Það er búið að vera nóg að gera hjá Selmu síðustu mánuði en hún var til dæmis að leika í sjónvarpsþáttaröðinni Verbúðinni. Þá hefur hún verið að leika í gleðileiknum Bíddu bara í Gaflaraleikhúsinu sem hún samdi og leikur í ásamt Sölku Sól og Björk Jakobsdóttur.
Ásett verð á íbúðinni er 89.900.000 kr og er hún 118 fermetrar samkvæmt Fasteignavef Vísis. Íbúðin er fjögurra herbergja og henni fylgja góðar suðursvalir. Íbúðinni fylgir einnig sér bílastæði í lokaðri og upphitaðri bílageymslu undir húsinu. Frekari upplýsingar um eignina er hægt að nálgast hér.
Hér að neðan má sjá myndir af íbúðinni.





