Langelstur í leikhópnum: „Við eigum að lifa lífinu lifandi“ Elísabet Hanna skrifar 24. febrúar 2022 16:54 Aðalleikkonurnar í sýningunni, Nína Tamimi og Iðunn Stefánsdóttir, eru sjö ára gamlar og skipta þær með sér hlutverki Eyju í vetur. Siggi Sigurjóns leikur Rögnvald. Vísir/Vilhelm Söngleikurinn Langelstur að eilífu verður frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu um helgina þar sem Siggi Sigurjóns og Iðunn Eldey Stefánsdóttir fara með hlutverk Rögnvalds og Eyju. Iðunn deilir hlutverki Eyju með Nínu Sólrúnu Tamimi en tvöfaldur leikhópur er fyrir öll barnahlutverkin. Söngleikurinn er byggður á bókum Bergrúnar Írisar Söngleikurinn er byggður á vinsælum verðlaunabókum Bergrúnar Írisar og fjallar um Rögnvald og Eyju sem verða bestu vinir þrátt fyrir níutíu ára aldursmun. Bókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka árið 2019. „Þetta er frábær saga sem fjallar um vináttuna í mjög víðum skilningi og fyrir minn smekk er þetta vingjarnleg, mannbætandi hressandi sýning sem kennir okkur það að við eigum að lifa lífinu lifandi.“ Segir Siggi sem er alvanur leikhúsinu. Hann er þó ekki einn með börnunum í leikritinu heldur fara Ásgrímur Geir Logason og Júlíana Sara Gunnarsdóttir með hlutverk foreldranna. View this post on Instagram A post shared by Gaflaraleikhúsið (@gaflaraleikhusid.is) Sjö ára leikkona Iðunn Eldey fékk hlutverk Eyju eftir að foreldrar hennar bentu henni á prufurnar og hún varð strax mjög spennt fyrir því að fara enda alltaf langað til þess að leika í leikriti. Hún var alsæl að fá hlutverkið og fannst tilfinningin að landa því góð. Sjálf tengir hún vel við hlutverkið sem hún leikur og kann vel við persónuna. „Ef hún væri til og með mér í bekk, þá held ég að við værum mjög góðir vinir,“ segir hún um Eyju. Hún hefur mikinn áhuga á því að leika meira í framtíðinni og nýtur þess vel að vera á æfingum með öllum skemmtilegu meðleikurum sínum og segir þau öll vera mjög góða vini. View this post on Instagram A post shared by Gaflaraleikhúsið (@gaflaraleikhusid.is) Fagna frumsýningunni Leikritið frestaðist vegna Covid og fengu allir í leikhópnum veiruna, enda mjög samrýmd eins og Siggi orðaði það. Veiran tafði því fyrir uppfærslunni auk samkomutakmarkana. Siggi er spenntur að fagna frumsýningunum um helgina og ætlar hópurinn að lyfta sér upp að þeim loknum. Þar sem tveir leikhópar koma að verkinu eru frumsýningar á laugardaginn og sunnudaginn. „Við ætlum örugglega að fá okkur pizzu eða eitthvað eftir frumsýningu og ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði gott partý fyrir krakkana.“ Leikhús Menning Hafnarfjörður Krakkar Tengdar fréttir Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi. 18. nóvember 2021 12:31 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Söngleikurinn er byggður á bókum Bergrúnar Írisar Söngleikurinn er byggður á vinsælum verðlaunabókum Bergrúnar Írisar og fjallar um Rögnvald og Eyju sem verða bestu vinir þrátt fyrir níutíu ára aldursmun. Bókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka árið 2019. „Þetta er frábær saga sem fjallar um vináttuna í mjög víðum skilningi og fyrir minn smekk er þetta vingjarnleg, mannbætandi hressandi sýning sem kennir okkur það að við eigum að lifa lífinu lifandi.“ Segir Siggi sem er alvanur leikhúsinu. Hann er þó ekki einn með börnunum í leikritinu heldur fara Ásgrímur Geir Logason og Júlíana Sara Gunnarsdóttir með hlutverk foreldranna. View this post on Instagram A post shared by Gaflaraleikhúsið (@gaflaraleikhusid.is) Sjö ára leikkona Iðunn Eldey fékk hlutverk Eyju eftir að foreldrar hennar bentu henni á prufurnar og hún varð strax mjög spennt fyrir því að fara enda alltaf langað til þess að leika í leikriti. Hún var alsæl að fá hlutverkið og fannst tilfinningin að landa því góð. Sjálf tengir hún vel við hlutverkið sem hún leikur og kann vel við persónuna. „Ef hún væri til og með mér í bekk, þá held ég að við værum mjög góðir vinir,“ segir hún um Eyju. Hún hefur mikinn áhuga á því að leika meira í framtíðinni og nýtur þess vel að vera á æfingum með öllum skemmtilegu meðleikurum sínum og segir þau öll vera mjög góða vini. View this post on Instagram A post shared by Gaflaraleikhúsið (@gaflaraleikhusid.is) Fagna frumsýningunni Leikritið frestaðist vegna Covid og fengu allir í leikhópnum veiruna, enda mjög samrýmd eins og Siggi orðaði það. Veiran tafði því fyrir uppfærslunni auk samkomutakmarkana. Siggi er spenntur að fagna frumsýningunum um helgina og ætlar hópurinn að lyfta sér upp að þeim loknum. Þar sem tveir leikhópar koma að verkinu eru frumsýningar á laugardaginn og sunnudaginn. „Við ætlum örugglega að fá okkur pizzu eða eitthvað eftir frumsýningu og ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði gott partý fyrir krakkana.“
Leikhús Menning Hafnarfjörður Krakkar Tengdar fréttir Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi. 18. nóvember 2021 12:31 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi. 18. nóvember 2021 12:31