Lífið

Sean Penn gerir heimildarmynd um innrás Rússa í Úkraínu

Elísabet Hanna skrifar
Sean Penn gerir mynd um innrás Rússlands í Úkraínu.
Sean Penn gerir mynd um innrás Rússlands í Úkraínu. Getty/ Cindy Ord

Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn er staddur í Úkraínu þar sem hann vinnur að heimildarmynd um innrás Rússlands. Hann flaug til Kyiv til þess að festa atburðina sem eru að eiga sér stað á filmu. Hann hefur verið að fylgjast með aðdragandanum um nokkurt skeið en hann sást fyrst að störfum við myndina í Úkraínu í nóvember.

„Leikstjórinn kom sérstaklega til Kyiv til að taka upp alla atburðina sem eru að eiga sér stað í Úkraínu til þess að segja heiminum sannleikann á bakvið innrás Rússlands í landið okkar. Sean Penn er meðal þeirra sem styðja við Úkraínu í dag. Landið okkar er honum þakklátt fyrir að sýna slíkt hugrekki og heiðarleika.“ Sagði meðal annars í yfirlýsingu frá embætti forsetans. 

„Sean Penn er að sýna hugrekki sem marga hefur skort, sérstaklega suma í vestrænum stjórnmálum,“ 

bætir yfirlýsingin við. Stjórnvöld í Úkraínu eru leikaranum þakklát og tala um hann sem sannan vin landsins. Sean hitti Volódímír Selenskí forseta Úkraínu fyrr í vikunni og hefur verið að fylgjast náið með gangi mála.


Tengdar fréttir

„Biðjið fyrir okkur“

Stríðsástand í Úkraínu hefur auðvitað mikil áhrif á marga og ekki bara Úkraínumenn og Rússa. Erlendir atvinnumenn í landinu eru í vandræðum að sleppa í burtu.

Vaktin: Undirbúa sig fyrir umfangsmikla árás á Kænugarð

Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 

Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna

Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×