Halldór Jóhann: Getum ekki farið að pæla í bikarhelginni strax Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 27. febrúar 2022 22:02 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var vægast satt ósáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Halldór Jóhann Sigfússon var að vonum sáttur með sitt lið er það vann eins marks sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld í 16. umferð Olís deild karla. „Þetta var bara frábær sigur. Þetta er búið að vera langt tímabil, með mörgum leikjum, ef við tökum bikarinn með inn í þetta. Það var farið að sitja í mönnumog við höfum bara verið að dýla við smá meiðslapakka og höfum þurft að gefa mönnum mjög fáar mínútur inni í leikjunum. En ég er nátturlega ótrúlega stoltur af liðinu mínu að hafa klárað þetta hérna í dag. Við lentum í smá brasi þarna í þriggja marka forystu og mér fannst það algjör óþarfi að hafa kastað þessu frá sér. En við vorum sterkir heldur en Stjarnan á síðustu fimm mínútunum og það skilaði sigrinum.“ Hafði Halldór Jóhann að segja að leik loknum. „Það vill oft gerast í Íslensku deildinni að leikir séu kaflaskiptir. Menn voru oft að skipta um vörn og það er erfitt að spila á móti Stjörnunni þegar þeir spila þrjár mismunandi varnir. Menn voru líka orðnir pínu þreyttir á tímabili í leiknum. Og mér fannst við á sama tíma vera að láta leka of mikið hérna í svona tíu mínútna kafla. Annars spiluðum við frábæra vörn hérna í 50. mínútur í leiknum, fyrir utan kannski fyrstu sjö mínúturnar eða svo. En þetta er svolítið viðlagandi við Íslenska boltann að það eru oft of miklar sveiflur á leikjunum. Þetta er eitthvað sem ég hef talað um í mínu liði að vilja bara eyða.“ „Heilt yfir vorum við að spila betri vörn. Við vorum að fá ódýrari mörk úr hraðaupphlaupum og við keyrðum ansi vel á þá. Við erum að skora eitthvað í kringum tíu mörk úr hraðaupphlaupum og seinni bylgju sem er bara frábært. Við höfum vaxið nú þegar liðið er á veturinn og nýtt ár. Ég held að þetta hafi bara verið það. Og svo vorum við heilt yfir með betri markvörslu.“ „Við erum fyrst og fremst ósáttir með síðustu fimmtán mínúturnar í síðasta leiknum okkar á móti Aftureldingu en annars höfum við verið ágætir. Það hefði mátt ganga betur á móti Haukum, við fórum með svolítið mikið af dauðafærum. Við fórum líka áfram í bikar í undanúrslitin, frábær leikur á móti ÍBV. Það sem aðallega svíður mig er þessi Aftureldingar leikur. En við svöruðum fyrir það í dag.“ Sagði Halldór Jóhann aðspurður út í gengi liðsins eftir áramót. „Mér fannst við á mörgum köflum í leiknum vera mjög góðir. Núna verðum við bara að halda áfram. Það er Grótta næst og við getum ekki farið að pæla í einhverri bikarhelgi strax. Fyrst þurfum við að klára deildarleikina áður en við förum að hugsa um það.“ Hafði Halldór Jóhann að segja að lokum. UMF Selfoss Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Selfoss 26-27 | Dramatískur sigur Selfyssinga Selfoss vann mikilvægan sigur á Stjörnunni í Olís deildinni í handbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 27. febrúar 2022 20:42 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
„Þetta var bara frábær sigur. Þetta er búið að vera langt tímabil, með mörgum leikjum, ef við tökum bikarinn með inn í þetta. Það var farið að sitja í mönnumog við höfum bara verið að dýla við smá meiðslapakka og höfum þurft að gefa mönnum mjög fáar mínútur inni í leikjunum. En ég er nátturlega ótrúlega stoltur af liðinu mínu að hafa klárað þetta hérna í dag. Við lentum í smá brasi þarna í þriggja marka forystu og mér fannst það algjör óþarfi að hafa kastað þessu frá sér. En við vorum sterkir heldur en Stjarnan á síðustu fimm mínútunum og það skilaði sigrinum.“ Hafði Halldór Jóhann að segja að leik loknum. „Það vill oft gerast í Íslensku deildinni að leikir séu kaflaskiptir. Menn voru oft að skipta um vörn og það er erfitt að spila á móti Stjörnunni þegar þeir spila þrjár mismunandi varnir. Menn voru líka orðnir pínu þreyttir á tímabili í leiknum. Og mér fannst við á sama tíma vera að láta leka of mikið hérna í svona tíu mínútna kafla. Annars spiluðum við frábæra vörn hérna í 50. mínútur í leiknum, fyrir utan kannski fyrstu sjö mínúturnar eða svo. En þetta er svolítið viðlagandi við Íslenska boltann að það eru oft of miklar sveiflur á leikjunum. Þetta er eitthvað sem ég hef talað um í mínu liði að vilja bara eyða.“ „Heilt yfir vorum við að spila betri vörn. Við vorum að fá ódýrari mörk úr hraðaupphlaupum og við keyrðum ansi vel á þá. Við erum að skora eitthvað í kringum tíu mörk úr hraðaupphlaupum og seinni bylgju sem er bara frábært. Við höfum vaxið nú þegar liðið er á veturinn og nýtt ár. Ég held að þetta hafi bara verið það. Og svo vorum við heilt yfir með betri markvörslu.“ „Við erum fyrst og fremst ósáttir með síðustu fimmtán mínúturnar í síðasta leiknum okkar á móti Aftureldingu en annars höfum við verið ágætir. Það hefði mátt ganga betur á móti Haukum, við fórum með svolítið mikið af dauðafærum. Við fórum líka áfram í bikar í undanúrslitin, frábær leikur á móti ÍBV. Það sem aðallega svíður mig er þessi Aftureldingar leikur. En við svöruðum fyrir það í dag.“ Sagði Halldór Jóhann aðspurður út í gengi liðsins eftir áramót. „Mér fannst við á mörgum köflum í leiknum vera mjög góðir. Núna verðum við bara að halda áfram. Það er Grótta næst og við getum ekki farið að pæla í einhverri bikarhelgi strax. Fyrst þurfum við að klára deildarleikina áður en við förum að hugsa um það.“ Hafði Halldór Jóhann að segja að lokum.
UMF Selfoss Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Selfoss 26-27 | Dramatískur sigur Selfyssinga Selfoss vann mikilvægan sigur á Stjörnunni í Olís deildinni í handbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 27. febrúar 2022 20:42 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Selfoss 26-27 | Dramatískur sigur Selfyssinga Selfoss vann mikilvægan sigur á Stjörnunni í Olís deildinni í handbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 27. febrúar 2022 20:42