Svíar og Tékkar bætast í hóp þjóða sem neita að spila gegn Rússum Atli Arason skrifar 27. febrúar 2022 12:00 Karl-Erik Nilsson, forseti sænska knattspyrnusambandsins, ásamt Gianni Infantino, forseta FIFA, á HM 2018 í Rússlandi. (Photo by VI Images via Getty Images) Getty Images Hvorki Svíþjóð né Tékkland mun spila gegn Rússlandi í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar, komi til þess að liðin mætast í úrslitaleik umspilsins. Pólska knattspyrnusambandið tilkynnti á dögunum að landslið þeirra myndi ekki spila við Rússa í umspili um laust sæti á HM. Leikurinn á að fara fram þann 24. mars næstkomandi og er undanúrslitaleikur umspilsins. Í hinum undanúrslitaleiknum eiga Svíar og Tékkar að mætast. Sænska knattspyrnusambandið staðfesti í gær að liðið muni ekki leika við Rússa, komi til þess að liðin tvö myndu leika í úrslitum umspilsins þann 29. mars. Í tilkynningu sambandsins segir að sænska landsliðið muni ekki spila gegn Rússlandi, sama hvar leikurinn fari fram. Svíar hvetja FIFA einnig til þess að aflýsa öllum umspilsleikjum í mars þar sem Rússar eiga þátttökurétt að. „Þessar ólöglegu og óréttlætanlegu innrásir í Úkraínu gerir að verkum að öll fótboltaleg samskipti við Rússa eru ómöguleg,“ sagði Karl-Erik Nilsson, forseti sænska knattspyrnusambandsins. „Burt séð frá því hver loka ákvörðun FIFA verður, þá munum við ekki spila gegn Rússlandi í mars.“ Tékkar bættust í dag við þennan hóp þjóða sem neita að leika við Rússland. Í tilkynningu frá tékkneska knattspyrnusambandsins segir að stjórn sambandsins, starfsfólk og leikmenn eru öll sammála um að ekki er hægt að spila gegn rússneska landsliðinu í núverandi ástandi, ekki einu sinni á hlutlausum velli. Sambandið vonist til þess að stríðið í Úkraínu ljúki sem fyrst. "The Czech FA executive committee, staff members and players of the national team agreed it's not possible to play against the Russian national team in the current situation, not even on the neutral venue. We all want the war to end as soon as possible." pic.twitter.com/NQK6YGNoHJ— Czech Football National Team (@ceskarepre_eng) February 27, 2022 HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Pólska knattspyrnusambandið tilkynnti á dögunum að landslið þeirra myndi ekki spila við Rússa í umspili um laust sæti á HM. Leikurinn á að fara fram þann 24. mars næstkomandi og er undanúrslitaleikur umspilsins. Í hinum undanúrslitaleiknum eiga Svíar og Tékkar að mætast. Sænska knattspyrnusambandið staðfesti í gær að liðið muni ekki leika við Rússa, komi til þess að liðin tvö myndu leika í úrslitum umspilsins þann 29. mars. Í tilkynningu sambandsins segir að sænska landsliðið muni ekki spila gegn Rússlandi, sama hvar leikurinn fari fram. Svíar hvetja FIFA einnig til þess að aflýsa öllum umspilsleikjum í mars þar sem Rússar eiga þátttökurétt að. „Þessar ólöglegu og óréttlætanlegu innrásir í Úkraínu gerir að verkum að öll fótboltaleg samskipti við Rússa eru ómöguleg,“ sagði Karl-Erik Nilsson, forseti sænska knattspyrnusambandsins. „Burt séð frá því hver loka ákvörðun FIFA verður, þá munum við ekki spila gegn Rússlandi í mars.“ Tékkar bættust í dag við þennan hóp þjóða sem neita að leika við Rússland. Í tilkynningu frá tékkneska knattspyrnusambandsins segir að stjórn sambandsins, starfsfólk og leikmenn eru öll sammála um að ekki er hægt að spila gegn rússneska landsliðinu í núverandi ástandi, ekki einu sinni á hlutlausum velli. Sambandið vonist til þess að stríðið í Úkraínu ljúki sem fyrst. "The Czech FA executive committee, staff members and players of the national team agreed it's not possible to play against the Russian national team in the current situation, not even on the neutral venue. We all want the war to end as soon as possible." pic.twitter.com/NQK6YGNoHJ— Czech Football National Team (@ceskarepre_eng) February 27, 2022
HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira