Hefur safnað 20 milljónum með söfnun dósa við vegi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. febrúar 2022 21:03 Guðni Guðmundsson, bóndi á Þverlæk, sem hefur safnað 20 milljónum króna á síðustu 17 árum með því að tína dósir og plastflöskur meðfram vegum á Suðurlandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Áttatíu og átta ára bóndi í Rangárvallasýslu hefur safnað 20 milljónum króna á síðustu sautján árum með því að safna dósum með fram vegum. Peningana hefur hann gefið til íþróttafélagsins í sveitinni, svo börnin geti æft íþróttir frítt. Hér erum við að tala um Guðna Guðmundsson, bónda á Þverlæk í Holtum í Rangárþingi ytra. Guðni er eldsprækur og í fanta formi, 88 ára gamall, enda heldur hann sér gangandi með því að ganga með fram vegum og tína dósir. Guðni er með aðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér þar sem hann flokkar allt samviskusamlega áður hann fer með afraksturinn á endurvinnslustöð og fær peninginn. Íþróttafélagið Garpur í Holtum hefur fengið peningana, auk þess sem fimleikadeild Ungmennafélagsins Heklu hefur fengið líka peninga en barnabarnabörn Guðna æfa með félaginu. Guðni að flokka í bílskúrnum á Þverlæk.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta gengur vel og mér finnst þetta bara skemmtilegt starf. Ég er búin að safna um 20 milljónum á þessum 17 árum. Síðustu ár hafa þetta verið um 2 milljónir á ári. Ég reyni svo að vanda við með flokkun og talningu áður en ég fer afraksturinn á endurvinnslustöð,“ segir Guðni. Guðni segist ekki bara finna dósir og flöskur í vegköntum, sem fólk hefur hent út úr bílum sínum, nei, þar kennir margra grasa. Guðni heldur sér í mjög góðu formi með því að ganga með fram vegum og safna þar verðmætum í formi dósa og einnota plastumbúðum undan gosi.Fannar Freyr Magnússon „Já, já, ég finn verkfæri, skilríki og kort, bankakort, ökuskírteini og sums staðar liggja tjakkarnir. Og það hefur komið fyrir að ég hef fundið peningaseðla og nóg af húfum og vettlingum, það hef ég ekki þurft að kaupa þessi ár,“ segir Guðni og hlær. Guðni segist reyna að fara eitthvað út alla daga til að tína en síðustu vikur hafi þó verið erfiðar út af öllum snjónum. En hvað ætlar hann að tína lengi áfram? „Það er ekkert plan um það, bara á meðan ég get.“ En hyggst Guðni fara í aðra landshluta og tína? „Það væri skrambi gaman,“ segir hann og skellir upp úr. Guðni með pokann sinn, sem umbúðirnar fara í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Veistu um fleiri hvunndagshetjur eins og Guðna? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Rangárþing ytra Gosdrykkir Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Hér erum við að tala um Guðna Guðmundsson, bónda á Þverlæk í Holtum í Rangárþingi ytra. Guðni er eldsprækur og í fanta formi, 88 ára gamall, enda heldur hann sér gangandi með því að ganga með fram vegum og tína dósir. Guðni er með aðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér þar sem hann flokkar allt samviskusamlega áður hann fer með afraksturinn á endurvinnslustöð og fær peninginn. Íþróttafélagið Garpur í Holtum hefur fengið peningana, auk þess sem fimleikadeild Ungmennafélagsins Heklu hefur fengið líka peninga en barnabarnabörn Guðna æfa með félaginu. Guðni að flokka í bílskúrnum á Þverlæk.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta gengur vel og mér finnst þetta bara skemmtilegt starf. Ég er búin að safna um 20 milljónum á þessum 17 árum. Síðustu ár hafa þetta verið um 2 milljónir á ári. Ég reyni svo að vanda við með flokkun og talningu áður en ég fer afraksturinn á endurvinnslustöð,“ segir Guðni. Guðni segist ekki bara finna dósir og flöskur í vegköntum, sem fólk hefur hent út úr bílum sínum, nei, þar kennir margra grasa. Guðni heldur sér í mjög góðu formi með því að ganga með fram vegum og safna þar verðmætum í formi dósa og einnota plastumbúðum undan gosi.Fannar Freyr Magnússon „Já, já, ég finn verkfæri, skilríki og kort, bankakort, ökuskírteini og sums staðar liggja tjakkarnir. Og það hefur komið fyrir að ég hef fundið peningaseðla og nóg af húfum og vettlingum, það hef ég ekki þurft að kaupa þessi ár,“ segir Guðni og hlær. Guðni segist reyna að fara eitthvað út alla daga til að tína en síðustu vikur hafi þó verið erfiðar út af öllum snjónum. En hvað ætlar hann að tína lengi áfram? „Það er ekkert plan um það, bara á meðan ég get.“ En hyggst Guðni fara í aðra landshluta og tína? „Það væri skrambi gaman,“ segir hann og skellir upp úr. Guðni með pokann sinn, sem umbúðirnar fara í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Veistu um fleiri hvunndagshetjur eins og Guðna? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.
Rangárþing ytra Gosdrykkir Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira