Schalke 04 reið fyrst á vaðið með því að fjarlægja merki rússneska gas fyrirtækinu GAZPROM af treyjum liðsins. Austria Wien gerði slíkt hið sama þegar liðið lét einnig fjarlægja merki GAZPROM af sínum keppnistreyjum.
GAZPROM er einnig einn helsti styrktaraðili UEFA en knattspyrnusambandið er að leita leiða til að segja upp styrktarsamningnum við rússneska fyrirtækið.
UEFA taking legal advice over how to end Gazprom sponsorship.
— Simon Stone (@sistoney67) February 25, 2022
Í gærkvöldi bættist Manchester United við í hóp þessara evrópska félaga þegar félagið tilkynnti að samningum við rússneska flugfélagið Aeroflot hafi verið sagt upp. Í tilkynningunni segir að félagið deili áhyggjum stuðningsmanna liðsins víðs vegar um heiminn og vottar samúð sína til þeirra sem hafa orðið fyrir áhrifum á ástandinu sem núna ríkir í Úkraínu.