Sakar þingmenn um að ganga erinda áfengisframleiðenda Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. febrúar 2022 19:50 Á meðal þess sem til stóð að innleiða voru varúðarmiðar á áfengisflöskur, líkt og nú er alþekkt á tóbaksumbúðum. Vísir/Getty Dregið var hressilega úr viðvörunum gegn áfengisneyslu á síðustu stundu þegar Evrópuþingið samþykkti nýja lýðheilsuáætlun til að sporna við krabbameini. Formaður Evrópsku krabbameinssamtakanna segir að þingmenn hafi gengið erinda áfengisframleiðenda í Suður-Evrópu. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, líkt og aðrar alþjóðlegar stofnanir sem fjalla um heilbrigði, hafa árum saman verið sammála um að áfengisneysla í hvaða formi sem er, auki líkurnar á krabbameini. Og því meiri sem neyslan er, því meiri séu líkurnar. Í skýrslu frá árinu 2016 um tengsl áfengisneyslu og krabbameins kemur fram að 10 % krabbameinstilfella á meðal karla megi rekja til áfengisneyslu og 3 % af krabbameinstilfellum kvenna. Það skyldi því engan undra að í komandi lýðheilsuátaki, svokallaðri Evrópuáætlun gegn krabbameini, skyldi hafa staðið til að vekja greinilega athygli á þessum skaðlegu áhrifum áfengis og þeirri áhættu sem áfengisneyslu getur fylgt. Tillögunni breytt á síðustu stundu Á síðustu stundu samþykkti meirihluti þingmanna Evrópuþingsins að draga allhressilega úr varnaðarorðunum um hættuna af áfengisneyslu í lýðheilsuáætluninni. Flestir þeirra eru frá ríkjum Suður-Evrópu, þar sem vín- og bjóriðnaður skiptir gríðarlega miklu máli. Fremst í flokki þingmanna sem vildu draga úr viðvörunum um skaðsemi áfengisneyslu er spænsk þingkona hins hægri sinnaða Lýðflokks á Evrópuþinginu, Dolors Montserrat, sem í þokkabót er fyrrverandi heilbrigðisráðherra Spánar. Hún fagnaði sigrinum á Twitter og sagði að henni og flokki hennar hefði tekist að koma í veg fyrir glæpavæðingu víns, bjórs og freyðivíns. Hún vilji standa vörð um hóflega neyslu áfengis og neysluhætti og matarsiði ríkja við Miðjarðarhafið. Á meðal þess sem til stóð að innleiða voru varúðarmiðar á áfengisflöskur, líkt og nú er alþekkt á tóbaksumbúðum, þess efnis að neysla áfengis geti verið krabbameinsvaldandi. Þá stóð til að banna auglýsingar á áfengum drykkjum á öllum íþróttaviðburðum, en nú hefur verið fallið frá því og þess í stað verður eingöngu sett bann við að auglýsingum á íþróttamótum barna og unglinga. Segir áfengisframleiðendur stjórna þingmönnum Formaður Evrópsku krabbameinssamtakanna, Andreas Charalambous, segir að meirihluti þingmanna Evrópuþingsins hafi látið stjórnast af hagsmunum áfengisframleiðenda, en samtökin halda því fram að árlega megi rekja 740.000 krabbameinstilfelli í Evrópu til áfengisneyslu. Þess má að lokum geta að þær þrjár þjóðir Evrópusambandsins þar sem flestir neyta áfengis daglega eru Portúgal, Spánn og Ítalía, í þessari röð. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Evrópusambandið Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, líkt og aðrar alþjóðlegar stofnanir sem fjalla um heilbrigði, hafa árum saman verið sammála um að áfengisneysla í hvaða formi sem er, auki líkurnar á krabbameini. Og því meiri sem neyslan er, því meiri séu líkurnar. Í skýrslu frá árinu 2016 um tengsl áfengisneyslu og krabbameins kemur fram að 10 % krabbameinstilfella á meðal karla megi rekja til áfengisneyslu og 3 % af krabbameinstilfellum kvenna. Það skyldi því engan undra að í komandi lýðheilsuátaki, svokallaðri Evrópuáætlun gegn krabbameini, skyldi hafa staðið til að vekja greinilega athygli á þessum skaðlegu áhrifum áfengis og þeirri áhættu sem áfengisneyslu getur fylgt. Tillögunni breytt á síðustu stundu Á síðustu stundu samþykkti meirihluti þingmanna Evrópuþingsins að draga allhressilega úr varnaðarorðunum um hættuna af áfengisneyslu í lýðheilsuáætluninni. Flestir þeirra eru frá ríkjum Suður-Evrópu, þar sem vín- og bjóriðnaður skiptir gríðarlega miklu máli. Fremst í flokki þingmanna sem vildu draga úr viðvörunum um skaðsemi áfengisneyslu er spænsk þingkona hins hægri sinnaða Lýðflokks á Evrópuþinginu, Dolors Montserrat, sem í þokkabót er fyrrverandi heilbrigðisráðherra Spánar. Hún fagnaði sigrinum á Twitter og sagði að henni og flokki hennar hefði tekist að koma í veg fyrir glæpavæðingu víns, bjórs og freyðivíns. Hún vilji standa vörð um hóflega neyslu áfengis og neysluhætti og matarsiði ríkja við Miðjarðarhafið. Á meðal þess sem til stóð að innleiða voru varúðarmiðar á áfengisflöskur, líkt og nú er alþekkt á tóbaksumbúðum, þess efnis að neysla áfengis geti verið krabbameinsvaldandi. Þá stóð til að banna auglýsingar á áfengum drykkjum á öllum íþróttaviðburðum, en nú hefur verið fallið frá því og þess í stað verður eingöngu sett bann við að auglýsingum á íþróttamótum barna og unglinga. Segir áfengisframleiðendur stjórna þingmönnum Formaður Evrópsku krabbameinssamtakanna, Andreas Charalambous, segir að meirihluti þingmanna Evrópuþingsins hafi látið stjórnast af hagsmunum áfengisframleiðenda, en samtökin halda því fram að árlega megi rekja 740.000 krabbameinstilfelli í Evrópu til áfengisneyslu. Þess má að lokum geta að þær þrjár þjóðir Evrópusambandsins þar sem flestir neyta áfengis daglega eru Portúgal, Spánn og Ítalía, í þessari röð.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Evrópusambandið Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira