Erlent

Rúblan hríðfellur og bann á sölu á eignum í Rússlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Gengi Rúblunar hefur aldrei verið lægri gagnvart Bandaríkjadal.
Gengi Rúblunar hefur aldrei verið lægri gagnvart Bandaríkjadal. Getty/Mikhail Japaridze

Rússneski seðlabankinn bannaði í morgun sölu erlendra aðila á hlutabréfum og eignum í Rússlandi.

Einingis var opnað fyrir peninga- og gjaldeyrisviðskipti í Rússlandi í morgun, en enn hefur ekki verið tekið ákvörðun um hvort hlutabréfamarkaðurinn verði opnaður. Nú þegar er nokkrum sinnum búið að fresta opnun hlutabréfamarkaðarins.

Rússneska rúblan hefur fallið um þrjátíu prósent í morgun og hefur gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal aldrei verið lægra.

Seðlabanki Rússlands hefur hækkað stýrivexti í Rússlandi í tuttugu prósent til að reyna að skýla rúblunni. Vextirnir voru fyrir 9,5 prósent en virði rúblunnar hefur fallið hratt í morgun vegna umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússlandi.

Þá hefur bankinn skipað rússneskum fyrirtækjum að selja áttatíu prósent af þeim erlenda gjaldeyri sem þau sitja á.

Her Rússlands sækir fram í Úkraínu úr mörgum áttum. Hægt er að fylgjast með gangi mála í vaktinni á Vísi, hér.


Tengdar fréttir

Vaktin: Segja skipulagsleysi og sterka vörn hafa valdið Rússum vandræðum

Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×