Auðlindarenta og hagkvæmni – Íslenski sjávarútvegurinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. febrúar 2022 08:01 Þann 26. febrúar síðastliðinn skrifaði Indriði H. Þorláksson grein á Kjarninn.is sem fjallaði um hvers vegna íslensku þjóðinni gremst kvótakerfið. Í stuttu máli gremst fólki það að stjórnvöld leyfi mörg hundruð milljörðum af þjóðareign að renna til fáeinna aðila án teljanlegs endurgjalds árum og áratugum saman. Ég deili þessari gremju svo sannarlega og tel hana óverjandi, en það er mikilvægt að taka umræðuna út frá sem flestum vinklum. Fyrir tæpu ári skrifaði ég grein hér á Vísi þar sem ég sýndi með einfaldri rökhugsun að stjórnvöld eru ekki að hámarka hagsmuni sína heldur hagsmuni útgerðanna. Hér ætla ég að halda þeirri umræðu áfram út frá auðlindarentunni sjálfri og hvers vegna auðlindagjöld komi ekki til með að hafa neikvæð áhrif á sjávarútveginn. Renta í hagfræði er almennt skilgreind sem arður umfram eðlilega afkomu. Því er renta arður sem er umfram það sem að fjárfestar þurfa til þess að vilja ráðast í viðkomandi fjárfestingu. Það er einnig þekkt í hagfræði að mörgum tegundum skatta geta fylgt óæskilegir afleiðingar, svo sem að ekki sé ráðist í framkvæmdir sem hefði verið ráðist í ef engir skattar væru til staðar. Skoðum einfalt skýridæmi: Fyrirtæki á 1.000kr á banka. Fyrirtækið getur ráðist í framkvæmdir sem kosta 1.000kr og eru taldar munu skila fyrirtækinu 1.100kr til baka. Þar sem fyrirtækið hefur 10% arðsemiskröfu (ávöxtunarviðmið) þá lítur fjárfestingin vel út, þar sem 100kr hagnaðurinn er akkúrat 10% af 1.000kr. En ef fyrirtækið þarf að greiða skatt af hagnaðinum þá hagnast það í raun um minna en 10% og því lítur fjárfestingin ekki nógu vel út lengur. Af dæminu má því ráða að skattheimta kann að valda því að fjárfestar ráðast ekki í sumar fjárfestingar sem hefðu ef til vill komið samfélaginu sem heild til góða. En ekki eru allar tegundir skattheimtu eins hvað þetta varðar og þar má sérstaklega nefna skattlagningu á rentu. Renta, samkvæmt fyrrnefndri skilgreiningu, er nefnilega arður umfram það sem fjárfestar vilja að lágmarki. Lágmarkið í dæminu áðan var 10%. Öll skattheimta af hagnaði umfram þessi 10% hefur í reynd engin áhrif á vilja fyrirtækisins til að ráðast í framkvæmdina, jafnvel þó skattlagningin væri 100%. Ef fyrirtækið gæti fjárfest þessum 1.000kr í fjárfestingu sem væri talin gefa af sér 3.000kr en þekkt væri að skattheimta á rentu væri 100%, þá myndi fyrirtækið einfaldlega hugsa fjárfestinguna sem fjárfestingu með 100kr (10%) arðsemi. Enda myndi ríkið taka til sín 100% af öllu umfram fyrsta 100kr hagnaðinum (s.s. allt sem telst til rentu). Fjárfestingin væri samt áfram þess virði að ráðast í og samkeppnishæf við aðra fjárfestingarmöguleika. Fyrir íslenskan sjávarútveg þýðir þetta einfaldlega að það þarf enga rentu til þess að menn haldist í greininni. Íslenskur sjávarútvegur mun lifa góðu lífi áfram með öllum þörfum fjárfestingum og mögulegum hagræðingaraðgerðum þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld fara að rukka hærra auðlindagjald. Helstu rökin á móti rentuskatti væru þau að erfitt væri að reikna hvar raunveruleg renta byrjar og iðnaðurinn myndi ekki einu sinni skila eðlilegri afkomu með auknum álögum. Ljóst er þó á fyrirliggjandi útreikningum á auðlindarentu í sjávarútvegi, sjá t.d. áðurnefnda grein Indriða, að svigrúmið til að hækka auðlindagjöld er óhóflega breytt, og engar raunhæfar áhyggjur geta verið af því að íslenski sjávarútvegurinn muni ekki skila eðlilegri ávöxtun. Þá er rétt að nefna hér í lokin að vitanlega væri þessi aukna gjaldtaka ekki skattur. Hún væri einfaldlega eðlileg leiga á takmarkaðri auðlind sem er í eigu íslensku þjóðarinnar en ekki einkaaðila, þrátt fyrir að sama hagfræðilega röksemdafærsla gildi um hana og hefðbundna rentu skattlagningu. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Sjávarútvegur Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þann 26. febrúar síðastliðinn skrifaði Indriði H. Þorláksson grein á Kjarninn.is sem fjallaði um hvers vegna íslensku þjóðinni gremst kvótakerfið. Í stuttu máli gremst fólki það að stjórnvöld leyfi mörg hundruð milljörðum af þjóðareign að renna til fáeinna aðila án teljanlegs endurgjalds árum og áratugum saman. Ég deili þessari gremju svo sannarlega og tel hana óverjandi, en það er mikilvægt að taka umræðuna út frá sem flestum vinklum. Fyrir tæpu ári skrifaði ég grein hér á Vísi þar sem ég sýndi með einfaldri rökhugsun að stjórnvöld eru ekki að hámarka hagsmuni sína heldur hagsmuni útgerðanna. Hér ætla ég að halda þeirri umræðu áfram út frá auðlindarentunni sjálfri og hvers vegna auðlindagjöld komi ekki til með að hafa neikvæð áhrif á sjávarútveginn. Renta í hagfræði er almennt skilgreind sem arður umfram eðlilega afkomu. Því er renta arður sem er umfram það sem að fjárfestar þurfa til þess að vilja ráðast í viðkomandi fjárfestingu. Það er einnig þekkt í hagfræði að mörgum tegundum skatta geta fylgt óæskilegir afleiðingar, svo sem að ekki sé ráðist í framkvæmdir sem hefði verið ráðist í ef engir skattar væru til staðar. Skoðum einfalt skýridæmi: Fyrirtæki á 1.000kr á banka. Fyrirtækið getur ráðist í framkvæmdir sem kosta 1.000kr og eru taldar munu skila fyrirtækinu 1.100kr til baka. Þar sem fyrirtækið hefur 10% arðsemiskröfu (ávöxtunarviðmið) þá lítur fjárfestingin vel út, þar sem 100kr hagnaðurinn er akkúrat 10% af 1.000kr. En ef fyrirtækið þarf að greiða skatt af hagnaðinum þá hagnast það í raun um minna en 10% og því lítur fjárfestingin ekki nógu vel út lengur. Af dæminu má því ráða að skattheimta kann að valda því að fjárfestar ráðast ekki í sumar fjárfestingar sem hefðu ef til vill komið samfélaginu sem heild til góða. En ekki eru allar tegundir skattheimtu eins hvað þetta varðar og þar má sérstaklega nefna skattlagningu á rentu. Renta, samkvæmt fyrrnefndri skilgreiningu, er nefnilega arður umfram það sem fjárfestar vilja að lágmarki. Lágmarkið í dæminu áðan var 10%. Öll skattheimta af hagnaði umfram þessi 10% hefur í reynd engin áhrif á vilja fyrirtækisins til að ráðast í framkvæmdina, jafnvel þó skattlagningin væri 100%. Ef fyrirtækið gæti fjárfest þessum 1.000kr í fjárfestingu sem væri talin gefa af sér 3.000kr en þekkt væri að skattheimta á rentu væri 100%, þá myndi fyrirtækið einfaldlega hugsa fjárfestinguna sem fjárfestingu með 100kr (10%) arðsemi. Enda myndi ríkið taka til sín 100% af öllu umfram fyrsta 100kr hagnaðinum (s.s. allt sem telst til rentu). Fjárfestingin væri samt áfram þess virði að ráðast í og samkeppnishæf við aðra fjárfestingarmöguleika. Fyrir íslenskan sjávarútveg þýðir þetta einfaldlega að það þarf enga rentu til þess að menn haldist í greininni. Íslenskur sjávarútvegur mun lifa góðu lífi áfram með öllum þörfum fjárfestingum og mögulegum hagræðingaraðgerðum þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld fara að rukka hærra auðlindagjald. Helstu rökin á móti rentuskatti væru þau að erfitt væri að reikna hvar raunveruleg renta byrjar og iðnaðurinn myndi ekki einu sinni skila eðlilegri afkomu með auknum álögum. Ljóst er þó á fyrirliggjandi útreikningum á auðlindarentu í sjávarútvegi, sjá t.d. áðurnefnda grein Indriða, að svigrúmið til að hækka auðlindagjöld er óhóflega breytt, og engar raunhæfar áhyggjur geta verið af því að íslenski sjávarútvegurinn muni ekki skila eðlilegri ávöxtun. Þá er rétt að nefna hér í lokin að vitanlega væri þessi aukna gjaldtaka ekki skattur. Hún væri einfaldlega eðlileg leiga á takmarkaðri auðlind sem er í eigu íslensku þjóðarinnar en ekki einkaaðila, þrátt fyrir að sama hagfræðilega röksemdafærsla gildi um hana og hefðbundna rentu skattlagningu. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun