Mikil eftirvænting var fyrir 60 metra hlaupi kvenna en þar kom Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir fyrst í mark, rétt á undan Tiönu Ósk Whitworth. Einnig var hörð keppni í 200 metra hlaupi karla þar sem Kolbeinn Höður Gunnarsson kom í mark fyrstu en Anthony Vilhjálmur Vilhjálmsson var skammt undan.
Í 200 metra hlaupi kvenna kom Tiana Ósk fyrst í mark.
Kristján Viggó Sigfinnsson bætti U20 Íslandsmet í hástökku þegar hann stökk 2,20 metra en það skilaði honum fyrsta sæti í hástökki karla á mótinu.
Kristjáni vantar nú aðeins átta sentimetra til að ná Íslandsmetinu í fullorðinsflokki sem er í eigu Einars Karls Hjartarsonar.