Innlent

Landspítali færður á neyðarstig

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Landspítalinn hefur verið færður á neyðarstig.
Landspítalinn hefur verið færður á neyðarstig. Vísir/vilhelm

Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Farsóttarnefnd tók þessa ákvörðun og tók nýtt ástand gildi klukkan 14 í dag.

Meginástæður þessa eru sagðar mikill fjöldi og aðflæði COVID smitaðra sjúklinga, fá legurými, miklar annir í COVID göngudeild, mikill fjöldi starfsmanna í einangrun og óheyrilegt álag á heilbrigðiskerfið í heild sinni. Þá er staðan á bráðamóttöku sögð mjög erfið og fráflæði þaðan er mjög tregt.

Í dag er 51 sjúklingur á Landspítala með virkt COVID smit. Einn er á gjörgæslu með COVID en vegna annars.

Metfjöldi bættist í hópinn í gær eða 14 en einungis 5 voru útskrifaðir úr honum. Það er því þröngt setinn bekkurinn og í dag verður allt kapp lagt á að hreyfa COVID sjúklinga í önnur úrræði til að eiga rými fyrir bráðainnlagnir dagsins.

Í gær greindust yfir 80 starfsmenn með COVID og eru nú að lágmarki 369 frá vinnu vegna þess.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ræddi við fréttastofu um hádegisbil um stöðuna á Landspítalanum. Í dag er fyrsti dagur eftir að fullar afléttingar tóku gildi hér á landi, bæði innanlands og á landamærum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×