Langelstur í leikhópnum: „Við eigum að lifa lífinu lifandi“ Elísabet Hanna skrifar 24. febrúar 2022 16:54 Aðalleikkonurnar í sýningunni, Nína Tamimi og Iðunn Stefánsdóttir, eru sjö ára gamlar og skipta þær með sér hlutverki Eyju í vetur. Siggi Sigurjóns leikur Rögnvald. Vísir/Vilhelm Söngleikurinn Langelstur að eilífu verður frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu um helgina þar sem Siggi Sigurjóns og Iðunn Eldey Stefánsdóttir fara með hlutverk Rögnvalds og Eyju. Iðunn deilir hlutverki Eyju með Nínu Sólrúnu Tamimi en tvöfaldur leikhópur er fyrir öll barnahlutverkin. Söngleikurinn er byggður á bókum Bergrúnar Írisar Söngleikurinn er byggður á vinsælum verðlaunabókum Bergrúnar Írisar og fjallar um Rögnvald og Eyju sem verða bestu vinir þrátt fyrir níutíu ára aldursmun. Bókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka árið 2019. „Þetta er frábær saga sem fjallar um vináttuna í mjög víðum skilningi og fyrir minn smekk er þetta vingjarnleg, mannbætandi hressandi sýning sem kennir okkur það að við eigum að lifa lífinu lifandi.“ Segir Siggi sem er alvanur leikhúsinu. Hann er þó ekki einn með börnunum í leikritinu heldur fara Ásgrímur Geir Logason og Júlíana Sara Gunnarsdóttir með hlutverk foreldranna. View this post on Instagram A post shared by Gaflaraleikhúsið (@gaflaraleikhusid.is) Sjö ára leikkona Iðunn Eldey fékk hlutverk Eyju eftir að foreldrar hennar bentu henni á prufurnar og hún varð strax mjög spennt fyrir því að fara enda alltaf langað til þess að leika í leikriti. Hún var alsæl að fá hlutverkið og fannst tilfinningin að landa því góð. Sjálf tengir hún vel við hlutverkið sem hún leikur og kann vel við persónuna. „Ef hún væri til og með mér í bekk, þá held ég að við værum mjög góðir vinir,“ segir hún um Eyju. Hún hefur mikinn áhuga á því að leika meira í framtíðinni og nýtur þess vel að vera á æfingum með öllum skemmtilegu meðleikurum sínum og segir þau öll vera mjög góða vini. View this post on Instagram A post shared by Gaflaraleikhúsið (@gaflaraleikhusid.is) Fagna frumsýningunni Leikritið frestaðist vegna Covid og fengu allir í leikhópnum veiruna, enda mjög samrýmd eins og Siggi orðaði það. Veiran tafði því fyrir uppfærslunni auk samkomutakmarkana. Siggi er spenntur að fagna frumsýningunum um helgina og ætlar hópurinn að lyfta sér upp að þeim loknum. Þar sem tveir leikhópar koma að verkinu eru frumsýningar á laugardaginn og sunnudaginn. „Við ætlum örugglega að fá okkur pizzu eða eitthvað eftir frumsýningu og ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði gott partý fyrir krakkana.“ Leikhús Menning Hafnarfjörður Krakkar Tengdar fréttir Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi. 18. nóvember 2021 12:31 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
Söngleikurinn er byggður á bókum Bergrúnar Írisar Söngleikurinn er byggður á vinsælum verðlaunabókum Bergrúnar Írisar og fjallar um Rögnvald og Eyju sem verða bestu vinir þrátt fyrir níutíu ára aldursmun. Bókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka árið 2019. „Þetta er frábær saga sem fjallar um vináttuna í mjög víðum skilningi og fyrir minn smekk er þetta vingjarnleg, mannbætandi hressandi sýning sem kennir okkur það að við eigum að lifa lífinu lifandi.“ Segir Siggi sem er alvanur leikhúsinu. Hann er þó ekki einn með börnunum í leikritinu heldur fara Ásgrímur Geir Logason og Júlíana Sara Gunnarsdóttir með hlutverk foreldranna. View this post on Instagram A post shared by Gaflaraleikhúsið (@gaflaraleikhusid.is) Sjö ára leikkona Iðunn Eldey fékk hlutverk Eyju eftir að foreldrar hennar bentu henni á prufurnar og hún varð strax mjög spennt fyrir því að fara enda alltaf langað til þess að leika í leikriti. Hún var alsæl að fá hlutverkið og fannst tilfinningin að landa því góð. Sjálf tengir hún vel við hlutverkið sem hún leikur og kann vel við persónuna. „Ef hún væri til og með mér í bekk, þá held ég að við værum mjög góðir vinir,“ segir hún um Eyju. Hún hefur mikinn áhuga á því að leika meira í framtíðinni og nýtur þess vel að vera á æfingum með öllum skemmtilegu meðleikurum sínum og segir þau öll vera mjög góða vini. View this post on Instagram A post shared by Gaflaraleikhúsið (@gaflaraleikhusid.is) Fagna frumsýningunni Leikritið frestaðist vegna Covid og fengu allir í leikhópnum veiruna, enda mjög samrýmd eins og Siggi orðaði það. Veiran tafði því fyrir uppfærslunni auk samkomutakmarkana. Siggi er spenntur að fagna frumsýningunum um helgina og ætlar hópurinn að lyfta sér upp að þeim loknum. Þar sem tveir leikhópar koma að verkinu eru frumsýningar á laugardaginn og sunnudaginn. „Við ætlum örugglega að fá okkur pizzu eða eitthvað eftir frumsýningu og ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði gott partý fyrir krakkana.“
Leikhús Menning Hafnarfjörður Krakkar Tengdar fréttir Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi. 18. nóvember 2021 12:31 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi. 18. nóvember 2021 12:31