfræðings - rétt í tæka tíð fyrir innrás Rússa í Úkraínu, sem hófst af fullum krafti í nótt. Fyrirtæki Arons heitir The Dirty Dozen Expeditions og býður upp á köfunarferðir á afskekkta og háskalega staði. Það hefur haft starfsstöð í Úkraínu um árabil en hefur nú fært starfsemina úr landi. Aron er kominn heilu og höldnu til Dúbaí. Hann birti eftirfarandi yfirlýsingu á samfélagsmiðlum: „Í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu höfum við eins og gefur að skilja fengið fjölda tölvupósta frá viðskiptavinum okkar, enda fyrirtækið skráð í Kænugarði. Ég var að koma til Dúbaí frá Kænugarði fyrir tveimur dögum eftir vikuferð þar sem markmiðið var að tryggja allar eignir fyrirtækisins, sem hafa nú verið færðar í banka okkar í Bandaríkjunum með einstakri hjálp lögmanns okkar, sem vann að þessu baki brotnu. Sjóðir viðskiptavina okkar eru nú öruggir og starfsemi Dirty Dozen Group LLC hefur verið komið í skjól undan ásókn Kremlverja. Fyrir viðskiptavini okkar sem eiga eftir að greiða okkur - ekki senda peninga inn á úkraínska reikninga okkar, heldur bíðið þess að við sendum ykkur uppfærðar bankaupplýsingar. Biðjið fyrir hugrakka fólkinu í Úkraínu. Dýrð sé Úkraínu!“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Ætlunarverk Aron tókst með dyggri aðstoð bandarísks lögfræðings - rétt í tæka tíð fyrir innrás Rússa í Úkraínu, sem hófst af fullum krafti í nótt. Fyrirtæki Arons heitir The Dirty Dozen Expeditions og býður upp á köfunarferðir á afskekkta og háskalega staði. Það hefur haft starfsstöð í Úkraínu um árabil en hefur nú fært starfsemina úr landi. Aron er kominn heilu og höldnu til Dúbaí. Hann birti eftirfarandi yfirlýsingu á samfélagsmiðlum: „Í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu höfum við eins og gefur að skilja fengið fjölda tölvupósta frá viðskiptavinum okkar, enda fyrirtækið skráð í Kænugarði. Ég var að koma til Dúbaí frá Kænugarði fyrir tveimur dögum eftir vikuferð þar sem markmiðið var að tryggja allar eignir fyrirtækisins, sem hafa nú verið færðar í banka okkar í Bandaríkjunum með einstakri hjálp lögmanns okkar, sem vann að þessu baki brotnu. Sjóðir viðskiptavina okkar eru nú öruggir og starfsemi Dirty Dozen Group LLC hefur verið komið í skjól undan ásókn Kremlverja. Fyrir viðskiptavini okkar sem eiga eftir að greiða okkur - ekki senda peninga inn á úkraínska reikninga okkar, heldur bíðið þess að við sendum ykkur uppfærðar bankaupplýsingar. Biðjið fyrir hugrakka fólkinu í Úkraínu. Dýrð sé Úkraínu!“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45