Stjórnvöld hvetja íbúa til að berjast gegn Rússum með bensínsprengjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 25. febrúar 2022 08:52 Slökkviliðsmenn slökkva eld í íbúðabyggingu í Kænugarði sem varð fyrir flugskeyti í dag. Getty/Pierre Crom Rússneski herinn er nú kominn inn í Obolon-hverfið í Kænugarði, um níu kílómetra norður af þinghúsinu í miðborg Kænugarðs. Úkraínsk stjórnvöld hafa hvatt íbúa til að berjast gegn innrásarhernum, meðal annars með því að útbúa bensínsprengjur. Sprengingar og skothljóð heyrast í norðurhluta borgarinnar. Þetta kemur fram í frétt AFP sem vísar í Twitter-færslu frá úkraínska varnarmálaráðuneytinu. Áður höfðu úkraínskir ráðamenn spáð því að Rússar myndu gera skriðdrekaárás á borgina í dag. „Almenningur reynir nú að komast í öruggt skjól og heyra má skothljóð og sprengjur í Obolonsky hverfinu. Heyra má stærri sprengingarnar í miðborginni,“ segir í frétt AFP. Rússneskar hersveitir komu að borgarmörkunum í gær þegar þyrlusveitir reyndu að ná yfirráðum á nálægum flugvelli. „Við hvetjum almenning til að láta okkur vita af ferðum innrásarhersins, að búa til Molotov kokteila og reyna að stöðva óvininn,“ segir í tilkynningu úkraínska yfirvalda. . ! « », ! - ! !— Defence of Ukraine (@DefenceU) February 25, 2022 Eftir nokkurra klukkustunda hvíld hófst árás Rússa aftur klukkan fjögur að staðartíma í nótt. Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa. Þá gaf einn helsti ráðgjafi úkraínska innanríkisráðuneytisins út í morgun að þeir sem „standi vörð um Kænugarð“ séu reiðubúnir með varnarkerfi gegn skriðdrekum sem Úkraínumenn hafi fengið frá erlendum samstarfsþjóðum. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Sprengingar og skothljóð heyrast í norðurhluta borgarinnar. Þetta kemur fram í frétt AFP sem vísar í Twitter-færslu frá úkraínska varnarmálaráðuneytinu. Áður höfðu úkraínskir ráðamenn spáð því að Rússar myndu gera skriðdrekaárás á borgina í dag. „Almenningur reynir nú að komast í öruggt skjól og heyra má skothljóð og sprengjur í Obolonsky hverfinu. Heyra má stærri sprengingarnar í miðborginni,“ segir í frétt AFP. Rússneskar hersveitir komu að borgarmörkunum í gær þegar þyrlusveitir reyndu að ná yfirráðum á nálægum flugvelli. „Við hvetjum almenning til að láta okkur vita af ferðum innrásarhersins, að búa til Molotov kokteila og reyna að stöðva óvininn,“ segir í tilkynningu úkraínska yfirvalda. . ! « », ! - ! !— Defence of Ukraine (@DefenceU) February 25, 2022 Eftir nokkurra klukkustunda hvíld hófst árás Rússa aftur klukkan fjögur að staðartíma í nótt. Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa. Þá gaf einn helsti ráðgjafi úkraínska innanríkisráðuneytisins út í morgun að þeir sem „standi vörð um Kænugarð“ séu reiðubúnir með varnarkerfi gegn skriðdrekum sem Úkraínumenn hafi fengið frá erlendum samstarfsþjóðum. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira