Tölum fyrir friði og mannúð Drífa Snædal skrifar 25. febrúar 2022 15:00 „Okkar helst von er einfaldlega þrá manneskjunnar eftir friði, fyrirlitning hennar á stríði, skynsemi hennar.“ - Olof Palme 1984 Í gær laut skynsemin í lægra haldi fyrir stríði þegar Pútín réðist inn í Úkraínu. Eins og alltaf græða fáir á stríði en hörmungarnar sem fylgja falla í skaut almennings sem þráir frið og fyrirlítur stríð. Við sem erum alin upp á tímum kalda stríðsins þekkjum orðfærið of vel, bæði af hálfu Rússa en líka það sem sumir á Vesturlöndum bregða nú fyrir sig. Við þekkjum þetta handrit en þekkjum líka mikilvægi baráttunnar fyrir friði og afvopnun. Sú barátta er alþjóðleg og hefur oft átt sér skjól í hinni alþjóðlegu verkalýðshreyfingu. Norræna verkalýðshreyfingin, sem ASÍ er hluti af, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem innrásin er fordæmd og hvatt er til samstöðu með almenningi og vinnandi fólki í Úkraínu. Sama hafa bæði Evrópusamtök verkalýðsfélaga (ETUC) og Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) gert. Þess er krafist að alþjóðalög, mannréttindi og lýðræði séu virt og minnt á að verkalýðshreyfingin stendur með almenningi og launafólki í Úkraínu. Minnt er á að Evrópuríki þurfi að vera tilbúin að axla ábyrgð gagnvart öllu því fólki sem nú hrekst á flótta frá heimilum sínum. Enn fremur krefjast bæði ITUC og ETUC þess að viðskiptaþvingunum sé beitt markvisst gegn Pútín og hans meðreiðarsveinum og að komið sé í veg fyrir að almenningur og launafólk verði harkalegast fyrir barðinu á slíkum refsiaðgerðum. Í þessu sambandi má efast um þær aðgerðir sem bæði Evrópusambandið og Bandaríkin hafa boðað en þær þykja ekki líklegar til að draga nokkuð máttinn úr stjórnvöldum í Moskvu. Heimurinn fer stöðugt minnkandi, samfélagsmiðlar hafa máð út landamæri í samskiptum og fólksflutningar milli landa hafa gert það að verkum að við þekkjum fólk víðar að, vinnum með fólki af ólíkum uppruna og tengjumst því á ýmsan hátt. Þetta á ekki síst við hér á landi þar sem vinnumarkaðurinn okkar er að hluta borinn upp af fólki frá Austur-Evrópu. Fjöldi félaga í okkar samtökum eiga um sárt að binda þessa dagana vegna átakanna, eiga ættingja og vini á stríðssvæðunum og við verðum að sýna stuðning og virðingu gagnvart félögum okkar. Við heyrum líka frá félögum okkar að hér á landi er nokkur fjöldi fólks frá Úkraínu sem hefur sótt um dvalarleyfi eða eru beinlínis í felum. Ég vil því ítreka þá kröfu að stjórnvöld veiti þessu fólki öryggi strax og fari svo að vinna að fjölskyldusameiningu og móttöku flóttafólks. Stríðið mun hafa afleiðingar víða í Evrópu og Ísland verður ekki undanskilið. Tölum fyrir friði og mannúð og gerum það strax sem í okkar valdi stendur. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Yfirlýsing Norrænu verkalýðshreyfingarinnar: https://www.asi.is/media/317662/council-of-nordic-trade-unions-statement-on-ukraine.pdf Yfirlýsing Evrópusamtaka verkalýðsfélaga (ETUC): https://www.etuc.org/en/pressrelease/ukraine-putins-war-must-stop Yfirlýsing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC): https://www.ituc-csi.org/ukraine-putin-war-must-stop Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Okkar helst von er einfaldlega þrá manneskjunnar eftir friði, fyrirlitning hennar á stríði, skynsemi hennar.“ - Olof Palme 1984 Í gær laut skynsemin í lægra haldi fyrir stríði þegar Pútín réðist inn í Úkraínu. Eins og alltaf græða fáir á stríði en hörmungarnar sem fylgja falla í skaut almennings sem þráir frið og fyrirlítur stríð. Við sem erum alin upp á tímum kalda stríðsins þekkjum orðfærið of vel, bæði af hálfu Rússa en líka það sem sumir á Vesturlöndum bregða nú fyrir sig. Við þekkjum þetta handrit en þekkjum líka mikilvægi baráttunnar fyrir friði og afvopnun. Sú barátta er alþjóðleg og hefur oft átt sér skjól í hinni alþjóðlegu verkalýðshreyfingu. Norræna verkalýðshreyfingin, sem ASÍ er hluti af, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem innrásin er fordæmd og hvatt er til samstöðu með almenningi og vinnandi fólki í Úkraínu. Sama hafa bæði Evrópusamtök verkalýðsfélaga (ETUC) og Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) gert. Þess er krafist að alþjóðalög, mannréttindi og lýðræði séu virt og minnt á að verkalýðshreyfingin stendur með almenningi og launafólki í Úkraínu. Minnt er á að Evrópuríki þurfi að vera tilbúin að axla ábyrgð gagnvart öllu því fólki sem nú hrekst á flótta frá heimilum sínum. Enn fremur krefjast bæði ITUC og ETUC þess að viðskiptaþvingunum sé beitt markvisst gegn Pútín og hans meðreiðarsveinum og að komið sé í veg fyrir að almenningur og launafólk verði harkalegast fyrir barðinu á slíkum refsiaðgerðum. Í þessu sambandi má efast um þær aðgerðir sem bæði Evrópusambandið og Bandaríkin hafa boðað en þær þykja ekki líklegar til að draga nokkuð máttinn úr stjórnvöldum í Moskvu. Heimurinn fer stöðugt minnkandi, samfélagsmiðlar hafa máð út landamæri í samskiptum og fólksflutningar milli landa hafa gert það að verkum að við þekkjum fólk víðar að, vinnum með fólki af ólíkum uppruna og tengjumst því á ýmsan hátt. Þetta á ekki síst við hér á landi þar sem vinnumarkaðurinn okkar er að hluta borinn upp af fólki frá Austur-Evrópu. Fjöldi félaga í okkar samtökum eiga um sárt að binda þessa dagana vegna átakanna, eiga ættingja og vini á stríðssvæðunum og við verðum að sýna stuðning og virðingu gagnvart félögum okkar. Við heyrum líka frá félögum okkar að hér á landi er nokkur fjöldi fólks frá Úkraínu sem hefur sótt um dvalarleyfi eða eru beinlínis í felum. Ég vil því ítreka þá kröfu að stjórnvöld veiti þessu fólki öryggi strax og fari svo að vinna að fjölskyldusameiningu og móttöku flóttafólks. Stríðið mun hafa afleiðingar víða í Evrópu og Ísland verður ekki undanskilið. Tölum fyrir friði og mannúð og gerum það strax sem í okkar valdi stendur. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Yfirlýsing Norrænu verkalýðshreyfingarinnar: https://www.asi.is/media/317662/council-of-nordic-trade-unions-statement-on-ukraine.pdf Yfirlýsing Evrópusamtaka verkalýðsfélaga (ETUC): https://www.etuc.org/en/pressrelease/ukraine-putins-war-must-stop Yfirlýsing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC): https://www.ituc-csi.org/ukraine-putin-war-must-stop
Yfirlýsing Norrænu verkalýðshreyfingarinnar: https://www.asi.is/media/317662/council-of-nordic-trade-unions-statement-on-ukraine.pdf Yfirlýsing Evrópusamtaka verkalýðsfélaga (ETUC): https://www.etuc.org/en/pressrelease/ukraine-putins-war-must-stop Yfirlýsing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC): https://www.ituc-csi.org/ukraine-putin-war-must-stop
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun