Innherji

Brot landlæknis á lögum bitni á mikilvægri samkeppni

Ólöf Skaftadóttir skrifar
alma áslaug

„Það er alltaf alvarlegt þegar lögum er ekki fylgt. Þegar um er að ræða lög um opinber innkaup bitnar það á mikilvægri samkeppni," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nýsköpunarráðherra um nýfallinn úrskurð kærunefndar um útboðsmál þar sem Kara Connect kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur.

„Í þessu tilfelli er rætt um samkeppni á sviði nýsköpunar og ljóst að það hefur gríðarlega neikvæð áhrif á nýsköpunarumhverfið - umhverfi sem við höfum lagt mikið kapp á að gera framúrskarandi síðustu ár,” segir Áslaug Arna. 

Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að innkaup landlæknis af Origo hf. er lúta að þróun á Heklu heilbrigðisneti, gerð og þróun Heilsuveru og þróun fjarfundarlausnar til notkunar á heilbrigðissviði, hafi verið ólögmæt og í andstöðu við lög um opinber innkaup.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect, segir yfirvöld þurfa að svara því hvernig framtíðarfyrirkomulag í heilsutækni eigi að líta út.

Ný tækni opnar möguleika á meiri fjarheilbrigðisþjónustu, minni kostnaði og svo má áfram telja. Það er þróun sem við viljum að halda áfram og ríkið á ekki að standa í vegi fyrir því eða minnka þar áhugann sökum þess að lögum er ekki fylgt

„Það er mikil gróska í nýsköpun og nýjum lausnum meðal sprotafyrirtækja á sviði heilbrigðistækni og þjónustu. Sprotafyrirtæki eru að koma fram með hugbúnaðarlausnir til aukinnar skilvirkni og betri þjónustu, ný tækni opnar möguleika á meiri fjarheilbrigðisþjónustu, minni kostnaði og svo má áfram telja. Það er þróun sem við viljum halda áfram og ríkið á ekki að standa í vegi fyrir því eða minnka þar áhugann sökum þess að lögum er ekki fylgt og eðlileg samkeppni virt að vettugi,” segir Áslaug Arna.

Hún segir eitt af áhersluatriðum í sínu ráðuneyti vera að komið verði á skilvirku samstarfsumhverfi sprotafyrirtækja og stofnana á sviði heilbrigðisþjónustu. 

Það er þróun sem við viljum halda áfram og ríkið á ekki að standa í vegi fyrir því eða minnka þar áhugann sökum þess að lögum er ekki fylgt og eðlileg samkeppni virt að vettugi

„Áhersla verði lögð á að móta vettvang og umhverfi sem gefi frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum kost á að kynna sínar lausnir og að til staðar verði faglegt kerfi fyrir kynningu, mat og innleiðingu nýrra lausna. Þetta er mikilvægt fyrir umbætur og nýsköpun í opinberri þjónustu, svo sem heilbrigðisþjónustu. Þetta skiptir líka miklu máli fyrir vöxt nýsköpunarfyrirtækja hér á landi.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×